„Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. ágúst 2025 13:31 Magnús Máni ásamt fjölskyldu sinni Geirþrúður Ósk Geirsdóttir/Geira Geirs Photography Met var slegið í söfnun áheita í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið en yfir 320 milljónir króna hafa safnast til hinna ýmsu málefna. Sá efsti á lista hlaupara safnaði yfir þremur milljónum fyrir styrktarsjóð vegna endurhæfingar sonar síns. Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardaginn og líkt og undanfarna tæpu tvo áratugi gátu hlauparar safnað áheitum til styrktar góðu málefni. Met var slegið í söfnun áheita þetta árið þar sem yfir þrjú hundruð og tuttugu milljónir króna hafa safnast en hægt er að heita á hlaupara fram til miðnættis í kvöld. Ellefu aðilar hafa safnað meira en milljón krónum hver. Sá sem hefur safnað hæstu upphæðinni er Magnús Helgason sem safnar fyrir styrktarfélag Magnúsar Mána sonar síns en alls hefur hann safnað tæplega þremur og hálfri milljón króna fyrir málefnið. „Höfum verið að berjast fyrir heilsu sonar okkar í erfiðum aðstæðum“ Styrktarfélaginu er ætlað að standa straum af kostnaði vegna endurhæfingar hins fimmtán ára Magnúsar Mána sem veiktist skyndilega sumarið 2023. Alls hafa safnast tæplega sautján milljónir króna í sjóðinn. „Þetta í raun og veru þýðir það að undanfarin tvö ár höfum við verið að berjast fyrir heilsu sonar okkar í erfiðum aðstæðum og þurft að leggja út meginþorra af þeim kostnaði sem hefur hlotist af hingað til. Þetta styrkir okkur að því markmiði sem við og hann höfum ætlað okkur sem er að ná sér að fullu,“ segir Magnús Helgason faðir Magnúsar Mána. Magnús fær hér afhentan verðlaunapening en hann hljóp síðustu 190 metrana í hlaupinu. Sá sem afhendir honum peninginn er Piotr sem hefur aðstoðað Magnús Mána í endurhæfingu sinni.Geirþrúður Ósk Geirsdóttir/Geira Geirs Photography Meðal annars hefur Magnús Máni þurft að sækja endurhæfingu til Madrid á Spáni en auk þess hefur fjölskyldan fengið aðstoð sjúkraþjálfara hér á landi. „Þetta hjálpar okkur í að nýta þá þjónustu sem því miður er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til.“ Tugir liðsfélaga úr Breiðabliki tóku þátt Alls hafa safnast tæplega sautján milljónir króna í styrktarsjóðinn og voru um hundrað og sjötíu manns sem hlupu fyrir hönd félagsins og þar á meðal fjölmargir vinir og félagar Magnúsar Mána. „Við vorum svo gríðarlega heppin að hafa vinkonu okkar og dóttur okkar að halda utan um hlaupið og að hvetja. Meðal annars var ein hugmyndin að fá Breiðablikskrakkana sem Magnús Máni hefur æft með undanfarin ár til að hlaupa þannig að það voru tugir hlaupara sem komu þaðan og við erum gríðarlega þakklát þeim sem hlupu fyrir Magnús og þeir sem hétu á.“ Fjölmargir félagar Magnúsar Mána úr Breiðabliki hlupu til styrktar honum á laugardaginn.Geirþrúður Ósk Geirsdóttir/Geira Geirs Photography Magnús segir hlaupið hafa verið tækifæri fyrir alla sem vilja hjálpa að leggja sín lóð á vogarskálarnar „Þegar maður lendir í svona stóru áfalli eins og þetta var fyrir tveimur árum síðan þá vilja allir hjálpa en enginn veit hvernig og maður kann kannski ekki sjálfur að biðja um hjálpina. Þarna kemur tækifæri fyrir alla að leggja hönd á plóg með orðum, styrkjum og að framkvæma hlaupið. Það er gríðarlega fallegt.“ Segir alla tengja við sögu Magnúsar Mána Magnús Máni gekk sjálfur síðustu 190 metrana í hlaupinu en faðir hans segir tár hafa verið á hvarmi margra sem fylgdust með hlaupinu. „Í geðshræringunni að fara í gegn undir lokin þá tók maður bara eftir fólkinu sem var alveg við hliðarlínuna en hefur heyrt eftir á hvað þetta var rosalega stórt, það voru svo svakalega margir í bænum. Stuðningurinn var gríðarlegur og hugrekki hans að labba þessa síðustu 190 metra er ótrúlegt og maður er svo stoltur af honum að hafa gert þetta.“ Magnús Máni í hlaupinu á laugardag.Geirþrúður Ósk Geirsdóttir/Geira Geirs Photography Hann segir sögu Magnúsar Mána snerta við mörgum. „Það sem hann lendir í það tengja allir við. Þrettán ára gamall íþróttastrákur sem lendir í stuttum veikindum með þessum afleiðinum, það snertir við öllum.“ Hann segir endurhæfinguna hafa gengið hægt og rólega upp á við. „Maður sér ekki fyrir sér af hverju það ætti að stoppa og markmiðið er að ná sér að fullu. Auðvitað gerist þetta hægt en þetta gerist hægt og örugglega að okkur finnst.