Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar 25. ágúst 2025 07:30 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er búinn að segja A hvað varðar ólöglegu áfengisverslanirnar. Hann vildi eflaust skjóta inn orðinu „meintu“ ólöglegu áfengisverslanirnar. Fyrstu viðbrögð ráðherrans við fréttum um saksókn á hendur einni slíkri verslun voru nefnilega þau að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið hvort þessar verslanir væru yfirleitt brotlegar, úr því yrði að fást skorið fyrir dómstólum. Það verður að segjast eins og er að þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem hafa bæði lesið lagatextann um einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis og síðan fylgst með auglýsingum hinna „meintu“ lögbrjóta um hraðvirka og fyrirstöðulausa afhendingu til einstakra neytenda, annað hvort með heimsendingu eða í verslun. En látum þetta að sinni liggja á milli hluta, fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt A.En verður þörf á segja B? Ráðherrann gerir því skóna að svo gæti farið að ekki nægði að segja A, það er að fá niðurstöðu dómstóla. Heldur var ráðherrann óræður hvað framhaldið snerti en vissulega er það svo að dómsvaldið tekur á brotum á lögum sem löggjafarvaldið setur. Fari svo að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu, sem ætla má að verði raunin, að áfengislögin hafi verið brotin og að stjórnvöldin vilja óbreytt fyrirkomulag, þarf varla nokkru að breyta. En vilji stjórnmálmenn gjörbreytt fyrirkomulag, verða þeir að taka þá umræðu opinberlega og gera ítarlega grein fyrir því á hvaða forsendum þeir byggi afstöðu sína.Haft var eftir vínsala - „meintum“ lögbrjóti - sem hefur haft sig mjög í frammi í orði og á borði að frelsið sigri ætíð að lokum. En frelsi hvers? Það er reyndar augljóst að í hans huga snýst málið um hans eigið frelsi til að fara sínu fram óháð lögum. Ef lögin standi í vegi hans hljóti þeim að verða breytt. Einhver kynni að vilja nálgast þessa frelsisumræðu úr annarri átt og spyrja hvort til standi að frelsa samfélagið undan ágengni manna á borð við hann. Gróðaöfl eða almannaheill? Í sameiginlegri yfirlýsingu helstu forvarnarsamtaka landsins segir meðal annars: „ Samtökin skora á stjórnvöld að hlaupa ekki eftir þeim sem hafa hundsað landslög til að geta hagnast sem mest á sölu áfengis í eigin þágu á kostnað samfélagsins. Nær væri að hlusta á breiðfylkingu heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sem hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að fylgja stefnu sem sannreynt er að þjóni samfélaginu og sé til almannaheilla.“ Heilbrigðisráðherrann, Alma Möller, hefur tekið eindregna afstöðu í anda samþykktrar lýðheilsustefnu Alþingis og í samræmi við sameiginlegt álit heilbrigðisstétta landsins. Vonandi talar heibrigðisráðherrann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í þessu mikilvæga lýðheilsumáli. Hver sem persónuleg skoðun fjármála- og efnahagsráðherra kann að vera í þessu máli vona ég að hann sýni forvarnarsamtökum, heilbrigðisstéttum landsins og öðrum þeim aðilum sem áfengisvandinn brennur á þá virðingu að hlusta á rök þeirra og virða sjónarmið þeirra í þessu efni. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er búinn að segja A hvað varðar ólöglegu áfengisverslanirnar. Hann vildi eflaust skjóta inn orðinu „meintu“ ólöglegu áfengisverslanirnar. Fyrstu viðbrögð ráðherrans við fréttum um saksókn á hendur einni slíkri verslun voru nefnilega þau að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið hvort þessar verslanir væru yfirleitt brotlegar, úr því yrði að fást skorið fyrir dómstólum. Það verður að segjast eins og er að þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem hafa bæði lesið lagatextann um einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis og síðan fylgst með auglýsingum hinna „meintu“ lögbrjóta um hraðvirka og fyrirstöðulausa afhendingu til einstakra neytenda, annað hvort með heimsendingu eða í verslun. En látum þetta að sinni liggja á milli hluta, fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt A.En verður þörf á segja B? Ráðherrann gerir því skóna að svo gæti farið að ekki nægði að segja A, það er að fá niðurstöðu dómstóla. Heldur var ráðherrann óræður hvað framhaldið snerti en vissulega er það svo að dómsvaldið tekur á brotum á lögum sem löggjafarvaldið setur. Fari svo að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu, sem ætla má að verði raunin, að áfengislögin hafi verið brotin og að stjórnvöldin vilja óbreytt fyrirkomulag, þarf varla nokkru að breyta. En vilji stjórnmálmenn gjörbreytt fyrirkomulag, verða þeir að taka þá umræðu opinberlega og gera ítarlega grein fyrir því á hvaða forsendum þeir byggi afstöðu sína.Haft var eftir vínsala - „meintum“ lögbrjóti - sem hefur haft sig mjög í frammi í orði og á borði að frelsið sigri ætíð að lokum. En frelsi hvers? Það er reyndar augljóst að í hans huga snýst málið um hans eigið frelsi til að fara sínu fram óháð lögum. Ef lögin standi í vegi hans hljóti þeim að verða breytt. Einhver kynni að vilja nálgast þessa frelsisumræðu úr annarri átt og spyrja hvort til standi að frelsa samfélagið undan ágengni manna á borð við hann. Gróðaöfl eða almannaheill? Í sameiginlegri yfirlýsingu helstu forvarnarsamtaka landsins segir meðal annars: „ Samtökin skora á stjórnvöld að hlaupa ekki eftir þeim sem hafa hundsað landslög til að geta hagnast sem mest á sölu áfengis í eigin þágu á kostnað samfélagsins. Nær væri að hlusta á breiðfylkingu heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sem hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að fylgja stefnu sem sannreynt er að þjóni samfélaginu og sé til almannaheilla.“ Heilbrigðisráðherrann, Alma Möller, hefur tekið eindregna afstöðu í anda samþykktrar lýðheilsustefnu Alþingis og í samræmi við sameiginlegt álit heilbrigðisstétta landsins. Vonandi talar heibrigðisráðherrann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í þessu mikilvæga lýðheilsumáli. Hver sem persónuleg skoðun fjármála- og efnahagsráðherra kann að vera í þessu máli vona ég að hann sýni forvarnarsamtökum, heilbrigðisstéttum landsins og öðrum þeim aðilum sem áfengisvandinn brennur á þá virðingu að hlusta á rök þeirra og virða sjónarmið þeirra í þessu efni. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar