Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 15:05 Fólk á hliðarlínunni náði myndum af Guðmundi hlaupa berfættur á malbikinu. Hann birti síðan myndir af blóðugum tám sínum eftir hlaupið. Einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hljóp berfættur heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og kom í mark á tæplega sjö klukkutímum með illa farnar tær. Guðmundur hafði lýst því yfir fyrr í ár að hann hygðist hlaupa heilt maraþon á tánum ef honum tækist að safna milljón fyrir Barnaspítala Hringsins og myndi í öllu falli hlaupa 21 kílómetra á tánum og 21 kílómetra á skóm. Fyrir hlaupið náði Guðmundur að safna rúmlega 283 þúsund krónum, eða um 28 prósent af markmiði sínu, en ákvað þrátt fyrir það að hlaupa allt hlaupið á tánum. Guðmundur, sem starfar sem einkaþjálfari hjá World Class, hefur vakið mikla athygli síðustu ár vegna þess að hann ferðast gjarnan um bæinn ber að ofan og fer reglulega fáklæddur í fjallgöngur. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Gumma fyrir rétt rúmu ári síðan þar sem þeir ræddu um steranotkun, klæðaburð Gumma og lífið almennt. Síðustu vikur hefur Guðmundur verið í ströngu hlaupaprógrammi til að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið en langhlaup eru töluvert frábrugðnari þeim lyftingum sem Gummi stundar vanalega. Fjöldi fólks var því spenntur að sjá hvernig Gumma myndi ganga. Veðmálafyrirtækið Coolbet gekk meira að segja svo langt að setja stuðla á það hvort Guðmundur myndi klára hlaupið undir eða yfir fimm og hálfum klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by COOLBET ÍSLAND (@coolbetisland) Á hlaupasíðunni Corsa er Guðmundur skráður eins og hann hafi verið dæmdur úr leik en síðasti skráði tími hans er sex klukkutímar og þrjár eftir 38 kílómetra. Ástæðan fyrir því er að þátttakendur í maraþoninu hafa sex klukkustundir og hálftíma til að ljúka keppni og fá engan skráðan tíma eftir það. Eftir klukkan þrjú hefst sömuleiðis undirbúningur fyrir tónleikana á Arnarhóli, sem hefjast seinna um kvöldið, með tilheyrandi grindverkum og hindrunum á brautinni. Guðmundur nýtti sér grasið óspart enda mun þægilegra að hlaupa berfættur á því en malbiki. Samkvæmt heimildum fréttastofu lét Guðmundar það ekkert á sig fá að skipuleggjendur væru búnir að reisa grindverk á brautinni og fór hringinn í kringum Arnarhól áður en hann kom á endanum í mark eftir sex klukkutíma og fimmtíu mínútur. Hann birti síðan mynd af blóðugum tám sínum á Instagram og skrifaði: „Þekki ég einhvern hjúkrunarfræðing? Sem gæti tékkað á þessu“ Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Guðmundur hafði lýst því yfir fyrr í ár að hann hygðist hlaupa heilt maraþon á tánum ef honum tækist að safna milljón fyrir Barnaspítala Hringsins og myndi í öllu falli hlaupa 21 kílómetra á tánum og 21 kílómetra á skóm. Fyrir hlaupið náði Guðmundur að safna rúmlega 283 þúsund krónum, eða um 28 prósent af markmiði sínu, en ákvað þrátt fyrir það að hlaupa allt hlaupið á tánum. Guðmundur, sem starfar sem einkaþjálfari hjá World Class, hefur vakið mikla athygli síðustu ár vegna þess að hann ferðast gjarnan um bæinn ber að ofan og fer reglulega fáklæddur í fjallgöngur. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Gumma fyrir rétt rúmu ári síðan þar sem þeir ræddu um steranotkun, klæðaburð Gumma og lífið almennt. Síðustu vikur hefur Guðmundur verið í ströngu hlaupaprógrammi til að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið en langhlaup eru töluvert frábrugðnari þeim lyftingum sem Gummi stundar vanalega. Fjöldi fólks var því spenntur að sjá hvernig Gumma myndi ganga. Veðmálafyrirtækið Coolbet gekk meira að segja svo langt að setja stuðla á það hvort Guðmundur myndi klára hlaupið undir eða yfir fimm og hálfum klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by COOLBET ÍSLAND (@coolbetisland) Á hlaupasíðunni Corsa er Guðmundur skráður eins og hann hafi verið dæmdur úr leik en síðasti skráði tími hans er sex klukkutímar og þrjár eftir 38 kílómetra. Ástæðan fyrir því er að þátttakendur í maraþoninu hafa sex klukkustundir og hálftíma til að ljúka keppni og fá engan skráðan tíma eftir það. Eftir klukkan þrjú hefst sömuleiðis undirbúningur fyrir tónleikana á Arnarhóli, sem hefjast seinna um kvöldið, með tilheyrandi grindverkum og hindrunum á brautinni. Guðmundur nýtti sér grasið óspart enda mun þægilegra að hlaupa berfættur á því en malbiki. Samkvæmt heimildum fréttastofu lét Guðmundar það ekkert á sig fá að skipuleggjendur væru búnir að reisa grindverk á brautinni og fór hringinn í kringum Arnarhól áður en hann kom á endanum í mark eftir sex klukkutíma og fimmtíu mínútur. Hann birti síðan mynd af blóðugum tám sínum á Instagram og skrifaði: „Þekki ég einhvern hjúkrunarfræðing? Sem gæti tékkað á þessu“
Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira