Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2025 07:01 Florian Wirtz á enn eftir að koma að marki í ensku úrvalsdeidlinni eftir tvo leiki. EPA/ADAM VAUGHAN Strákarnir í Fantasýn gefa íslenskum Fantasy spilurum góð ráð fyrir komandi umferð í nýjasta þætti sínum og eitt stærsta spurningamerkið er í kringum framtíð stjórstjörnu Liverpool í Fantasy leiknum. Florian Wirtz hefur ekki fundið sig í fyrstu tveimur leikjum sínum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur vissulega unnið báða leikina þökk sé góðum innkomu hjá varamönnum liðsins en dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins hefur skilað litlu. Þegar kemur að Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar þá hefur Wirtz svo sannarlega brugðist eigendum sínum. En hvað á að gera með hann? Er hann alveg vonlaus eða eru þetta bara byrjendabras? Strákarnir í Fantasýn, Fantasy Premier League hlaðvarpi Sýnar, ræddu hvað sé hægt að gera með þýska sóknarmanninn sem á enn eftir að koma að marki í deildinni eftir tvo leiki. Þáttastjórnendur hjá Fantasýn eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. „Maður er strax farinn að hafa áhyggjur af Florian Wirtz,“ sagði Albert sem er sjálfur Liverpool maður. Það eru öll ljós blikkandi „Hann var að gera mistök og hann var að missa boltann. Það er eitthvað ekki alveg að ganga upp þar,“ sagði Albert. „Það eru öll ljós blikkandi,“ skaut Sindri inn í. „Það eru mörg ljós blikkandi,“ viðurkenndi Albert en Sindri hélt áfram: „Það er ekki hægt að tala saman í kringum hann því það er allt í pípi og öll ljós blikka,“ sagði Sindri stríðinn. „Þetta er eins og gamli bílinn minn. Hann pípti bara við allt sem þú gerðir í bílnum. Þú vissir aldrei hvað væri í gangi,“ sagði Albert. Erum kannski fullleiðinlegir við hann „Við erum kannski fullleiðinlegir við hann. Hann er með fullt hús stiga eftir tvo leiki,“ sagði Albert. „Hvað meinar þú með fullt hús stiga? Liverpool er með full hús stiga,“ sagði Sindri „Þetta er liðsíþrótt Sindri,“ sagði Albert. „En ekki í Fantasy,“ sagði Sindri. „Hann er ekki með mörg stig í Fantasy en ég tók þá ákvörðun í gær. Ég vissi að hann væri að fara lækka í verði en ég ákvað bara að leyfa honum að lækka. Ég seldi hann ekki,“ sagði Albert. „Ég ákvað að halda honum en líka út af þessari óvissu með [Cole] Palmer og þessi óvissa með Strand Larsen en þeir eru báðir í mínu liði. Það eru einhverjir leikir í Carabao og einhverjir gætu meiðst þar,“ sagði Albert. Þú ert í erfiðri stöðu „Það er margt sem getur gerst og ég var ekki alveg tilbúinn að ýta á Wild card takkann eða fría takkann. Ég ákvað bara að bíða og sjá,“ sagði Albert. „Í þessari sjúkrahús samlíkingu, þá stendur þú blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi,“ sagði Sindri. „Já ég myndi segja það,“ sagði Albert. „Þú ert í erfiðri stöðu. Það eru þrír þungt haldnir leikmenn á börunum. Þú getur bara bjargað einum og þú velur að handpumpa Wirtz,“ sagði Sindri. „Ég vel Wirtz af því að ég þarf að halda lífi í honum af því að ég er með mestu peningana í honum,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir ofan. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Florian Wirtz hefur ekki fundið sig í fyrstu tveimur leikjum sínum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur vissulega unnið báða leikina þökk sé góðum innkomu hjá varamönnum liðsins en dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins hefur skilað litlu. Þegar kemur að Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar þá hefur Wirtz svo sannarlega brugðist eigendum sínum. En hvað á að gera með hann? Er hann alveg vonlaus eða eru þetta bara byrjendabras? Strákarnir í Fantasýn, Fantasy Premier League hlaðvarpi Sýnar, ræddu hvað sé hægt að gera með þýska sóknarmanninn sem á enn eftir að koma að marki í deildinni eftir tvo leiki. Þáttastjórnendur hjá Fantasýn eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. „Maður er strax farinn að hafa áhyggjur af Florian Wirtz,“ sagði Albert sem er sjálfur Liverpool maður. Það eru öll ljós blikkandi „Hann var að gera mistök og hann var að missa boltann. Það er eitthvað ekki alveg að ganga upp þar,“ sagði Albert. „Það eru öll ljós blikkandi,“ skaut Sindri inn í. „Það eru mörg ljós blikkandi,“ viðurkenndi Albert en Sindri hélt áfram: „Það er ekki hægt að tala saman í kringum hann því það er allt í pípi og öll ljós blikka,“ sagði Sindri stríðinn. „Þetta er eins og gamli bílinn minn. Hann pípti bara við allt sem þú gerðir í bílnum. Þú vissir aldrei hvað væri í gangi,“ sagði Albert. Erum kannski fullleiðinlegir við hann „Við erum kannski fullleiðinlegir við hann. Hann er með fullt hús stiga eftir tvo leiki,“ sagði Albert. „Hvað meinar þú með fullt hús stiga? Liverpool er með full hús stiga,“ sagði Sindri „Þetta er liðsíþrótt Sindri,“ sagði Albert. „En ekki í Fantasy,“ sagði Sindri. „Hann er ekki með mörg stig í Fantasy en ég tók þá ákvörðun í gær. Ég vissi að hann væri að fara lækka í verði en ég ákvað bara að leyfa honum að lækka. Ég seldi hann ekki,“ sagði Albert. „Ég ákvað að halda honum en líka út af þessari óvissu með [Cole] Palmer og þessi óvissa með Strand Larsen en þeir eru báðir í mínu liði. Það eru einhverjir leikir í Carabao og einhverjir gætu meiðst þar,“ sagði Albert. Þú ert í erfiðri stöðu „Það er margt sem getur gerst og ég var ekki alveg tilbúinn að ýta á Wild card takkann eða fría takkann. Ég ákvað bara að bíða og sjá,“ sagði Albert. „Í þessari sjúkrahús samlíkingu, þá stendur þú blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi,“ sagði Sindri. „Já ég myndi segja það,“ sagði Albert. „Þú ert í erfiðri stöðu. Það eru þrír þungt haldnir leikmenn á börunum. Þú getur bara bjargað einum og þú velur að handpumpa Wirtz,“ sagði Sindri. „Ég vel Wirtz af því að ég þarf að halda lífi í honum af því að ég er með mestu peningana í honum,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir ofan.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira