Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2025 20:40 Gunnfaxi í lúpínubreiðu á Sólheimasandi fyrr í sumar. Snorri Snorrason Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands. Eftir að landeigendur Sólheimasands keyptu Gunnfaxa af Þristavinafélaginu stofnuðu Flugfélagsbræðurnir Jón Karl Snorrason og Snorri Snorrason ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, áhugafélagið Gunnfaxa um kaup á þristinum í því skyni að afhenda hann Samgöngusafninu að Skógum til varðveislu. Hugðust þeir efna til fjársöfnunar til að kaupa flugvélina og koma henni í sýningarhæft ástand og var safnið búið að fallast á að taka við henni. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Í svari landeigendafélags Ytri-Sólheima segist stjórn Loðmundar fallast á að láta af hendi flakið af Gunnfaxa „..að því gefnu að landeigendafélaginu verði afhent önnur DC3 vél til að koma í staðinn fyrir Gunnfaxa á sama stað, landeigendafélaginu að kostnaðarlausu.”. Kveðst stjórnin veita Vinum Gunnfaxa frest til 1. desember 2025 til þess að ganga frá skiptunum, segir í svarinu sem Elín Einarsdóttir formaður ritar undir fyrir hönd stjórnar landeigendafélagsins. Landeigendur höfðu í fyrra svari til Vina Gunnfaxa útskýrt tilgang sinn með þristakaupunum: „Fyrir okkur Sólheimingum vakir að þjónusta enn betur ferðalanga sem leggja á sig ferð á Sólheimasand til að skoða gömul flugvélaflök í stórbrotinni íslenskri náttúrufegurð eins og hún gerist best.” Flugvélin var flutt úr flugskýli á Keflavíkurflugvelli austur á Sólheimasand í júnímánuði.KMU Snorri Snorrason, einn þremenninganna í Vinum Gunnfaxa, segir svar landeigendafélagsins mikil vonbrigði. Vinir Gunnfaxa sjái ekki fyrir sér að annar þristur fáist í staðinn innanlands né að þeir fari að flytja inn eitthvert annað gamalt flugvélarflak frá útlöndum. Það sé sorglegt að landeigendafélagið skuli ekki sjá flugsöguna með sama hætti og þeir og mikilvægi þess að vernda flugvélina. „Það yrði sorgarsaga íslenskrar flugsögu ef Gunnfaxi verður eyðileggingu og græðgi að bráð,“ segir Snorri. Hér má sjá þegar flugvélin var flutt austur: Fréttir af flugi Söfn Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44 Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Eftir að landeigendur Sólheimasands keyptu Gunnfaxa af Þristavinafélaginu stofnuðu Flugfélagsbræðurnir Jón Karl Snorrason og Snorri Snorrason ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, áhugafélagið Gunnfaxa um kaup á þristinum í því skyni að afhenda hann Samgöngusafninu að Skógum til varðveislu. Hugðust þeir efna til fjársöfnunar til að kaupa flugvélina og koma henni í sýningarhæft ástand og var safnið búið að fallast á að taka við henni. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Í svari landeigendafélags Ytri-Sólheima segist stjórn Loðmundar fallast á að láta af hendi flakið af Gunnfaxa „..að því gefnu að landeigendafélaginu verði afhent önnur DC3 vél til að koma í staðinn fyrir Gunnfaxa á sama stað, landeigendafélaginu að kostnaðarlausu.”. Kveðst stjórnin veita Vinum Gunnfaxa frest til 1. desember 2025 til þess að ganga frá skiptunum, segir í svarinu sem Elín Einarsdóttir formaður ritar undir fyrir hönd stjórnar landeigendafélagsins. Landeigendur höfðu í fyrra svari til Vina Gunnfaxa útskýrt tilgang sinn með þristakaupunum: „Fyrir okkur Sólheimingum vakir að þjónusta enn betur ferðalanga sem leggja á sig ferð á Sólheimasand til að skoða gömul flugvélaflök í stórbrotinni íslenskri náttúrufegurð eins og hún gerist best.” Flugvélin var flutt úr flugskýli á Keflavíkurflugvelli austur á Sólheimasand í júnímánuði.KMU Snorri Snorrason, einn þremenninganna í Vinum Gunnfaxa, segir svar landeigendafélagsins mikil vonbrigði. Vinir Gunnfaxa sjái ekki fyrir sér að annar þristur fáist í staðinn innanlands né að þeir fari að flytja inn eitthvert annað gamalt flugvélarflak frá útlöndum. Það sé sorglegt að landeigendafélagið skuli ekki sjá flugsöguna með sama hætti og þeir og mikilvægi þess að vernda flugvélina. „Það yrði sorgarsaga íslenskrar flugsögu ef Gunnfaxi verður eyðileggingu og græðgi að bráð,“ segir Snorri. Hér má sjá þegar flugvélin var flutt austur:
Fréttir af flugi Söfn Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44 Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27
Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44
Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00