“ sagði Magnús Helgason hlaupari og faðir Magnúsar Mána. Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Hlaup Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardaginn og líkt og undanfarna tæpu tvo áratugi gátu hlauparar safnað áheitum til styrktar góðu málefni. Met var slegið í söfnun áheita þetta árið þar sem yfir þrjú hundruð og tuttugu milljónir króna hafa safnast en hægt er að heita á hlaupara fram til miðnættis í kvöld. Ellefu aðilar hafa safnað meira en milljón krónum hver. Sá sem hefur safnað hæstu upphæðinni er Magnús Helgason sem safnar fyrir styrktarfélag Magnúsar Mána sonar síns en alls hefur hann safnað tæplega þremur og hálfri milljón króna fyrir málefnið. „Höfum verið að berjast fyrir heilsu sonar okkar í erfiðum aðstæðum“ Styrktarfélaginu er ætlað að standa straum af kostnaði vegna endurhæfingar hins fimmtán ára Magnúsar Mána sem veiktist skyndilega sumarið 2023. Alls hafa safnast tæplega sautján milljónir króna í sjóðinn. „Þetta í raun og veru þýðir það að undanfarin tvö ár höfum við verið að berjast fyrir heilsu sonar okkar í erfiðum aðstæðum og þurft að leggja út meginþorra af þeim kostnaði sem hefur hlotist af hingað til. Þetta styrkir okkur að því markmiði sem við og hann höfum ætlað okkur sem er að ná sér að fullu,“ segir Magnús Helgason faðir Magnúsar Mána. Magnús fær hér afhentan verðlaunapening en hann hljóp síðustu 190 metrana í hlaupinu. Sá sem afhendir honum peninginn er Piotr sem hefur aðstoðað Magnús Mána í endurhæfingu sinni.Geirþrúður Ósk Geirsdóttir/Geira Geirs Photography Meðal annars hefur Magnús Máni þurft að sækja endurhæfingu til Madrid á Spáni en auk þess hefur fjölskyldan fengið aðstoð sjúkraþjálfara hér á landi. „Þetta hjálpar okkur í að nýta þá þjónustu sem því miður er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til.“ Tugir liðsfélaga úr Breiðabliki tóku þátt Alls hafa safnast tæplega sautján milljónir króna í styrktarsjóðinn og voru um hundrað og sjötíu manns sem hlupu fyrir hönd félagsins og þar á meðal fjölmargir vinir og félagar Magnúsar Mána. „Við vorum svo gríðarlega heppin að hafa vinkonu okkar og dóttur okkar að halda utan um hlaupið og að hvetja. Meðal annars var ein hugmyndin að fá Breiðablikskrakkana sem Magnús Máni hefur æft með undanfarin ár til að hlaupa þannig að það voru tugir hlaupara sem komu þaðan og við erum gríðarlega þakklát þeim sem hlupu fyrir Magnús og þeir sem hétu á.“ Fjölmargir félagar Magnúsar Mána úr Breiðabliki hlupu til styrktar honum á laugardaginn.Geirþrúður Ósk Geirsdóttir/Geira Geirs Photography Magnús segir hlaupið hafa verið tækifæri fyrir alla sem vilja hjálpa að leggja sín lóð á vogarskálarnar „Þegar maður lendir í svona stóru áfalli eins og þetta var fyrir tveimur árum síðan þá vilja allir hjálpa en enginn veit hvernig og maður kann kannski ekki sjálfur að biðja um hjálpina. Þarna kemur tækifæri fyrir alla að leggja hönd á plóg með orðum, styrkjum og að framkvæma hlaupið. Það er gríðarlega fallegt.“ Segir alla tengja við sögu Magnúsar Mána Magnús Máni gekk sjálfur síðustu 190 metrana í hlaupinu en faðir hans segir tár hafa verið á hvarmi margra sem fylgdust með hlaupinu. „Í geðshræringunni að fara í gegn undir lokin þá tók maður bara eftir fólkinu sem var alveg við hliðarlínuna en hefur heyrt eftir á hvað þetta var rosalega stórt, það voru svo svakalega margir í bænum. Stuðningurinn var gríðarlegur og hugrekki hans að labba þessa síðustu 190 metra er ótrúlegt og maður er svo stoltur af honum að hafa gert þetta.“ Magnús Máni í hlaupinu á laugardag.Geirþrúður Ósk Geirsdóttir/Geira Geirs Photography Hann segir sögu Magnúsar Mána snerta við mörgum. „Það sem hann lendir í það tengja allir við. Þrettán ára gamall íþróttastrákur sem lendir í stuttum veikindum með þessum afleiðinum, það snertir við öllum.“ Hann segir endurhæfinguna hafa gengið hægt og rólega upp á við. „Maður sér ekki fyrir sér af hverju það ætti að stoppa og markmiðið er að ná sér að fullu. Auðvitað gerist þetta hægt en þetta gerist hægt og örugglega að okkur finnst.“ sagði Magnús Helgason hlaupari og faðir Magnúsar Mána.
Reykjavíkurmaraþon Heilbrigðismál Hlaup Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira