Erfitt að horfa á félagana detta út Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2025 12:33 Hilmar Smári segir erfitt að sjá landsliðsfélaga kvarnast úr hópi Íslands en fagnar því að lokahópurinn sé klár. Spennan er mikil fyrir EM. Vísir/Bjarni „Það er þvílík spenna. Þetta er það sem við erum búnir að vinna að síðan í febrúar og tilhlökkunin hefur magnast og magnast. Það er ógeðslega mikil tilhlökkun. Spennan í hópnum er orðin mjög mikil,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem hefur leik á EM í Póllandi eftir rúma viku. Tólf manna lokahópur íslenska liðsins var opinberaður í gær. Æfingahópurinn taldi upprunalega 22 leikmenn en hefur jafnt og þétt verið skorinn niður síðustu vikur. Það er fargi á einhverjum létt að fá kallið í hópinn. Klippa: Hilmar afar spenntur: „Guð minn góður“ „Við vorum fleiri en erum loksins núna komnir með tólf manna lið. Auðvitað verða taugarnar rólegri hjá sumum einstaklingum í liðinu. Nú getum við einbeitt okkur að því að mynda ennþá betri liðsheild, að halda áfram að þróast sem lið og búa til alvöru kjarna,“ segir Hilmar Smári. Er þetta öðruvísi þegar menn eru orðnir tólf? „Nei, ekki þannig. Um leið og við mættum tuttugu manns byrjum við að mynda liðsheild. Það er líka erfitt fyrir okkur sem leikmenn að horfa á félaga okkar vera að detta út. Núna er þetta bara liðið sem fer út. Við erum stoltir af því að standa við hlið hvers annars. Þetta verður bara geggjað,“ segir Hilmar. Undirbúningur liðsins hefur verið nokkuð langur, rúmur mánuður af æfingum og þá hefur liðið spilað fjóra æfingaleiki. Fimmti og síðasti æfingaleikurinn er við Litáen á föstudag. Hilmar segir mikilvægt að spila leikina sem um ræðir. „Ég held þetta hafi verið ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem lið að fá slatta af æfingaleikjum. Maður getur æft eins og maður vill og spilað fimm á móti fimm en það er ekki eins og að keppa á móti öðrum þjóðum. Líka það að ferðast saman, vera saman á hóteli og eyða tíma saman, það gerir hrikalega mikið fyrir liðið. Með hverri ferðinni og hverjum deginum verðum við betri vinir.“ Fyrst og fremst er spennan mikil fyrir mótinu og það á að njóta þess að spila á stærsta sviði Evrópu. „Guð minn góður. Þetta er það sem við erum búnir að bíða eftir. Um leið og maður kláraði tímabilið hérna heima hefur þetta verið að klóra mann í bakið. Það er loksins að koma að því og maður þarf svolítið að draga sig niður á jörðina og njóta hvers dags. Þó þetta sé langt mót verði þetta ótrúlega fljótt að líða, þetta verður búið áður en maður veit af. Ég hvet alla Íslendinga sem eru að fara að njóta þess að vera þarna, og njóta þess að vera hver með öðrum. Vegna þess að við leikmenn munum gera það, alveg hundrað prósent,“ segir Hilmar Smári. Ísland hefur leik á EM gegn Ísrael á fimmtudag í næstu viku, 28. ágúst, í Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Liðið flýgur út til Litáen á fimmtudag og mætir þar heimamönnum í Vilnius á föstudag í síðasta æfingaleik fyrir mót. Viðtalið má sjá í spilaranum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Tólf manna lokahópur íslenska liðsins var opinberaður í gær. Æfingahópurinn taldi upprunalega 22 leikmenn en hefur jafnt og þétt verið skorinn niður síðustu vikur. Það er fargi á einhverjum létt að fá kallið í hópinn. Klippa: Hilmar afar spenntur: „Guð minn góður“ „Við vorum fleiri en erum loksins núna komnir með tólf manna lið. Auðvitað verða taugarnar rólegri hjá sumum einstaklingum í liðinu. Nú getum við einbeitt okkur að því að mynda ennþá betri liðsheild, að halda áfram að þróast sem lið og búa til alvöru kjarna,“ segir Hilmar Smári. Er þetta öðruvísi þegar menn eru orðnir tólf? „Nei, ekki þannig. Um leið og við mættum tuttugu manns byrjum við að mynda liðsheild. Það er líka erfitt fyrir okkur sem leikmenn að horfa á félaga okkar vera að detta út. Núna er þetta bara liðið sem fer út. Við erum stoltir af því að standa við hlið hvers annars. Þetta verður bara geggjað,“ segir Hilmar. Undirbúningur liðsins hefur verið nokkuð langur, rúmur mánuður af æfingum og þá hefur liðið spilað fjóra æfingaleiki. Fimmti og síðasti æfingaleikurinn er við Litáen á föstudag. Hilmar segir mikilvægt að spila leikina sem um ræðir. „Ég held þetta hafi verið ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem lið að fá slatta af æfingaleikjum. Maður getur æft eins og maður vill og spilað fimm á móti fimm en það er ekki eins og að keppa á móti öðrum þjóðum. Líka það að ferðast saman, vera saman á hóteli og eyða tíma saman, það gerir hrikalega mikið fyrir liðið. Með hverri ferðinni og hverjum deginum verðum við betri vinir.“ Fyrst og fremst er spennan mikil fyrir mótinu og það á að njóta þess að spila á stærsta sviði Evrópu. „Guð minn góður. Þetta er það sem við erum búnir að bíða eftir. Um leið og maður kláraði tímabilið hérna heima hefur þetta verið að klóra mann í bakið. Það er loksins að koma að því og maður þarf svolítið að draga sig niður á jörðina og njóta hvers dags. Þó þetta sé langt mót verði þetta ótrúlega fljótt að líða, þetta verður búið áður en maður veit af. Ég hvet alla Íslendinga sem eru að fara að njóta þess að vera þarna, og njóta þess að vera hver með öðrum. Vegna þess að við leikmenn munum gera það, alveg hundrað prósent,“ segir Hilmar Smári. Ísland hefur leik á EM gegn Ísrael á fimmtudag í næstu viku, 28. ágúst, í Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Liðið flýgur út til Litáen á fimmtudag og mætir þar heimamönnum í Vilnius á föstudag í síðasta æfingaleik fyrir mót. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum