Lífið

Ríku­legt ein­býlis­hús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eignin telur 356 fermetra og er á tveimur hæðum. Þar af er 33 fermetra bílskúr.
Eignin telur 356 fermetra og er á tveimur hæðum. Þar af er 33 fermetra bílskúr.

Þjálfarinn og fyrrum knattspyrnukappinn Helgi Sigurðsson og eiginkona hans María Valdimarsdóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Gulaþing 1 í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 315 milljónir.

Helgi er aðstoðarþjálfari karlaliðs Fram. Hann hefur áður þjálfað karlalið Grindavíkur, Fylkis og ÍBV og á einnig að baki afar farsælan feril sem leikmaður í atvinnumennsku og sem landsliðsmaður Íslands.

Hjónin festu kaup á umræddu húsi árið 2018 og greiddu 125 milljónir. Eignin telur 356 fermetra og er á tveimur hæðum. Þar af er 33 fermetra bílskúr. 

Stórir gluggar, aukin lofthæð, marmaraklæddur arinn og stórbrotið útsýni yfir Elliðavatn gefur eigninni ríkulegt yfirbragð.

Húsið skiptist í stórt og opið stofurými með gólfsíðum gluggum, rúmgott eldhús, sjónvarpsstofu, þvottahús, fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Þar af er 48 fermetra hjónasvíta með baðherbergi og fataherbergi.

Eldhúsið er opið við stofu og prýtt hvítri sérsmíðaðri innréttingu með kvartssteini á borðum. Fyrir miðju er stór eyja með góðu vinnuplássi og setuaðstöðu. Þaðan er útgengt á 79 fermetra þaksvalir.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.