Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 22:31 Arsenal ætlar að passa vel upp á Max Dowman og sjá til þess að þetta undrabarn verði að alvöru leikmanni. EPA/ANDY RAIN Max Dowman er nógu gamall til að spila í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal þarf aftur á móti að passa sérstaklega upp á þennan fimmtán ára strák utan vallar. Dowman varð næstyngsti leikmaður sögunnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Leeds um helgina. Dowman var aðeins 15 ára og 234 daga gamall á þessum degi því hann er fæddur 31. desember 2009. Dowman minnti strax á sig og fiskaði meðal annars vítið sem gaf fimmta mark Arsenal. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Breska ríkisútvarpið forvitnaðist um hvernig Arsenal er að passa upp á þennan stórefnilega strák. Dowman hefur verið í kringum aðallið Arsenal síðan hann var fjórtán ára gamall og knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur því vitað lengi af honum. Æfði með aðalliðinu í janúar Það var pressa á síðasta tímabili að gefa honum tækifæri ekki síst eftir að fréttist af stráknum í æfingaferð liðsins í Dúbaí í janúar. Arteta beið með það en tók Dowman inn á þessu undirbúningstímabili þar sem strákurinn átti góða innkomu í nokkrum leikjum. Það fylgja því hins vegar skyldur að vera með svona ungan leikmann í liðinu. Reglurnar segja að Dowman má ekki skipta um föt í sama búningsklefa og aðrir leikmenn liðsins. Hann má þó fara inn í klefann þegar allir eru klæddir og Arteta og teymi hans flytja liðsræðuna. Þjálfarateymi Arsenal hefur verið að kanna viðbrögð stráksins við mismunandi hlutverkum á síðustu vikum. Skoða hvernig hann bregst við því að vera á bekknum, fá að æfa með aðalliðinu eða þegar hann er ekki valinn í hópinn eins og í fyrstu umferðinni á móti Manchester United. Með sérstakan öryggisvörð Einn af öryggisvörðum liðsins er með það hlutverk að fylgjast sérstaklega með Dowman. Sami öryggisvörður sat við hlið Dowman á Old Trafford þegar strákurinn ferðaðist með liðinu en komst ekki á skýrslu. Það blasir við að Dowman muni eigi langan og farsælan fótboltaferil en Arsenal passar líka upp á það að hann klári skólann með fótboltanum. Per Mertesacker, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi unglingaþjálfari, leggur mikla áherslu á það að ungir leikmenn félagsins sinni líka náminu. Dowman þarf því að taka hluta dagsins í skólanámið. Declan Rice er síðan að koma sterkur inn í að styðja við unga leikmenn aðalliðsins og Dowman er þar ekki undanskilinn. Rice fær kannski ekki að bera fyrirliðabandið en er sannur leiðtogi. Hér má lesa meira um úttekt BBC á því hvernig Arsenal passar upp á undrabarnið sitt. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Dowman varð næstyngsti leikmaður sögunnar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Leeds um helgina. Dowman var aðeins 15 ára og 234 daga gamall á þessum degi því hann er fæddur 31. desember 2009. Dowman minnti strax á sig og fiskaði meðal annars vítið sem gaf fimmta mark Arsenal. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Breska ríkisútvarpið forvitnaðist um hvernig Arsenal er að passa upp á þennan stórefnilega strák. Dowman hefur verið í kringum aðallið Arsenal síðan hann var fjórtán ára gamall og knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur því vitað lengi af honum. Æfði með aðalliðinu í janúar Það var pressa á síðasta tímabili að gefa honum tækifæri ekki síst eftir að fréttist af stráknum í æfingaferð liðsins í Dúbaí í janúar. Arteta beið með það en tók Dowman inn á þessu undirbúningstímabili þar sem strákurinn átti góða innkomu í nokkrum leikjum. Það fylgja því hins vegar skyldur að vera með svona ungan leikmann í liðinu. Reglurnar segja að Dowman má ekki skipta um föt í sama búningsklefa og aðrir leikmenn liðsins. Hann má þó fara inn í klefann þegar allir eru klæddir og Arteta og teymi hans flytja liðsræðuna. Þjálfarateymi Arsenal hefur verið að kanna viðbrögð stráksins við mismunandi hlutverkum á síðustu vikum. Skoða hvernig hann bregst við því að vera á bekknum, fá að æfa með aðalliðinu eða þegar hann er ekki valinn í hópinn eins og í fyrstu umferðinni á móti Manchester United. Með sérstakan öryggisvörð Einn af öryggisvörðum liðsins er með það hlutverk að fylgjast sérstaklega með Dowman. Sami öryggisvörður sat við hlið Dowman á Old Trafford þegar strákurinn ferðaðist með liðinu en komst ekki á skýrslu. Það blasir við að Dowman muni eigi langan og farsælan fótboltaferil en Arsenal passar líka upp á það að hann klári skólann með fótboltanum. Per Mertesacker, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi unglingaþjálfari, leggur mikla áherslu á það að ungir leikmenn félagsins sinni líka náminu. Dowman þarf því að taka hluta dagsins í skólanámið. Declan Rice er síðan að koma sterkur inn í að styðja við unga leikmenn aðalliðsins og Dowman er þar ekki undanskilinn. Rice fær kannski ekki að bera fyrirliðabandið en er sannur leiðtogi. Hér má lesa meira um úttekt BBC á því hvernig Arsenal passar upp á undrabarnið sitt.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira