„Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2025 21:44 Magnús Már hefur ekki áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir að Afturelding hafi ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Hann hefur enn mikla trú á verkefninu. Vísir/Anton Brink Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var með svör á reiðum höndum er hann mætti í viðtal eftir svekkjandi 4-3 tap liðsins gegn Val í kvöld. „Þetta var lélegt korter hjá okkur sem drepur þennan leik. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik, mikil gleði í spilinu hjá okkur og mér fannst við geta skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. „Við vorum að gera frábærlega og erum ofan á í öllum atriðum leiksins. En þeir eru með gott lið og koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og setja þrjú mörk á korteri. Það er náttúrulega ekki boðlegt og fer með þennan leik. Þeir eru góðir í föstum leikatriðum, við vissum það, og þeir skora fyrsta markið úr föstu leikatriði. Það snýr þessum leik svolítið og þeir fá trú á meðan við gáfum svolítið eftir á þessum kafla.“ Magnús gat þó ekki sett puttann nákvæmlega á það sem fór úrskeiðis á þessu umrædda korteri. „Þeir bara einhvernveginn ná að herja á okkur, ná þessu marki inn og fá aukna trú. Við gerum mistök í þessum mörkum sem þeir skora, það er ekki spurning, og þeir ná mómentinu með sér. En það var bara í þetta korter og svo komum við aftur inn í þetta.“ „Þetta aukaspyrnumark er svo náttúrulega bara frábært hjá Tryggva. Þá vorum við einmitt að komast almennilega inn í þetta þannig það var svekkjandi líka að fá það mark á sig.“ Þrátt fyrir að Magnús hafi verið ánægður með spilamennsku liðsins á stórum köflum í kvöld verður liðið nú að horfast í augu við þá staðreynd að Afturelding hefur ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Magnús segist þó ekki hafa neinar áhyggjur. „Nei. Ég hefði áhyggjur ef við hefðum lagst niður hérna og hætt í seinni hálfleik. Sérstaklega ef við hefðum gert það þegar við lentum 3-2 undir. En það er alls ekki þannig. Það er mikil trú í þessu liði og um það sem við erum að gera.“ „Einu fjórir tapleikirnir okkar síðan í maí eru líka bara á móti liðum sem eru mjög öflug. Þessi töp eru að koma á mjög erfiðum útivöllum og síðan við töpuðum fyrir Val í maí erum við bara búnir að tapa fjórum leikjum. Þetta er mikið af jafnteflum sem við þurfum að breyta í sigra, en trúin er til staðar. Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina, Í túninu heima, og þú ert velkominn. Það verður stemning á vellinum á sunnudeginum á móti FH.“ Besta deild karla Valur Afturelding Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
„Þetta var lélegt korter hjá okkur sem drepur þennan leik. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik, mikil gleði í spilinu hjá okkur og mér fannst við geta skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. „Við vorum að gera frábærlega og erum ofan á í öllum atriðum leiksins. En þeir eru með gott lið og koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og setja þrjú mörk á korteri. Það er náttúrulega ekki boðlegt og fer með þennan leik. Þeir eru góðir í föstum leikatriðum, við vissum það, og þeir skora fyrsta markið úr föstu leikatriði. Það snýr þessum leik svolítið og þeir fá trú á meðan við gáfum svolítið eftir á þessum kafla.“ Magnús gat þó ekki sett puttann nákvæmlega á það sem fór úrskeiðis á þessu umrædda korteri. „Þeir bara einhvernveginn ná að herja á okkur, ná þessu marki inn og fá aukna trú. Við gerum mistök í þessum mörkum sem þeir skora, það er ekki spurning, og þeir ná mómentinu með sér. En það var bara í þetta korter og svo komum við aftur inn í þetta.“ „Þetta aukaspyrnumark er svo náttúrulega bara frábært hjá Tryggva. Þá vorum við einmitt að komast almennilega inn í þetta þannig það var svekkjandi líka að fá það mark á sig.“ Þrátt fyrir að Magnús hafi verið ánægður með spilamennsku liðsins á stórum köflum í kvöld verður liðið nú að horfast í augu við þá staðreynd að Afturelding hefur ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Magnús segist þó ekki hafa neinar áhyggjur. „Nei. Ég hefði áhyggjur ef við hefðum lagst niður hérna og hætt í seinni hálfleik. Sérstaklega ef við hefðum gert það þegar við lentum 3-2 undir. En það er alls ekki þannig. Það er mikil trú í þessu liði og um það sem við erum að gera.“ „Einu fjórir tapleikirnir okkar síðan í maí eru líka bara á móti liðum sem eru mjög öflug. Þessi töp eru að koma á mjög erfiðum útivöllum og síðan við töpuðum fyrir Val í maí erum við bara búnir að tapa fjórum leikjum. Þetta er mikið af jafnteflum sem við þurfum að breyta í sigra, en trúin er til staðar. Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina, Í túninu heima, og þú ert velkominn. Það verður stemning á vellinum á sunnudeginum á móti FH.“
Besta deild karla Valur Afturelding Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira