Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Eins og kunnugt er eru fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu. Okkur þykir mikilvægt að þar verði byggð upp verðmætaskapandi starfsemi í framtíðinni og svæðið haldi áfram að blómstra. Margt gæti komið til greina svo sem endurhæfingarstöð, alþjóðlegt þjálfunar- eða fræðasetur, heilsutengd ferðaþjónusta eða annars konar paradís fyrir ferðamenn, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu möguleikum sem staðurinn býður upp á. Á Bifröst búa í dag á þriðja hundrað flóttamenn frá Úkraínu. Í upphafi Úkraínustríðsins var gerður þríhliða samningur milli ríkisins, Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um að koma á fót móttökustöð, úrræði sem átti að vara í 3 mánuði. Stríðinu hefur enn ekki lokið og þeir sem útskrifuðust úr verkefninu völdu margir að búa áfram á Bifröst á þeim friðsæla og undurfallega stað, nálægt löndum sínum, rétt eins og Íslendingar hefðu valið í svipuðum aðstæðum. Rúmlega helmingur Úkraínubúanna hefur komið undir sig fótunum en yfir hundrað manns hafa ekki gert það, ýmist vegna aldurs eða annarra aðstæðna. Á Bifröst er enga vinnu að fá og erfitt getur reynst að koma bíllausu fólki í virkni. Eftir að ríkið hætti að greiða fyrir uppihald flóttafólksins hefur sá kostnaður nú fallið alfarið á sveitafélagið. Um ræðir einungis 4000 manna sveitarfélag, með marga dreifða íbúakjarna, sem hefur ekki bolmagn til að sjá svona miklum fjölda farborða. Hefur verkefnið komið sveitarfélaginu í fjárhagslegan vítahring, víti til varnaðar fyrir önnur sveitafélög í landinu, ef ríkið stígur ekki inn og greiðir úr þeirri stöðu sem upp er komin. Við getum öll verið sammála um að Bifröst er fallegur og friðsæll staður, og var þess vegna kjörinn griðastaður, tímabundinn móttökustaður þar sem fólk flýr hörmungar stríðs. Staðurinn er hins vegar ekki heppilegur til að aðlagast Íslandi, gera fólk sjálfbært í þjóðfélaginu og að virkum þegnum. Að vissum tíma liðnum hefði átt að fylgja því eftir að koma fólki í virkni og á stað þar sem það væri hægt. Það var ekki gert. Svo virðist sem hópurinn hafi gleymst á Bifröst og ríkið sleppt af honum hendinni. Fyrir bragðið situr Borgarbyggð ein uppi með ofviða fjárhagslegan bagga sem ríkið verður að aðstoða við að bera. Hvernig þetta mál er leyst er svo annað mál. Hreppaflutningar eru ekki á dagskrá árið 2025, svo mikið er víst. Nú vill svo til að Háskólinn á Bifröst er með allar eignir sínar á Bifröst til sölu vegna þess að háskólinn hefur alfarið snúið sér að fjarnámi – er „í skýjunum“ eins og sagt er – og hefur ekki lengur þörf fyrir nemendagarða og skólahúsnæði sem þarf að vera í nýtingu allt árið. Með sölunni mun því sá hluti vandans leysast sem snýr að háskólanum en eftir situr annar vandi sem hið opinbera verður að leysa. Háskólinn á Bifröst er þó engan veginn farinn úr Borgarbyggð því við höfum leigt húsnæði á Hvanneyri undanfarin tvö ár og eigum lögheimili í Borgarbyggð. Við Háskólann á Bifröst vinna margir starfsmenn og frá Hvanneyri er öflugt kennslusvið háskólans rekið. Allar staðlotur eru haldnar í húsnæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, um helgar, þegar nemendur landbúnaðarháskólans eru í fríi. Þangað flykkjast því okkar tæplega 2000 nemendur átta helgar á ári. Við munum leggja okkur öll fram um að vanda til sölunnar á háskólaþorpinu. Við munum gera það í samvinnu við Borgarbyggð þannig að Bifröst verði tekjuskapandi eining í blómlegri byggð Borgarfjarðar. Höfundur er rektor Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er eru fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu. Okkur þykir mikilvægt að þar verði byggð upp verðmætaskapandi starfsemi í framtíðinni og svæðið haldi áfram að blómstra. Margt gæti komið til greina svo sem endurhæfingarstöð, alþjóðlegt þjálfunar- eða fræðasetur, heilsutengd ferðaþjónusta eða annars konar paradís fyrir ferðamenn, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu möguleikum sem staðurinn býður upp á. Á Bifröst búa í dag á þriðja hundrað flóttamenn frá Úkraínu. Í upphafi Úkraínustríðsins var gerður þríhliða samningur milli ríkisins, Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um að koma á fót móttökustöð, úrræði sem átti að vara í 3 mánuði. Stríðinu hefur enn ekki lokið og þeir sem útskrifuðust úr verkefninu völdu margir að búa áfram á Bifröst á þeim friðsæla og undurfallega stað, nálægt löndum sínum, rétt eins og Íslendingar hefðu valið í svipuðum aðstæðum. Rúmlega helmingur Úkraínubúanna hefur komið undir sig fótunum en yfir hundrað manns hafa ekki gert það, ýmist vegna aldurs eða annarra aðstæðna. Á Bifröst er enga vinnu að fá og erfitt getur reynst að koma bíllausu fólki í virkni. Eftir að ríkið hætti að greiða fyrir uppihald flóttafólksins hefur sá kostnaður nú fallið alfarið á sveitafélagið. Um ræðir einungis 4000 manna sveitarfélag, með marga dreifða íbúakjarna, sem hefur ekki bolmagn til að sjá svona miklum fjölda farborða. Hefur verkefnið komið sveitarfélaginu í fjárhagslegan vítahring, víti til varnaðar fyrir önnur sveitafélög í landinu, ef ríkið stígur ekki inn og greiðir úr þeirri stöðu sem upp er komin. Við getum öll verið sammála um að Bifröst er fallegur og friðsæll staður, og var þess vegna kjörinn griðastaður, tímabundinn móttökustaður þar sem fólk flýr hörmungar stríðs. Staðurinn er hins vegar ekki heppilegur til að aðlagast Íslandi, gera fólk sjálfbært í þjóðfélaginu og að virkum þegnum. Að vissum tíma liðnum hefði átt að fylgja því eftir að koma fólki í virkni og á stað þar sem það væri hægt. Það var ekki gert. Svo virðist sem hópurinn hafi gleymst á Bifröst og ríkið sleppt af honum hendinni. Fyrir bragðið situr Borgarbyggð ein uppi með ofviða fjárhagslegan bagga sem ríkið verður að aðstoða við að bera. Hvernig þetta mál er leyst er svo annað mál. Hreppaflutningar eru ekki á dagskrá árið 2025, svo mikið er víst. Nú vill svo til að Háskólinn á Bifröst er með allar eignir sínar á Bifröst til sölu vegna þess að háskólinn hefur alfarið snúið sér að fjarnámi – er „í skýjunum“ eins og sagt er – og hefur ekki lengur þörf fyrir nemendagarða og skólahúsnæði sem þarf að vera í nýtingu allt árið. Með sölunni mun því sá hluti vandans leysast sem snýr að háskólanum en eftir situr annar vandi sem hið opinbera verður að leysa. Háskólinn á Bifröst er þó engan veginn farinn úr Borgarbyggð því við höfum leigt húsnæði á Hvanneyri undanfarin tvö ár og eigum lögheimili í Borgarbyggð. Við Háskólann á Bifröst vinna margir starfsmenn og frá Hvanneyri er öflugt kennslusvið háskólans rekið. Allar staðlotur eru haldnar í húsnæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, um helgar, þegar nemendur landbúnaðarháskólans eru í fríi. Þangað flykkjast því okkar tæplega 2000 nemendur átta helgar á ári. Við munum leggja okkur öll fram um að vanda til sölunnar á háskólaþorpinu. Við munum gera það í samvinnu við Borgarbyggð þannig að Bifröst verði tekjuskapandi eining í blómlegri byggð Borgarfjarðar. Höfundur er rektor Háskólans á Bifröst.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun