„Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2025 22:56 Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, og Sigríður Mogensen er sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Vísir/Samsett Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segist furðu lostin yfir ummælum Guðmundar Arnars Sigmundssonar, forstöðumanns netöryggissveitarinnar CERT-IS, um að Ísland sé útsett fyrir rafmyntaþvott glæpamanna. Ummælin séu óábyrgð af hálfu starfsmanns hins opinbera og ekki á rökum reist. Guðmundur Arnar, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, sagði í kvöldfréttum Sýnar að íslenska lagaumgjörðin, eftirlitsleysi og ódýr raforka geri Ísland að aðlaðandi kosti fyrir glæpamenn sem vilja þvætta illa fenginn gróða. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum,“ sagði hann meðal annars. Raforkuverð jafnvel hærra hér en annars staðar Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, hafnar þessum fullyrðingum algjörlega. Þau fari víðast hvar á skjön við sannleikann, byggi á gömlum mýtum og séu til þess fallin að sverta orðstír mikilvægra fyrirtækja sem skili milljörðum í útflutningstekjur. Öll íslensk gagnaver lúti sama regluverki og í samanburðarlöndum okkar enda séu þau öll með starfsemi erlendis. Strangar kröfur séu gerðar á starfsemina og viðskiptavini sem fari allir í gegnum ítarlegt rýniferli. „Einnig viljum við sérstaklega taka það fram að ummæli Guðmundar Arnars um raforkuverð hér á landi eru ekki sannleikanum samkvæm. Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði. Þarna er um að ræða einhverja tíu, tuttugu ára gamla mýtu um að hér sé seld ódýr orka,“ segir Sigríður. Hún segir að ef allt sé tekið með í reikninginn greiði gagnaver hátt verð fyrir sína raforku sé miðað við aðrar atvinnugreinar. Þar að auki geti verðið á raforku verið hærra á Íslandi en í samanburðar- og samkeppnislöndum okkar, þegar öllu er á botninn hvolft. „Gagnaverin þrjú sem starfa bæði á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum þekkja það einna best enda eru þau að kaupa raforku bæði á Íslandi og annars staðar,“ segir hún. Sambærilegt regluverk Sigríður segir jafnframt að regluverk um gagnaversiðnaðinn á Íslandi sé sambærilegt því sem sé í gildi í Noregi og öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins. Alltaf megi gott bæta en íslensk gagnaver starfi í samræmi við evrópskt regluverk og séu í eigu evrópskra fjárfesta sem geri ríkar kröfur til sinna fjárfestinga og viðskiptavina. „Um er að ræða gríðarlega flott og mikilvæg fyrirtæki fyrir íslenskt hagkerfi sem skapa tugi milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland, verðmæt þekkingar- og tæknistörf. Við erum í raun bara mjög slegin yfir ummælum forstöðumanns netöryggissveitarinnar um þessa grein í heild sinni.“ Ummælin óábyrg Sigríður segir Guðmund Arnar einnig hafa farið með rangt mál í viðtali sínu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag en þar sagði hann auðvelt aðgengi að tölvugetu í íslenskum gagnaverum gera Ísland fýsilegan kost peningaþvættara. Þessu hafnar Sigríður. „Íslenskur gagnaversiðnaður er í raun alþjóðlegur. Gagnaverin eru öll með starfsemi í öðrum löndum og það er ekkert öðruvísi farið hér á Íslandi en annars staðar, til dæmis í Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi,“ segir hún. „Við teljum þetta óábyrg ummæli af hálfu opinbers starfsmanns.