Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 09:33 Jakub Jankto skoraði fjögur mörk í 45 A-landsleikjum fyrir Tékkland. Getty/James Williamson Jakub Jankto, sem fyrir tveimur og hálfu ári varð fyrsti spilandi landsliðsmaðurinn í fótbolta til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna. Jankto er enn aðeins 29 ára gamall, og á að baki 45 A-landsleiki fyrir Tékkland, en hann greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann væri hættur í fótbolta. Hann segir aðalástæðuna fyrir því vera þá að hann hafi viljað búa nálægt syni sínum auk þess sem afar slæm ökklameiðsli hafi haldið honum frá keppni. 🚨🇨🇿 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Jakub Jankto (29) has retired from football. 👋He suffered a very serious injury, where he completely damaged the ligaments in his ankle.Jankto also says the key point was wanting to spend more time with his child. pic.twitter.com/MLmt0E8NVB— EuroFoot (@eurofootcom) August 22, 2025 Jankto fékk mikinn stuðning þegar hann greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlum í febrúar 2023 að hann væri hommi. „Ég vil lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður,“ sagði Jankto. „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“ Hann kvaðst síðar í viðtali við BBC ekki sjá eftir neinu. „Ef ég gæti gert þetta aftur þá myndi ég svo sannarlega gera það því þetta hjálpaði mér og ég held að þetta hafi hjálpað mjög mörgum öðrum. Þetta var risastór stund fyrir alla fótboltamenn og það voru margir atvinnumenn, hjá mörgum félögum, sem skrifuðu mér og þökkuðu mér fyrir,“ sagði Jankto við BBC fyrir tveimur árum og bætti við: „Ég held að þetta hafi verið gott, jákvætt fordæmi fyrir aðra og núna er ég virkilega ánægður með að geta spilað án þess að þurfa að fela neitt eða vera hræddur. Ég held bara áfram eins og ekkert hafi ískorist og það er mjög, mjög gott. Þegar ég var að byrja sem atvinnumaður þá var það enn þannig að samkynhneigð var „ekki normal“ og enn svolítil hómófóbía í fótboltanum, að mínu viti. Þannig að ég var hræddur við það, 18 eða 19 ára innan um hina strákana að opna skilaboð í símanum, að þeir myndu sjá skilaboð eða mynd frá strák… en ég þurfti á því að halda að koma út úr skápnum til að verða betri.“ Jankto hefur verið án félags síðan að tveggja ára samningur hans við ítalska félagið Cagliari rann út í júní. Hann lék tuttugu leiki fyrra tímabilið en ekkert á síðustu leiktíð vegna fyrrnefndra ökklameiðsla sem nú hafa fengið hann til að leggja skóna á hilluna. Aðalástæðan er þó sonur hans sem að Jankto á með fyrrverandi konu sinni, Marketa Ottomanska, en þau hættu saman árið 2021. „Lykilatriðið var barnið mitt sem ég hafði ekki tækifæri á að hitta nægilega oft. Ég vildi breyta þeirri stöðu því maður á bara eina fjölskyldu og ég vildi vera nálægt syni mínum í Prag. Þess vegna ákvað ég að flytja aftur til Prag,“ sagði Jankto þegar hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta. Jankto gat leikið sem vinstri bakvörður, miðjumaður eða kantmaður, og hóf ferilinn með Udinese en lék síðar með Sampdoria og svo Getafe á Spáni. Hann var svo um tíma að láni hjá Sparta Prag tímabilið 2022-23, þegar hann tilkynnti svo að hann væri samkynhneigður, áður en Cagliari fékk hann svo til sín sumarið 2023. Fótbolti Hinsegin Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Jankto er enn aðeins 29 ára gamall, og á að baki 45 A-landsleiki fyrir Tékkland, en hann greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann væri hættur í fótbolta. Hann segir aðalástæðuna fyrir því vera þá að hann hafi viljað búa nálægt syni sínum auk þess sem afar slæm ökklameiðsli hafi haldið honum frá keppni. 🚨🇨🇿 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Jakub Jankto (29) has retired from football. 👋He suffered a very serious injury, where he completely damaged the ligaments in his ankle.Jankto also says the key point was wanting to spend more time with his child. pic.twitter.com/MLmt0E8NVB— EuroFoot (@eurofootcom) August 22, 2025 Jankto fékk mikinn stuðning þegar hann greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlum í febrúar 2023 að hann væri hommi. „Ég vil lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður,“ sagði Jankto. „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“ Hann kvaðst síðar í viðtali við BBC ekki sjá eftir neinu. „Ef ég gæti gert þetta aftur þá myndi ég svo sannarlega gera það því þetta hjálpaði mér og ég held að þetta hafi hjálpað mjög mörgum öðrum. Þetta var risastór stund fyrir alla fótboltamenn og það voru margir atvinnumenn, hjá mörgum félögum, sem skrifuðu mér og þökkuðu mér fyrir,“ sagði Jankto við BBC fyrir tveimur árum og bætti við: „Ég held að þetta hafi verið gott, jákvætt fordæmi fyrir aðra og núna er ég virkilega ánægður með að geta spilað án þess að þurfa að fela neitt eða vera hræddur. Ég held bara áfram eins og ekkert hafi ískorist og það er mjög, mjög gott. Þegar ég var að byrja sem atvinnumaður þá var það enn þannig að samkynhneigð var „ekki normal“ og enn svolítil hómófóbía í fótboltanum, að mínu viti. Þannig að ég var hræddur við það, 18 eða 19 ára innan um hina strákana að opna skilaboð í símanum, að þeir myndu sjá skilaboð eða mynd frá strák… en ég þurfti á því að halda að koma út úr skápnum til að verða betri.“ Jankto hefur verið án félags síðan að tveggja ára samningur hans við ítalska félagið Cagliari rann út í júní. Hann lék tuttugu leiki fyrra tímabilið en ekkert á síðustu leiktíð vegna fyrrnefndra ökklameiðsla sem nú hafa fengið hann til að leggja skóna á hilluna. Aðalástæðan er þó sonur hans sem að Jankto á með fyrrverandi konu sinni, Marketa Ottomanska, en þau hættu saman árið 2021. „Lykilatriðið var barnið mitt sem ég hafði ekki tækifæri á að hitta nægilega oft. Ég vildi breyta þeirri stöðu því maður á bara eina fjölskyldu og ég vildi vera nálægt syni mínum í Prag. Þess vegna ákvað ég að flytja aftur til Prag,“ sagði Jankto þegar hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta. Jankto gat leikið sem vinstri bakvörður, miðjumaður eða kantmaður, og hóf ferilinn með Udinese en lék síðar með Sampdoria og svo Getafe á Spáni. Hann var svo um tíma að láni hjá Sparta Prag tímabilið 2022-23, þegar hann tilkynnti svo að hann væri samkynhneigður, áður en Cagliari fékk hann svo til sín sumarið 2023.
Fótbolti Hinsegin Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira