Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2025 16:49 Farþegar reyndu að koma sér eins vel fyrir og hægt var. Aðsend Hluti farþega sem átti bókað flug með Wizz Air frá Keflavíkur til Mílanó á Ítalíu þurfti að láta sér gólfið á hóteli í Keflavík nægja sem náttstað eftir að fluginu var frestað verulega. Frá þessu greinir ítalski fréttamiðillinn Ansa og hefur eftir hinni tvítugu Mariu Piu, sem átti bókað flugfar ásamt fjölskyldu sinni klukkan 18:55 í gærkvöldi. Fluginu hafi svo ítrekað verið frestað um klukkustund í senn, allt þar til að því var aflýst skömmu eftir miðnætti. Þessi frásögn kemur heim og saman við upplýsingar á vef Keflavíkurflugvallar. Óttuðust að festast á Íslandi Fjölskyldan hafi þá verið flutt á hótel þar sem engin laus herbergi hafi verið að finna og hún því sofið með teppi á gólfinu. Þá hafi farþegar verið fluttir aftur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem nýtt flug átti að fara klukkan 15:30. Því hefur nú verið seinkað til 17:30. „Við vorum hrædd um að þurfa að dúsa þarna í nokkra daga til viðbótar, flugfélagið sagði okkur ekki neitt. Það fór mjög illa með okkur. Ég er aðeins tvítug en þarna var fólk sem hafði það verra en ég. Við komum okkur öll fyrir á gólfinu í anddyri hótelsins, fyrir utan þau sem kusu að verða eftir á flugvellinum,“ er haft eftir Mariu. Annar farþegi í fluginu hefur sett sig í samband við Vísi og sagt samhljóða sögu í færri orðum. Kenna Menningarnótt um Ansa hefur eftir fulltrúum Wizz Air að fluginu hafi verið frestað vegna óvænts en nauðsynlegs viðhalds. Öryggi og velferð farþega sé ávallt í forgangi en félagið biðji farþega afsökunar á þeim óþægindum sem þeir urðu fyrir. Þá eru farþegum færðar þakkir fyrir þolinmæði þeirra og skilning. Farþegarnir voru á vegum ungverska flugfélagsins Wizz Air.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Wizz Air að ekki hafi verið unnt að koma farþegum fyrir á hótelum í Reykjavík vegna takmarkaðs framboðs hótelherbergja vegna Menningarnætur. Því hafi verið brugðið á það ráð að koma farþegum fyrir á nokkrum hótelum fjær Keflavík og höfuðstaðnum. Þeim sem hafi síður viljað ferðast lengri vegalengdir hafi verið boðið skjól á hóteli í Keflavík, þar sem boðið hafi verið upp á kaffi, vatn og bakkelsi í ráðstefnusal. Fréttir af flugi Reykjanesbær Menningarnótt Hótel á Íslandi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Frá þessu greinir ítalski fréttamiðillinn Ansa og hefur eftir hinni tvítugu Mariu Piu, sem átti bókað flugfar ásamt fjölskyldu sinni klukkan 18:55 í gærkvöldi. Fluginu hafi svo ítrekað verið frestað um klukkustund í senn, allt þar til að því var aflýst skömmu eftir miðnætti. Þessi frásögn kemur heim og saman við upplýsingar á vef Keflavíkurflugvallar. Óttuðust að festast á Íslandi Fjölskyldan hafi þá verið flutt á hótel þar sem engin laus herbergi hafi verið að finna og hún því sofið með teppi á gólfinu. Þá hafi farþegar verið fluttir aftur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem nýtt flug átti að fara klukkan 15:30. Því hefur nú verið seinkað til 17:30. „Við vorum hrædd um að þurfa að dúsa þarna í nokkra daga til viðbótar, flugfélagið sagði okkur ekki neitt. Það fór mjög illa með okkur. Ég er aðeins tvítug en þarna var fólk sem hafði það verra en ég. Við komum okkur öll fyrir á gólfinu í anddyri hótelsins, fyrir utan þau sem kusu að verða eftir á flugvellinum,“ er haft eftir Mariu. Annar farþegi í fluginu hefur sett sig í samband við Vísi og sagt samhljóða sögu í færri orðum. Kenna Menningarnótt um Ansa hefur eftir fulltrúum Wizz Air að fluginu hafi verið frestað vegna óvænts en nauðsynlegs viðhalds. Öryggi og velferð farþega sé ávallt í forgangi en félagið biðji farþega afsökunar á þeim óþægindum sem þeir urðu fyrir. Þá eru farþegum færðar þakkir fyrir þolinmæði þeirra og skilning. Farþegarnir voru á vegum ungverska flugfélagsins Wizz Air.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Wizz Air að ekki hafi verið unnt að koma farþegum fyrir á hótelum í Reykjavík vegna takmarkaðs framboðs hótelherbergja vegna Menningarnætur. Því hafi verið brugðið á það ráð að koma farþegum fyrir á nokkrum hótelum fjær Keflavík og höfuðstaðnum. Þeim sem hafi síður viljað ferðast lengri vegalengdir hafi verið boðið skjól á hóteli í Keflavík, þar sem boðið hafi verið upp á kaffi, vatn og bakkelsi í ráðstefnusal.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Menningarnótt Hótel á Íslandi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira