Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar 21. ágúst 2025 08:30 Ísland stendur á tímamótum í umhverfismálum og það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Á tímum óvissu í alþjóðamálum, aukins þrýstings á orkumarkaði og hnattrænna áskorana í loftslagsmálum höfum við ekki efni á að bíða. Góðu fréttirnar eru þær að lausnirnar eru til staðar og nú þurfum við einfaldlega að láta hendur standa fram úr ermum; virkja styrk samfélagsins, sameina krafta atvinnulífs og stjórnvalda og efla þannig samvinnu sem skilar raunverulegum aðgerðum. Hér á Íslandi höfum við öll tækifæri til að gera þetta. Forskot í nýtingu auðlinda, orkuskipti, græn iðnbylting, íslenskt hugvit á sviði loftslagslausna og markvisst samstarf atvinnulífs og stjórnvalda. Þetta eru ekki bara hugmyndir á blaði heldur raunverulegir möguleikar sem Ísland getur nýtt sér. Allt eru þetta atriði sem skilað hafa vel launuðum störfum, stuðlað að samkeppnishæfi og auknum lífsgæðum á Íslandi. Næsta skref er að tengja saman loftslags- og atvinnustefnu stjórnvalda við verkfærakistu atvinnulífsins og hrinda áætlunum í framkvæmd. Erlendis má finna innblástur. Danir hafa til að mynda, með NEKST-samstarfinu, sýnt hvernig markviss samvinna stjórnvalda og atvinnulífs skilar raunverulegum niðurstöðum fyrir umhverfi, samfélag og efnahag. Samtarf til framtíðar - öflugt Ísland Við getum lært af öðrum en jafnframt byggt á okkar eigin styrkleikum og þeim árangri sem náðst hefur hérlendis. Þar má nefna verkefnið Byggjum á grænni framtíð, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila í byggingariðnaðinum um vistvænni mannvirkjagerð og aðgerðir í loftslagmálum. Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 hefur þegar skilað 40 árangursríkum aðgerðum af þeim 74 sem upphaflega voru settar fram, og nýlega voru kynntar 16 nýjar aðgerðir. Verkefnið er fyrirmyndarverkefni þegar kemur að framkvæmd stefnu í loftslagsmálum og gott dæmi um það hvernig samstarf stjórnvalda og atvinnulífs skilar áþreifanlegum árangri á þessu sviði. Á ársfundi Grænvangs, Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Á fundinum munum við flétta skapandi hugsun við hagnýtar lausnir og vera hvert öðru innblástur til að takast í sameiningu á við áskoranir morgundagsins. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs,samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsmál Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur á tímamótum í umhverfismálum og það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Á tímum óvissu í alþjóðamálum, aukins þrýstings á orkumarkaði og hnattrænna áskorana í loftslagsmálum höfum við ekki efni á að bíða. Góðu fréttirnar eru þær að lausnirnar eru til staðar og nú þurfum við einfaldlega að láta hendur standa fram úr ermum; virkja styrk samfélagsins, sameina krafta atvinnulífs og stjórnvalda og efla þannig samvinnu sem skilar raunverulegum aðgerðum. Hér á Íslandi höfum við öll tækifæri til að gera þetta. Forskot í nýtingu auðlinda, orkuskipti, græn iðnbylting, íslenskt hugvit á sviði loftslagslausna og markvisst samstarf atvinnulífs og stjórnvalda. Þetta eru ekki bara hugmyndir á blaði heldur raunverulegir möguleikar sem Ísland getur nýtt sér. Allt eru þetta atriði sem skilað hafa vel launuðum störfum, stuðlað að samkeppnishæfi og auknum lífsgæðum á Íslandi. Næsta skref er að tengja saman loftslags- og atvinnustefnu stjórnvalda við verkfærakistu atvinnulífsins og hrinda áætlunum í framkvæmd. Erlendis má finna innblástur. Danir hafa til að mynda, með NEKST-samstarfinu, sýnt hvernig markviss samvinna stjórnvalda og atvinnulífs skilar raunverulegum niðurstöðum fyrir umhverfi, samfélag og efnahag. Samtarf til framtíðar - öflugt Ísland Við getum lært af öðrum en jafnframt byggt á okkar eigin styrkleikum og þeim árangri sem náðst hefur hérlendis. Þar má nefna verkefnið Byggjum á grænni framtíð, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila í byggingariðnaðinum um vistvænni mannvirkjagerð og aðgerðir í loftslagmálum. Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 hefur þegar skilað 40 árangursríkum aðgerðum af þeim 74 sem upphaflega voru settar fram, og nýlega voru kynntar 16 nýjar aðgerðir. Verkefnið er fyrirmyndarverkefni þegar kemur að framkvæmd stefnu í loftslagsmálum og gott dæmi um það hvernig samstarf stjórnvalda og atvinnulífs skilar áþreifanlegum árangri á þessu sviði. Á ársfundi Grænvangs, Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Á fundinum munum við flétta skapandi hugsun við hagnýtar lausnir og vera hvert öðru innblástur til að takast í sameiningu á við áskoranir morgundagsins. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs,samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun