Innlent

Greip í húna en var gripinn mígandi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í dag.
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í dag. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að grípa í húna á bílum. Þegar lögregla kom á staðinn var einn þeirra að kasta af sér þvagi. Hann reyndist í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem nær yfir tímabilið frá því klukkan fimm í morgun og fram til klukkan fimm síðdegis. Sjö manns eru nú vistaðir í fangageymslu og 43 mál eru skráð í kerfinu.

Í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um innbrot í fjölda bíla sem lagðir voru við bifreiðaverkstæði. Málið er í rannsókn að sögn lögreglu.

Í umdæmi lögreglustöðvar fjögur sem sinnir verkefnum austast í borginni var tilkynnt um umferðarslys þar sem bíll hafnaði á vegriði. Óskað var eftir aðstoð dráttarbíls við að færa bílinn. Samkvæmt lögreglu er ekki vitað að svo stöddu um slys á fólki þar sem það fylgdi ekki tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×