Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar 25. ágúst 2025 07:30 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er búinn að segja A hvað varðar ólöglegu áfengisverslanirnar. Hann vildi eflaust skjóta inn orðinu „meintu“ ólöglegu áfengisverslanirnar. Fyrstu viðbrögð ráðherrans við fréttum um saksókn á hendur einni slíkri verslun voru nefnilega þau að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið hvort þessar verslanir væru yfirleitt brotlegar, úr því yrði að fást skorið fyrir dómstólum. Það verður að segjast eins og er að þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem hafa bæði lesið lagatextann um einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis og síðan fylgst með auglýsingum hinna „meintu“ lögbrjóta um hraðvirka og fyrirstöðulausa afhendingu til einstakra neytenda, annað hvort með heimsendingu eða í verslun. En látum þetta að sinni liggja á milli hluta, fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt A.En verður þörf á segja B? Ráðherrann gerir því skóna að svo gæti farið að ekki nægði að segja A, það er að fá niðurstöðu dómstóla. Heldur var ráðherrann óræður hvað framhaldið snerti en vissulega er það svo að dómsvaldið tekur á brotum á lögum sem löggjafarvaldið setur. Fari svo að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu, sem ætla má að verði raunin, að áfengislögin hafi verið brotin og að stjórnvöldin vilja óbreytt fyrirkomulag, þarf varla nokkru að breyta. En vilji stjórnmálmenn gjörbreytt fyrirkomulag, verða þeir að taka þá umræðu opinberlega og gera ítarlega grein fyrir því á hvaða forsendum þeir byggi afstöðu sína.Haft var eftir vínsala - „meintum“ lögbrjóti - sem hefur haft sig mjög í frammi í orði og á borði að frelsið sigri ætíð að lokum. En frelsi hvers? Það er reyndar augljóst að í hans huga snýst málið um hans eigið frelsi til að fara sínu fram óháð lögum. Ef lögin standi í vegi hans hljóti þeim að verða breytt. Einhver kynni að vilja nálgast þessa frelsisumræðu úr annarri átt og spyrja hvort til standi að frelsa samfélagið undan ágengni manna á borð við hann. Gróðaöfl eða almannaheill? Í sameiginlegri yfirlýsingu helstu forvarnarsamtaka landsins segir meðal annars: „ Samtökin skora á stjórnvöld að hlaupa ekki eftir þeim sem hafa hundsað landslög til að geta hagnast sem mest á sölu áfengis í eigin þágu á kostnað samfélagsins. Nær væri að hlusta á breiðfylkingu heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sem hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að fylgja stefnu sem sannreynt er að þjóni samfélaginu og sé til almannaheilla.“ Heilbrigðisráðherrann, Alma Möller, hefur tekið eindregna afstöðu í anda samþykktrar lýðheilsustefnu Alþingis og í samræmi við sameiginlegt álit heilbrigðisstétta landsins. Vonandi talar heibrigðisráðherrann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í þessu mikilvæga lýðheilsumáli. Hver sem persónuleg skoðun fjármála- og efnahagsráðherra kann að vera í þessu máli vona ég að hann sýni forvarnarsamtökum, heilbrigðisstéttum landsins og öðrum þeim aðilum sem áfengisvandinn brennur á þá virðingu að hlusta á rök þeirra og virða sjónarmið þeirra í þessu efni. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er búinn að segja A hvað varðar ólöglegu áfengisverslanirnar. Hann vildi eflaust skjóta inn orðinu „meintu“ ólöglegu áfengisverslanirnar. Fyrstu viðbrögð ráðherrans við fréttum um saksókn á hendur einni slíkri verslun voru nefnilega þau að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið hvort þessar verslanir væru yfirleitt brotlegar, úr því yrði að fást skorið fyrir dómstólum. Það verður að segjast eins og er að þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem hafa bæði lesið lagatextann um einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis og síðan fylgst með auglýsingum hinna „meintu“ lögbrjóta um hraðvirka og fyrirstöðulausa afhendingu til einstakra neytenda, annað hvort með heimsendingu eða í verslun. En látum þetta að sinni liggja á milli hluta, fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt A.En verður þörf á segja B? Ráðherrann gerir því skóna að svo gæti farið að ekki nægði að segja A, það er að fá niðurstöðu dómstóla. Heldur var ráðherrann óræður hvað framhaldið snerti en vissulega er það svo að dómsvaldið tekur á brotum á lögum sem löggjafarvaldið setur. Fari svo að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu, sem ætla má að verði raunin, að áfengislögin hafi verið brotin og að stjórnvöldin vilja óbreytt fyrirkomulag, þarf varla nokkru að breyta. En vilji stjórnmálmenn gjörbreytt fyrirkomulag, verða þeir að taka þá umræðu opinberlega og gera ítarlega grein fyrir því á hvaða forsendum þeir byggi afstöðu sína.Haft var eftir vínsala - „meintum“ lögbrjóti - sem hefur haft sig mjög í frammi í orði og á borði að frelsið sigri ætíð að lokum. En frelsi hvers? Það er reyndar augljóst að í hans huga snýst málið um hans eigið frelsi til að fara sínu fram óháð lögum. Ef lögin standi í vegi hans hljóti þeim að verða breytt. Einhver kynni að vilja nálgast þessa frelsisumræðu úr annarri átt og spyrja hvort til standi að frelsa samfélagið undan ágengni manna á borð við hann. Gróðaöfl eða almannaheill? Í sameiginlegri yfirlýsingu helstu forvarnarsamtaka landsins segir meðal annars: „ Samtökin skora á stjórnvöld að hlaupa ekki eftir þeim sem hafa hundsað landslög til að geta hagnast sem mest á sölu áfengis í eigin þágu á kostnað samfélagsins. Nær væri að hlusta á breiðfylkingu heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sem hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að fylgja stefnu sem sannreynt er að þjóni samfélaginu og sé til almannaheilla.“ Heilbrigðisráðherrann, Alma Möller, hefur tekið eindregna afstöðu í anda samþykktrar lýðheilsustefnu Alþingis og í samræmi við sameiginlegt álit heilbrigðisstétta landsins. Vonandi talar heibrigðisráðherrann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í þessu mikilvæga lýðheilsumáli. Hver sem persónuleg skoðun fjármála- og efnahagsráðherra kann að vera í þessu máli vona ég að hann sýni forvarnarsamtökum, heilbrigðisstéttum landsins og öðrum þeim aðilum sem áfengisvandinn brennur á þá virðingu að hlusta á rök þeirra og virða sjónarmið þeirra í þessu efni. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar