„Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 14:00 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Sigurjón Eftir átta leiki í röð án sigurs eru Íslandsmeistarar Breiðabliks þó í þeirri stöðu að geta með góðum úrslitum í kvöld tekið stórt skref í átt að aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson segir menn staðráðna í að gera betur en að undanförnu. Mótherji kvöldsins á Kópavogsvelli er lið Virtus frá San Marínó og liðin eigast svo við aftur ytra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hundruð milljóna króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð Crystal Palace og Fiorentina. „Menn eru bara staðráðnir í að eiga hörku kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli [í kvöld]. Ég finn þannig stemningu hjá liðinu, að henda í alvöru frammistöðu á Kópavogsvelli,“ segir Höskuldur en Blikar hafa tapað tveimur leikjum á síðustu sjö dögum á vellinum - fyrir Zrinjski Mostar síðasta fimmtudag og fyrir FH á sunnudag. Það er þróun sem Blikar freista að breyta í kvöld. „Við viljum snúa því við og stoppa í það gat sem fyrst. Það er ekki eitthvað sem maður hefur verið vanur hérna undanfarin ár eða eitthvað sem við ætlum að venjast yfirhöfuð. Það er bara tilvalið tækifæri að koma taktinum aftur í gang,“ segir Höskuldur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Höskuldur ræðir sigurleysið, Kópavogsvöllinn og leik kvöldsins „Blessunarlega er það stutt á milli verkefni að þú hefur ekki tíma til að fara of langt niður eftir töp. Ekki það að við lítum ekki á þau og lærum ekki af þeim. En það er fínt að fá tækifæri í Evrópukeppninni til að fá smá innspýtingu og jákvæðni á Kópavogsvöll, fyrir okkar stuðningsmenn og til frambúðar inn í haust,“ segir Höskuldur. Virtus er lægra skrifað en Blikar og kveðst Höskuldur ekki þekkja liðið sérlega vel. Sem geti komið sér ágætlega. „Það er oft fínt að vera ekkert að pæla of mikið í því hvernig andstæðingurinn er – fyrir utan eitthvað strategískt. Að fókusa bara á að gera það sem við getum gert upp á okkar besta. Að vera með sterka sjálfsmynd; kraftmikla og orkumikla. Í því tilfelli er gott að vita ekki of mikið um andstæðinginn heldur einblína bara á okkur sjálfa,“ segir Höskuldur en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Mótherji kvöldsins á Kópavogsvelli er lið Virtus frá San Marínó og liðin eigast svo við aftur ytra eftir viku. Sigurliðið í einvíginu tryggir sér hundruð milljóna króna og Evrópuleiki fram að jólum, mögulega við lið á borð Crystal Palace og Fiorentina. „Menn eru bara staðráðnir í að eiga hörku kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli [í kvöld]. Ég finn þannig stemningu hjá liðinu, að henda í alvöru frammistöðu á Kópavogsvelli,“ segir Höskuldur en Blikar hafa tapað tveimur leikjum á síðustu sjö dögum á vellinum - fyrir Zrinjski Mostar síðasta fimmtudag og fyrir FH á sunnudag. Það er þróun sem Blikar freista að breyta í kvöld. „Við viljum snúa því við og stoppa í það gat sem fyrst. Það er ekki eitthvað sem maður hefur verið vanur hérna undanfarin ár eða eitthvað sem við ætlum að venjast yfirhöfuð. Það er bara tilvalið tækifæri að koma taktinum aftur í gang,“ segir Höskuldur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Höskuldur ræðir sigurleysið, Kópavogsvöllinn og leik kvöldsins „Blessunarlega er það stutt á milli verkefni að þú hefur ekki tíma til að fara of langt niður eftir töp. Ekki það að við lítum ekki á þau og lærum ekki af þeim. En það er fínt að fá tækifæri í Evrópukeppninni til að fá smá innspýtingu og jákvæðni á Kópavogsvöll, fyrir okkar stuðningsmenn og til frambúðar inn í haust,“ segir Höskuldur. Virtus er lægra skrifað en Blikar og kveðst Höskuldur ekki þekkja liðið sérlega vel. Sem geti komið sér ágætlega. „Það er oft fínt að vera ekkert að pæla of mikið í því hvernig andstæðingurinn er – fyrir utan eitthvað strategískt. Að fókusa bara á að gera það sem við getum gert upp á okkar besta. Að vera með sterka sjálfsmynd; kraftmikla og orkumikla. Í því tilfelli er gott að vita ekki of mikið um andstæðinginn heldur einblína bara á okkur sjálfa,“ segir Höskuldur en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
„Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30