Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 19:00 Vonarskarð er eitt af djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar ræður fjallakyrrðin ríkjum og landslagið ber með sér fjölbreytileika sem á sér fáa líka: svartir sandar, hverasvæði, mýrlendi í yfir 900 m hæð og viðkvæmt gróðurfar þar sem vaxtartíminn er stuttur og öll röskun verður alvarleg og langvinn. Verndargildi Vonarskarðs er metið mjög hátt á alþjóðavísu og hefur Náttúrufræðistofnun lagt til að auka verndarstig svæðisins til að endurspegla það mat. Við Íslendingar berum sérstaka ábyrgð á að standa vörð um víðerni landsins. Hér erum við vörslumenn um 43% allra víðerna í Evrópu, og það sem við gerum skiptir máli langt út fyrir landsteinana. Vonarskarð er hluti af þessum sameiginlegu auðæfum og ekki síst þeim náttúruverðmætum sem UNESCO hefur viðurkennt með því að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá. Þrátt fyrir þetta hefur hávær en fámennur þrýstihópur ítrekað reynt að fá akstur um skarðið heimilaðan og nú er gengið svo langt að komin er fram breytingatillaga að stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins um að heimila vélknúna umferð um Vonarskarð í tilraunaskyni til fimm ára. Tillagan brýtur gegn gildandi lögum um þjóðgarðinn, gengur þvert á umsagnir sérfræðistofnana og myndi, samkvæmt óháðu mati Wildland Research Institute, skerða óbyggð víðerni skarðsins um meira en helming. Vegalagning eða reglubundinn akstur um Vonarskarð stefnir þessum verðmætum í hættu án nokkurs ávinnings. Leiðin um Vonarskarð er hvorki vegur í skilningi vegalaga né náttúruverndarlaga og væri því hér um að ræða utanvegaakstur í boði opinberra aðila og gróft brot á 31. gr. um akstur utan vega í lögum um náttúruvernd. Það vekur upp alvarlegar spurningar að ákvarðanir um vernd sem teknar hafa verið af fagmennsku séu þæfðar árum saman og teknar til endurskoðunar án sýnilegs ávinnings fyrir þjóðgarðinn eða náttúruna sem hann geymir. Slík vinnubrögð grafa undan trúverðugleika þjóðgarðsins og senda þau skilaboð að hægt sé að semja um náttúruvernd – jafnvel á okkar verðmætustu svæðum. Vonarskarð á að vera friðland framtíðarinnar, ekki tilraunareitur. Ég hvet því alla til að senda inn athugasemd við þessa tillögu og að fallið verður tafarlaust frá þessum áformum. Umsagnarfrestur er til og með 3. september 2025. Höfundur er formaður Skrauta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Vonarskarð er eitt af djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar ræður fjallakyrrðin ríkjum og landslagið ber með sér fjölbreytileika sem á sér fáa líka: svartir sandar, hverasvæði, mýrlendi í yfir 900 m hæð og viðkvæmt gróðurfar þar sem vaxtartíminn er stuttur og öll röskun verður alvarleg og langvinn. Verndargildi Vonarskarðs er metið mjög hátt á alþjóðavísu og hefur Náttúrufræðistofnun lagt til að auka verndarstig svæðisins til að endurspegla það mat. Við Íslendingar berum sérstaka ábyrgð á að standa vörð um víðerni landsins. Hér erum við vörslumenn um 43% allra víðerna í Evrópu, og það sem við gerum skiptir máli langt út fyrir landsteinana. Vonarskarð er hluti af þessum sameiginlegu auðæfum og ekki síst þeim náttúruverðmætum sem UNESCO hefur viðurkennt með því að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá. Þrátt fyrir þetta hefur hávær en fámennur þrýstihópur ítrekað reynt að fá akstur um skarðið heimilaðan og nú er gengið svo langt að komin er fram breytingatillaga að stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins um að heimila vélknúna umferð um Vonarskarð í tilraunaskyni til fimm ára. Tillagan brýtur gegn gildandi lögum um þjóðgarðinn, gengur þvert á umsagnir sérfræðistofnana og myndi, samkvæmt óháðu mati Wildland Research Institute, skerða óbyggð víðerni skarðsins um meira en helming. Vegalagning eða reglubundinn akstur um Vonarskarð stefnir þessum verðmætum í hættu án nokkurs ávinnings. Leiðin um Vonarskarð er hvorki vegur í skilningi vegalaga né náttúruverndarlaga og væri því hér um að ræða utanvegaakstur í boði opinberra aðila og gróft brot á 31. gr. um akstur utan vega í lögum um náttúruvernd. Það vekur upp alvarlegar spurningar að ákvarðanir um vernd sem teknar hafa verið af fagmennsku séu þæfðar árum saman og teknar til endurskoðunar án sýnilegs ávinnings fyrir þjóðgarðinn eða náttúruna sem hann geymir. Slík vinnubrögð grafa undan trúverðugleika þjóðgarðsins og senda þau skilaboð að hægt sé að semja um náttúruvernd – jafnvel á okkar verðmætustu svæðum. Vonarskarð á að vera friðland framtíðarinnar, ekki tilraunareitur. Ég hvet því alla til að senda inn athugasemd við þessa tillögu og að fallið verður tafarlaust frá þessum áformum. Umsagnarfrestur er til og með 3. september 2025. Höfundur er formaður Skrauta.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun