Körfubolti

Mynda­syrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice

Valur Páll Eiríksson skrifar
Það var fjölmennt og Íslendingar hreinlega tóku yfir strætið.
Það var fjölmennt og Íslendingar hreinlega tóku yfir strætið. Vísir/Hulda Margrét

Um 1.500 Íslendingar eru saman komnir er í Katowice í Póllandi fyrir fyrsta leik liðsins á EM í körfubolta. Þeir íslensku tóku yfir miðborgina á morgni leikdags og stemningin einkar góð.

Íslenski stuðningshópurinn hittist á staðnum Green Point í miðbæ Katowice klukkan ellefu að staðartíma, um þremur klukkustundum fyrir leik. Á örfáum mínútum sáust ekkert nema bláar treyjur þar sem okkar fólk hreinlega tók yfir götuna.

Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, var með myndavélina á lofti og afraksturinn má sjá að neðan.

Landsleikur Íslands og Ísraels hefst klukkan 12:00 og er lýst í beinni textalýsingu hér.

Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vesturbæjarvinir.Vísir/Hulda Margrét
Knús!Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Treyjurnar ruku út eins og heitar lummur.Vísir/Hulda Margrét
Grindvíkingar láta sig ekki vanta.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Logi var inni á vellinum síðast þegar Ísland var á EM.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir lét sig ekki vanta.Vísir/Hulda Margrét
Guðbjörg Norðfjörð, fyrrum formaður KKÍ, var í stuði.Vísir/Hulda Margrét
Ásmundur Einar Daðason, fyrrum ráðherra íþróttamála, er mættur.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Flúrin þurfa að vera í lagi. Móðir og systir Martins Hermannssonar eru auðvitað mættar.Vísir/Hulda Margrét
Meðal yngri stuðningsmanna Íslands í Katowice.Vísir/Hulda Margrét
Stuðningsmenn Íslands hjálpuðu til við vegavinnu í nágrenninu.Vísir/Hulda Margrét
Íslandsblátt ljós við barinn.Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×