Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 12:00 Leikur Stjörnunnar og FH líktist borðtennisleik að sögn þjálfara Stjörnunnar. vísir Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gærkvöldi og fjögur mörk voru skoruð í þeim báðum. Þór/KA valtaði yfir FHL og vann 4-0 en Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við FH eftir að hafa komist tvisvar yfir. Mörkin má sjá hér fyrir neðan. Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Stjarnan komst tvisvar yfir gegn FH en þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli í leik sem þjálfari liðsins líkti við borðtennisleik. Birna Jóhannsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu eftir fyrirgjöf Úlfu Dísar Kreye. FH jafnaði metin á 76. mínútu þegar Arna Eiríksdóttir skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Varamenn beggja liða komu svo af krafti inn í leikinn. Snædís María Jörundsdóttir kom Stjörnunni aftur yfir á 82. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Berglind Freyja Hlynsdóttir leikinn. FH situr í 2. sæti eftir leikinn með 32 stig, fimm stigum á eftir Breiðabliki. Stjarnan er í 6. sæti með 16 stig, rétt fyrir ofan liðin á fallsætunum. Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Þór/KA valtaði yfir nýliða FHL og fagnaði sínum fyrsta sigri í slétta tvo mánuði. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu leiksins að Þór/KA var mætt til leiks af fullum þunga. Þær uppskáru hornspyrnu eftir rúma eina mínútu og úr henni kom fyrsta mark leiksins. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir endaði þá með boltann í teignum og átti skot í slána og niður áður en boltanum var komið í burtu en aðstoðardómarinn vel vakandi og dæmdi mark þar sem boltinn hafði dottið inn fyrir marklínuna. Eftir tuttugu mínútna leik tvöfaldaði Karen María Sigurgeirsdóttir forystu heimakvenna með hnitmiðuðu skoti langt fyrir utan teig. Snemma í síðari hálfleik bætti hin markaóða Sandra María við þriðja markinu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri frá Huldu Ósk. Á sjötugustu mínútu fengu heimakonur víti þegar Sandra María var rifin niður innan teigs. Hún steig sjálf á punktinn en Embla Fönn í marki FHL las hana eins og opna bók og var mætt í hornið sem Sandra skaut og handsamaði boltann. Hin fimmtán ára gamla og bráðefnilega Bríet Fjóla Bjarnadóttir sá um að reka síðasta naglann í kistu FHL. Hún fékk þá boltann fyrir utan teig og smurði hann laglega upp í fjærhornið. Besta deild kvenna Stjarnan FH Þór Akureyri KA FHL Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Stjarnan komst tvisvar yfir gegn FH en þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli í leik sem þjálfari liðsins líkti við borðtennisleik. Birna Jóhannsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu eftir fyrirgjöf Úlfu Dísar Kreye. FH jafnaði metin á 76. mínútu þegar Arna Eiríksdóttir skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Varamenn beggja liða komu svo af krafti inn í leikinn. Snædís María Jörundsdóttir kom Stjörnunni aftur yfir á 82. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Berglind Freyja Hlynsdóttir leikinn. FH situr í 2. sæti eftir leikinn með 32 stig, fimm stigum á eftir Breiðabliki. Stjarnan er í 6. sæti með 16 stig, rétt fyrir ofan liðin á fallsætunum. Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Þór/KA valtaði yfir nýliða FHL og fagnaði sínum fyrsta sigri í slétta tvo mánuði. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu leiksins að Þór/KA var mætt til leiks af fullum þunga. Þær uppskáru hornspyrnu eftir rúma eina mínútu og úr henni kom fyrsta mark leiksins. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir endaði þá með boltann í teignum og átti skot í slána og niður áður en boltanum var komið í burtu en aðstoðardómarinn vel vakandi og dæmdi mark þar sem boltinn hafði dottið inn fyrir marklínuna. Eftir tuttugu mínútna leik tvöfaldaði Karen María Sigurgeirsdóttir forystu heimakvenna með hnitmiðuðu skoti langt fyrir utan teig. Snemma í síðari hálfleik bætti hin markaóða Sandra María við þriðja markinu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri frá Huldu Ósk. Á sjötugustu mínútu fengu heimakonur víti þegar Sandra María var rifin niður innan teigs. Hún steig sjálf á punktinn en Embla Fönn í marki FHL las hana eins og opna bók og var mætt í hornið sem Sandra skaut og handsamaði boltann. Hin fimmtán ára gamla og bráðefnilega Bríet Fjóla Bjarnadóttir sá um að reka síðasta naglann í kistu FHL. Hún fékk þá boltann fyrir utan teig og smurði hann laglega upp í fjærhornið.
Besta deild kvenna Stjarnan FH Þór Akureyri KA FHL Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira