Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2025 11:20 Tryggvi Snær Hlinason og félagar byrja EM á að mæta Ísrael eftir slétta viku. vísir/Anton Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á Evrópumótinu, þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi eftir slétta viku. KKÍ muni ekki hætta við að mæta Ísraelsmönnum enda sé það ávísun á bönn og sektir. Þátttaka Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum, á meðan ísraelski herinn drepur tugþúsundir saklausra borgara í stríðinu á Gaza, hefur verið afar umdeild. Á þeim 22 mánuðum sem stríðið hefur staðið yfir munu yfir 62.000 Palestínumenn hafa verið drepnir. Nú síðast settu samtök fótboltaþjálfara á Ítalíu þrýsting á það að fótboltalið frá Ísrael yrðu bönnuð frá alþjóðlegri keppni. Segjast hafa beitt sér gegn þátttöku Ísraels Í yfirlýsingu KKÍ segir að ljóst sé að Ísland hafi ekki neitt val um hvaða mótherjum það mæti á EM. Rétt sé að taka fram að sambandið hafi írekað beitt sér innan FIBA Europe og FIBA gegn þeirri ákvörðun að leyfa Ísrael að spila á alþjóðlegum mótum en ekki haft erindi sem erfiði. Ólíklegt sé að það gerist á meðan að Alþjóða Ólympíuhreyfingin banni ekki þátttöku Ísraela. Þó að Rússar hafi verið bannaðir frá keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu þá hefur Ísrael áfram keppt í öllum íþróttum og er skemmst að minnast heimsóknar ísraelska kvennalandsliðsins í handbolta til Íslands í apríl. Þeir leikir fóru fram fyrir luktum dyrum og vann Ísland af öryggi og tryggði sér sæti á HM. Félagið Ísland-Palestína er á meðal þeirra sem þrýst hafa á íslenska körfuboltalandsliðið að sniðganga leikinn við Ísrael í næstu viku, og taka þannig „skýra afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði“. Yfirlýsingu KKÍ má lesa í heild sinni hér að neðan en þar kemur fram að með því að sniðganga leikinn við Ísrael eigi sambandið yfir höfði sér bönn og sektir. Yfirlýsing frá KKÍ vegna leiks við Ísrael á EuroBasket 2025 Vegna spurninga og umræðna í ljósi þess að fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik á EuroBasket fer fram gegn Ísrael telur KKÍ rétt að afstaða sambandsins komi fram. Þátttaka landsins á mótinu er á forræði FIBA Europe og FIBA sem einnig stendur fyrir niðurröðum í riðla og leiki. Þjóðir sem taka þátt hafa eðli málsins samkvæmt ekkert um val á mótherjum að segja. Á meðan IOC (Alþjóðlega Ólympíuhreyfingin) bannar ekki þátttöku Ísraela þá er veik von um að FIBA Europe, FIBA eða önnur helstu álfu/heimssambönd íþróttahreyfingarinnar banni þáttöku Ísraela, eins og staðan er núna. Rétt er að fram komi að KKÍ hefur bæði innan FIBA Europe og FIBA ítrekað beitt sér gegn ákvörðun þess að leyfa Ísrael að taka þátt í mótum að svo stöddu og mun áfram gera. KKÍ telur ekki rétt að hætta við þátttöku á EuroBasket. Ákvarðanir á borð við að hafna því að spila leik á mótinu myndu hins vegar hafa í för með sér fyrirvaralausa brottvísun úr keppni auk hárra fjársekta og mögulegt bann við þátttöku í komandi stórmótum á borð við EuroBasket og heimsmeistaramót. KKÍ fordæmir að sjálfsögðu allt ofbeldi og mannréttindabrot hvar og hvernig sem þau birtast. Íþróttir eru vettvangur til að byggja brýr og tengja samfélög, þær geta líka verið tækifæri til að vekja umræðu. Ljóst er að slíkt gerist þó ekki með því að hætta þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Önnur landslið í keppnisíþróttum á Íslandi og erlendis hafa tekið sömu eða svipaða afstöðu. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Þátttaka Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum, á meðan ísraelski herinn drepur tugþúsundir saklausra borgara í stríðinu á Gaza, hefur verið afar umdeild. Á þeim 22 mánuðum sem stríðið hefur staðið yfir munu yfir 62.000 Palestínumenn hafa verið drepnir. Nú síðast settu samtök fótboltaþjálfara á Ítalíu þrýsting á það að fótboltalið frá Ísrael yrðu bönnuð frá alþjóðlegri keppni. Segjast hafa beitt sér gegn þátttöku Ísraels Í yfirlýsingu KKÍ segir að ljóst sé að Ísland hafi ekki neitt val um hvaða mótherjum það mæti á EM. Rétt sé að taka fram að sambandið