“ Athugasemd ritstjórnar: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að netöryggissveitin CERT-IS heyrði undir Fjarskiptastofu. Hið rétta er að hún heyrir nú undir utanríkisráðuneytið í kjölfar breytinga á varnarmálalögum í sumar. Rafmyntir Netöryggi Netglæpir Tækni Orkumál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Guðmundur Arnar, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, sagði í kvöldfréttum Sýnar að íslenska lagaumgjörðin, eftirlitsleysi og ódýr raforka geri Ísland að aðlaðandi kosti fyrir glæpamenn sem vilja þvætta illa fenginn gróða. „Það er náttúrulega ódýr orka hér, auðvelt aðgengi að gagnaverum. Mikil tæknileg geta. Það er boðið upp á góða innviði til þess að stunda svona námugröft í þessum rafmyntaheimi. Það er ekki nein sérstök löggjöf sem tekur á námugreftri í íslenskum gagnaverum og þeir sem reka gagnaverin eru ekkert endilega meðvitaðir um það sem fer fram inn í kerfunum sjálfum,“ sagði hann meðal annars. Raforkuverð jafnvel hærra hér en annars staðar Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, hafnar þessum fullyrðingum algjörlega. Þau fari víðast hvar á skjön við sannleikann, byggi á gömlum mýtum og séu til þess fallin að sverta orðstír mikilvægra fyrirtækja sem skili milljörðum í útflutningstekjur. Öll íslensk gagnaver lúti sama regluverki og í samanburðarlöndum okkar enda séu þau öll með starfsemi erlendis. Strangar kröfur séu gerðar á starfsemina og viðskiptavini sem fari allir í gegnum ítarlegt rýniferli. „Einnig viljum við sérstaklega taka það fram að ummæli Guðmundar Arnars um raforkuverð hér á landi eru ekki sannleikanum samkvæm. Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði. Þarna er um að ræða einhverja tíu, tuttugu ára gamla mýtu um að hér sé seld ódýr orka,“ segir Sigríður. Hún segir að ef allt sé tekið með í reikninginn greiði gagnaver hátt verð fyrir sína raforku sé miðað við aðrar atvinnugreinar. Þar að auki geti verðið á raforku verið hærra á Íslandi en í samanburðar- og samkeppnislöndum okkar, þegar öllu er á botninn hvolft. „Gagnaverin þrjú sem starfa bæði á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum þekkja það einna best enda eru þau að kaupa raforku bæði á Íslandi og annars staðar,“ segir hún. Sambærilegt regluverk Sigríður segir jafnframt að regluverk um gagnaversiðnaðinn á Íslandi sé sambærilegt því sem sé í gildi í Noregi og öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins. Alltaf megi gott bæta en íslensk gagnaver starfi í samræmi við evrópskt regluverk og séu í eigu evrópskra fjárfesta sem geri ríkar kröfur til sinna fjárfestinga og viðskiptavina. „Um er að ræða gríðarlega flott og mikilvæg fyrirtæki fyrir íslenskt hagkerfi sem skapa tugi milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland, verðmæt þekkingar- og tæknistörf. Við erum í raun bara mjög slegin yfir ummælum forstöðumanns netöryggissveitarinnar um þessa grein í heild sinni.“ Ummælin óábyrg Sigríður segir Guðmund Arnar einnig hafa farið með rangt mál í viðtali sínu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag en þar sagði hann auðvelt aðgengi að tölvugetu í íslenskum gagnaverum gera Ísland fýsilegan kost peningaþvættara. Þessu hafnar Sigríður. „Íslenskur gagnaversiðnaður er í raun alþjóðlegur. Gagnaverin eru öll með starfsemi í öðrum löndum og það er ekkert öðruvísi farið hér á Íslandi en annars staðar, til dæmis í Svíþjóð, Danmörku eða Finnlandi,“ segir hún. „Við teljum þetta óábyrg ummæli af hálfu opinbers starfsmanns.“ Athugasemd ritstjórnar: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að netöryggissveitin CERT-IS heyrði undir Fjarskiptastofu. Hið rétta er að hún heyrir nú undir utanríkisráðuneytið í kjölfar breytinga á varnarmálalögum í sumar.
Rafmyntir Netöryggi Netglæpir Tækni Orkumál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira