Enski boltinn

Borga fjöru­tíu milljónir punda fyrir kant­mann sem skoraði tvö mörk í fyrra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyler Dibling mun leika í treyju númer tuttugu hjá Everton.
Tyler Dibling mun leika í treyju númer tuttugu hjá Everton. epa/ADAM VAUGHAN

Everton hefur fest kaup á enska kantmanninum Tyler Dibling frá Southampton.

Everton greiðir fjörutíu milljónir punda fyrir hinn nítján ára Dibling. Hann er áttundi leikmaðurinn sem Everton fær í sumar.

Dibling lék 33 leiki með Southampton í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, skoraði tvö mörk en lagði ekkert upp. Dýrlingarnir enduðu í neðsta sæti deildarinnar og fengu aðeins tólf stig.

Dibling hlakkar til að skora fyrir David Moyes, knattspyrnustjóra Everton.

„Ég held að stjórinn sé fullkominn fyrir mig. Hann hefur hjálpað svo mörgum sem hafa verið í minni stöðu. Ég hef rætt við hann og veit að hann mun reynast mér vel,“ sagði Dibling.

„Markmiðið er að spila sem flesta leiki og hjálpa liðinu með mörkum og stoðsendingum. Vonandi getum við sem lið átt gott tímabil og við sjáum hvert það leiðir.“

Everton vann 2-0 sigur á Brighton á sunnudaginn í fyrsta leiknum á nýja heimavelli liðsins, Hill Dickinson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×