Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2025 09:36 Armand Duplantis er einn af stærstu frjálsíþróttastjörnum heims og virðist duglegur að sinna aðdáendum. Getty/Beata Zawrzel Þegar unga stangarstökkskonan Klaara Kivistö, þá 14 ára gömul, gaf heimsmethafanum Armand Duplantis armband óraði hana ekki fyrir því að hann myndi enn hafa það á úlnliðnum, til heilla, þremur árum síðar. Duplantis hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru á síðustu árum, eða alls þrettán met frá árinu 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra og sló met Renaud Lavillenie. Núna er metið 6,29 metrar. Síðustu þrjú ár hefur hann oftar en ekki verið með armband sem hann fékk að gjöf frá stelpu í Helsinki 2022, í tengslum við árlega frjálsíþróttakeppni á milli Svíþjóðar og Finnlands. Það var svo ekki fyrr en í gær sem að Duplantis komst að því hver stelpan var, þegar Aftonbladet í Svíþjóð lét hann vita en blaðið hafði þá fengið póst frá pabba Kivistö, eftir fyrri frétt um armbandið. „Ég hafði litið upp til hans í mörg ár og datt í hug að gera armband í sænsku fánalitunum og með nafninu hans,“ sagði Kivistö við Aftonbladet. „Hann virtist í alvöru þakklátur og ég var mjög glöð,“ sagði Kivistö en spáði svo ekki mikið meira í það fyrr en þremur árum seinna, þegar hún var að horfa á Duplantis keppa í sjónvarpinu. „Þá sá ég að Mondo var með armbandið „mitt“. Ég trúði ekki eigin augum. Ég fór svo á Instagram og sá fjölda mynda af honum með armbandið, ekki bara í keppni heldur einnig á öðrum vettvangi. Ég er oft búin að „læka“ myndirnar hans á Instagram en pældi aldrei í armbandinu,“ sagði Kivistö. Ungur aðdáandi Duplantis með skilti á Demantamóti í Póllandi fyrr í þessum mánuði.Getty/Beata Zawrzel Duplantis var fljótur að kveikja þegar Aftonbladet sýndi honum mynd af stelpunni sem gaf honum armbandið, þó að þrjú ár væru liðin. „Var það hún sem gaf mér armbandið?! Já, núna man ég þetta. En ég þarf eiginlega nýtt svo getið þið hjálpað mér að ná sambandi við hana? Þetta var svo fallegt. Ég er búinn að vera með þetta allt þetta ár. Það hefur fært mér mikla lukku,“ sagði Duplantis við Aftonbladet. Kivistö var að sjálfsögðu til í að búa til nýtt armband og hefur Duplantis lofað að gefa henni góða gjöf í staðinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Duplantis hefur sett hvert heimsmetið á fætur öðru á síðustu árum, eða alls þrettán met frá árinu 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra og sló met Renaud Lavillenie. Núna er metið 6,29 metrar. Síðustu þrjú ár hefur hann oftar en ekki verið með armband sem hann fékk að gjöf frá stelpu í Helsinki 2022, í tengslum við árlega frjálsíþróttakeppni á milli Svíþjóðar og Finnlands. Það var svo ekki fyrr en í gær sem að Duplantis komst að því hver stelpan var, þegar Aftonbladet í Svíþjóð lét hann vita en blaðið hafði þá fengið póst frá pabba Kivistö, eftir fyrri frétt um armbandið. „Ég hafði litið upp til hans í mörg ár og datt í hug að gera armband í sænsku fánalitunum og með nafninu hans,“ sagði Kivistö við Aftonbladet. „Hann virtist í alvöru þakklátur og ég var mjög glöð,“ sagði Kivistö en spáði svo ekki mikið meira í það fyrr en þremur árum seinna, þegar hún var að horfa á Duplantis keppa í sjónvarpinu. „Þá sá ég að Mondo var með armbandið „mitt“. Ég trúði ekki eigin augum. Ég fór svo á Instagram og sá fjölda mynda af honum með armbandið, ekki bara í keppni heldur einnig á öðrum vettvangi. Ég er oft búin að „læka“ myndirnar hans á Instagram en pældi aldrei í armbandinu,“ sagði Kivistö. Ungur aðdáandi Duplantis með skilti á Demantamóti í Póllandi fyrr í þessum mánuði.Getty/Beata Zawrzel Duplantis var fljótur að kveikja þegar Aftonbladet sýndi honum mynd af stelpunni sem gaf honum armbandið, þó að þrjú ár væru liðin. „Var það hún sem gaf mér armbandið?! Já, núna man ég þetta. En ég þarf eiginlega nýtt svo getið þið hjálpað mér að ná sambandi við hana? Þetta var svo fallegt. Ég er búinn að vera með þetta allt þetta ár. Það hefur fært mér mikla lukku,“ sagði Duplantis við Aftonbladet. Kivistö var að sjálfsögðu til í að búa til nýtt armband og hefur Duplantis lofað að gefa henni góða gjöf í staðinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira