Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 22:31 Arsenal ætlar að passa vel upp á Max Dowman og sjá til þess að þetta undrabarn verði að alvöru leikmanni. EPA/ANDY RAIN Max Dowman er nógu gamall til að spila í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal þarf aftur á móti að passa sérstaklega upp á þennan fimmtán ára strák utan vallar. Dowman varð næstyngsti leikmaður sögunnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Leeds um helgina. Dowman var aðeins 15 ára og 234 daga gamall á þessum degi því hann er fæddur 31. desember 2009. Dowman minnti strax á sig og fiskaði meðal annars vítið sem gaf fimmta mark Arsenal. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Breska ríkisútvarpið forvitnaðist um hvernig Arsenal er að passa upp á þennan stórefnilega strák. Dowman hefur verið í kringum aðallið Arsenal síðan hann var fjórtán ára gamall og knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur því vitað lengi af honum. Æfði með aðalliðinu í janúar Það var pressa á síðasta tímabili að gefa honum tækifæri ekki síst eftir að fréttist af stráknum í æfingaferð liðsins í Dúbaí í janúar. Arteta beið með það en tók Dowman inn á þessu undirbúningstímabili þar sem strákurinn átti góða innkomu í nokkrum leikjum. Það fylgja því hins vegar skyldur að vera með svona ungan leikmann í liðinu. Reglurnar segja að Dowman má ekki skipta um föt í sama búningsklefa og aðrir leikmenn liðsins. Hann má þó fara inn í klefann þegar allir eru klæddir og Arteta og teymi hans flytja liðsræðuna. Þjálfarateymi Arsenal hefur verið að kanna viðbrögð stráksins við mismunandi hlutverkum á síðustu vikum. Skoða hvernig hann bregst við því að vera á bekknum, fá að æfa með aðalliðinu eða þegar hann er ekki valinn í hópinn eins og í fyrstu umferðinni á móti Manchester United. Með sérstakan öryggisvörð Einn af öryggisvörðum liðsins er með það hlutverk að fylgjast sérstaklega með Dowman. Sami öryggisvörður sat við hlið Dowman á Old Trafford þegar strákurinn ferðaðist með liðinu en komst ekki á skýrslu. Það blasir við að Dowman muni eigi langan og farsælan fótboltaferil en Arsenal passar líka upp á það að hann klári skólann með fótboltanum. Per Mertesacker, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi unglingaþjálfari, leggur mikla áherslu á það að ungir leikmenn félagsins sinni líka náminu. Dowman þarf því að taka hluta dagsins í skólanámið. Declan Rice er síðan að koma sterkur inn í að styðja við unga leikmenn aðalliðsins og Dowman er þar ekki undanskilinn. Rice fær kannski ekki að bera fyrirliðabandið en er sannur leiðtogi. Hér má lesa meira um úttekt BBC á því hvernig Arsenal passar upp á undrabarnið sitt. Enski boltinn Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira
Dowman varð næstyngsti leikmaður sögunnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Leeds um helgina. Dowman var aðeins 15 ára og 234 daga gamall á þessum degi því hann er fæddur 31. desember 2009. Dowman minnti strax á sig og fiskaði meðal annars vítið sem gaf fimmta mark Arsenal. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Breska ríkisútvarpið forvitnaðist um hvernig Arsenal er að passa upp á þennan stórefnilega strák. Dowman hefur verið í kringum aðallið Arsenal síðan hann var fjórtán ára gamall og knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur því vitað lengi af honum. Æfði með aðalliðinu í janúar Það var pressa á síðasta tímabili að gefa honum tækifæri ekki síst eftir að fréttist af stráknum í æfingaferð liðsins í Dúbaí í janúar. Arteta beið með það en tók Dowman inn á þessu undirbúningstímabili þar sem strákurinn átti góða innkomu í nokkrum leikjum. Það fylgja því hins vegar skyldur að vera með svona ungan leikmann í liðinu. Reglurnar segja að Dowman má ekki skipta um föt í sama búningsklefa og aðrir leikmenn liðsins. Hann má þó fara inn í klefann þegar allir eru klæddir og Arteta og teymi hans flytja liðsræðuna. Þjálfarateymi Arsenal hefur verið að kanna viðbrögð stráksins við mismunandi hlutverkum á síðustu vikum. Skoða hvernig hann bregst við því að vera á bekknum, fá að æfa með aðalliðinu eða þegar hann er ekki valinn í hópinn eins og í fyrstu umferðinni á móti Manchester United. Með sérstakan öryggisvörð Einn af öryggisvörðum liðsins er með það hlutverk að fylgjast sérstaklega með Dowman. Sami öryggisvörður sat við hlið Dowman á Old Trafford þegar strákurinn ferðaðist með liðinu en komst ekki á skýrslu. Það blasir við að Dowman muni eigi langan og farsælan fótboltaferil en Arsenal passar líka upp á það að hann klári skólann með fótboltanum. Per Mertesacker, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi unglingaþjálfari, leggur mikla áherslu á það að ungir leikmenn félagsins sinni líka náminu. Dowman þarf því að taka hluta dagsins í skólanámið. Declan Rice er síðan að koma sterkur inn í að styðja við unga leikmenn aðalliðsins og Dowman er þar ekki undanskilinn. Rice fær kannski ekki að bera fyrirliðabandið en er sannur leiðtogi. Hér má lesa meira um úttekt BBC á því hvernig Arsenal passar upp á undrabarnið sitt.
Enski boltinn Mest lesið Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sjá meira