hafi írekað beitt sér innan FIBA Europe og FIBA gegn þeirri ákvörðun að leyfa Ísrael að spila á alþjóðlegum mótum en ekki haft erindi sem erfiði. Ólíklegt sé að það gerist á meðan að Alþjóða Ólympíuhreyfingin banni ekki þátttöku Ísraela. Þó að Rússar hafi verið bannaðir frá keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu þá hefur Ísrael áfram keppt í öllum íþróttum og er skemmst að minnast heimsóknar ísraelska kvennalandsliðsins í handbolta til Íslands í apríl. Þeir leikir fóru fram fyrir luktum dyrum og vann Ísland af öryggi og tryggði sér sæti á HM. Félagið Ísland-Palestína er á meðal þeirra sem þrýst hafa á íslenska körfuboltalandsliðið að sniðganga leikinn við Ísrael í næstu viku, og taka þannig „skýra afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði“. Yfirlýsingu KKÍ má lesa í heild sinni hér að neðan en þar kemur fram að með því að sniðganga leikinn við Ísrael eigi sambandið yfir höfði sér bönn og sektir. Yfirlýsing frá KKÍ vegna leiks við Ísrael á EuroBasket 2025 Vegna spurninga og umræðna í ljósi þess að fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik á EuroBasket fer fram gegn Ísrael telur KKÍ rétt að afstaða sambandsins komi fram. Þátttaka landsins á mótinu er á forræði FIBA Europe og FIBA sem einnig stendur fyrir niðurröðum í riðla og leiki. Þjóðir sem taka þátt hafa eðli málsins samkvæmt ekkert um val á mótherjum að segja. Á meðan IOC (Alþjóðlega Ólympíuhreyfingin) bannar ekki þátttöku Ísraela þá er veik von um að FIBA Europe, FIBA eða önnur helstu álfu/heimssambönd íþróttahreyfingarinnar banni þáttöku Ísraela, eins og staðan er núna. Rétt er að fram komi að KKÍ hefur bæði innan FIBA Europe og FIBA ítrekað beitt sér gegn ákvörðun þess að leyfa Ísrael að taka þátt í mótum að svo stöddu og mun áfram gera. KKÍ telur ekki rétt að hætta við þátttöku á EuroBasket. Ákvarðanir á borð við að hafna því að spila leik á mótinu myndu hins vegar hafa í för með sér fyrirvaralausa brottvísun úr keppni auk hárra fjársekta og mögulegt bann við þátttöku í komandi stórmótum á borð við EuroBasket og heimsmeistaramót. KKÍ fordæmir að sjálfsögðu allt ofbeldi og mannréttindabrot hvar og hvernig sem þau birtast. Íþróttir eru vettvangur til að byggja brýr og tengja samfélög, þær geta líka verið tækifæri til að vekja umræðu. Ljóst er að slíkt gerist þó ekki með því að hætta þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Önnur landslið í keppnisíþróttum á Íslandi og erlendis hafa tekið sömu eða svipaða afstöðu.
Yfirlýsing frá KKÍ vegna leiks við Ísrael á EuroBasket 2025 Vegna spurninga og umræðna í ljósi þess að fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik á EuroBasket fer fram gegn Ísrael telur KKÍ rétt að afstaða sambandsins komi fram. Þátttaka landsins á mótinu er á forræði FIBA Europe og FIBA sem einnig stendur fyrir niðurröðum í riðla og leiki. Þjóðir sem taka þátt hafa eðli málsins samkvæmt ekkert um val á mótherjum að segja. Á meðan IOC (Alþjóðlega Ólympíuhreyfingin) bannar ekki þátttöku Ísraela þá er veik von um að FIBA Europe, FIBA eða önnur helstu álfu/heimssambönd íþróttahreyfingarinnar banni þáttöku Ísraela, eins og staðan er núna. Rétt er að fram komi að KKÍ hefur bæði innan FIBA Europe og FIBA ítrekað beitt sér gegn ákvörðun þess að leyfa Ísrael að taka þátt í mótum að svo stöddu og mun áfram gera. KKÍ telur ekki rétt að hætta við þátttöku á EuroBasket. Ákvarðanir á borð við að hafna því að spila leik á mótinu myndu hins vegar hafa í för með sér fyrirvaralausa brottvísun úr keppni auk hárra fjársekta og mögulegt bann við þátttöku í komandi stórmótum á borð við EuroBasket og heimsmeistaramót. KKÍ fordæmir að sjálfsögðu allt ofbeldi og mannréttindabrot hvar og hvernig sem þau birtast. Íþróttir eru vettvangur til að byggja brýr og tengja samfélög, þær geta líka verið tækifæri til að vekja umræðu. Ljóst er að slíkt gerist þó ekki með því að hætta þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Önnur landslið í keppnisíþróttum á Íslandi og erlendis hafa tekið sömu eða svipaða afstöðu.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum