Fótbolti

Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Boniface fagnar hér einu marka sinna fyrir Bayer 04 Leverkusen.
Victor Boniface fagnar hér einu marka sinna fyrir Bayer 04 Leverkusen. EPA/RONALD WITTEK

Nígeríski fótboltamaðurinn Victor Boniface ætlaði að gifta sig í ár en ekkert varð að brúðkaupinu.

Unnusta hans aflýsti brúðkaupi þeirra skyndilega og nú eru erlendir miðlar búnir að komast að af hverju.

Boniface er framherji þýska liðsins Bayer Leverkusen og hefur skorað 22 mörk í þýsku deildinni undanfarin tvö tímabil.

Hann var með fjórtán mörk þegar Leverkusen vann þýska meistaratitilinn 2024.

Boniface er á fínum samningi Leverkusen en hann kom þangað frá belgíska félaginu Union SG. Fyrstu árin spilaði hann þó með Bodö/Glimt í Noregi.

Boniface ætti að vera vel stæður eftir árin í boltanum en unnustan hans er sögð hafa hætti við brúðkaupið eftir að hafa uppgötvað að allar eigur Boniface eru skráðar á móður hans.

Unnusta Boniface er hin norska Rikke Ermin. Ermin vildi ekki skrifa undir kaupmála ef þau myndi skilja og hélt þá að hún fengi í staðinn helming eigna hans við skilnað.

Boniface mótmælti því ekki af því lögfræðilega þá á hann engar eignir.

Þegar Ermin komst að því þá sagði hún honum upp eftir fjögurra ára samband.

Þetta hefur ekki verið allt of gott ár fyrir Boniface því hann vildi komast til AC Milan í sumar en það datt upp fyrir. Boniface mun því spila fyrir Erik ten Hag á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×