Viðskipti innlent

Bein út­sending: Rök­styðja stýri­vaxtaákvörðunina

Atli Ísleifsson skrifar
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar bankans.
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar bankans. Vísir/Anton Brink

Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum verður rökstudd.

Tilkynnt var í morgun að nefndin hefði ákveðið halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum.

Fyrir ákvörðunina hafði nefndin lækkað stýrivextina fimm sinnum í röð, en frá ágúst 2023 til ágúst 2024 voru stýrivextirnir 9,25 prósent áður en vaxtalækkunarferlið hófst. Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun.

Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála.

Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×