Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar 29. ágúst 2025 09:02 Það hefur alltaf verið samfæring mín að við eigum að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið þegar við erum tilbúin til þess. Það sem ég hef horft mest á er að fá sterkan gjaldmiðil í stað krónunnar sem er okkur mjög dýr. Hinsvegar hef ég verið þeirrar skoðunar að við verðum að byrja á því að taka til hjá okkur sjálfum, áður en við gætum farið í þessar aðildarviðræður. Til að fyrirbyggja að við lendum ekki í verri heimatilbúnum efnahagslegum ógöngum eins og við höfum reglulega lent í með verðbólguskotum og vaxtaokri.Ef við tökum upp evru og höldum áfram eins og áður með vinnumarkaðinn og óábyrg ríkisfjármál, þá fáum við í staðinn atvinnuleysi og aðrar efnahagslegar ógöngur. Ég velti því fyrir mér hvort pólitíkin hafi ekki getuna eða kjarkinn að fara í þessa verkefni og taka umræðuna um þau til að finna lausnir samhliða fyrirhugaðri aðildarumsókn verði hún samþykkt. Auðveldasta leiðin hjá þeim sem eru hlynntir aðild er að stýra umræðunni þannig að með inngöngu í Evrópusambandið læknist öll okkar efnahags- og þjóðfélagsmein.Sem er mikill misskilningur. Erum við tilbúin að gera það sem þarf? Til að viðhalda þeim lífsgæðum sem við höfum með sterkum gjaldmiðli þá verður það ekki gert nema með vinnumarkaðsmódeli þar sem allir kjarasamningar taka tillit til heildarhagkerfisins og stuðli að stöðuleika. Það þýðir að launahækkanir verði tengdar raunverulegum hagvexti og framleiðni í atvinnulífinu til að tryggja að launahækkanirnar séu sjálfbærar og styðji við kaupmátt til lengri tíma. Síðan verður ríkisvaldið að styðja við hóflegar launahækkanir með aðgerðum á öðrum sviðum, eins og á húsnæðismarkaði og öflugu velferðarkerfi.Þetta verða að vera raunverulegar aðgerðir sem draga úr þrýstingi á launahækkanir og stuðla að verðstöðugleika. Það verða að fara saman efnahagslegur og félagslegur stöðuleiki sem tryggir afkomu þeirra sem eru á lægstu laununum.Efnahaglegur stöðuleiki er grunnurinn að því að auka og viðhalda kaupmætti almennings og tryggja góða afkomu atvinnulífsins. Við verðum að vera meðvituð um að ef laun hækka of hratt án hagvaxtar, getur það leitt til atvinnuleysis vegna lakari samkeppnishæfni atvinnulífsins, því evran býður ekki upp á sveigjanleika í gengisbreytingum. Ef laun verða ósjálfbær, gæti það leitt til aukins þrýstings á ríkisútgjöld og velferðarkerfi. Vinna saman og axla ábyrgð Með upptöku evru væri tekinn af sveigjanleikinn sem við höfum haft til að laga efnahagsleg mistök og ríkisfjármálin verða að vera með aga til að tryggja stöðuleikann.Pólitíkin verður að vera tilbúin að koma að þessu sem þriðja hjólið og með raunverulega framtíðarsýn sem ekki verður svikin eins og vaninn hefur verið þegar búið er að skrifa undir kjarasamninga. Þessi vinna er öll til sem hægt er að nota, síðan reynt var að koma hinu svokallaða SALEK á koppinn sem núverandi forysta verkalýðshreyfingarinnar var á móti. Norræna vinnumarkaðsmódelið hefur virkað en við höfum því miður haft allt of marga popúlista sem hafa náð að eyðileggja alla vitræna umræðu til að koma því á, sem er búið að valda almenning ómældum skaða.Þessir þrír aðilar verða að bera ábyrgð á hinum efnahags- og félagslega stöðuleika, það er Verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnurekenda og stjórnvöld, óháð hvaða flokkar eru í ríkisstjórn. Pólitísk mistök gætu orðið okkur dýr Það eru líka aðrir þættir sem við verðum að taka á og viðurkenna mistök sem hafa verið gerð sem við munum ekki getað lagað með því að láta gengið síga. Þar má nefna vandamálin á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu sem hefur keyrt upp verðbólgu og vexti síðasta áratug með glórulausri hugmyndafræði um þéttingu byggðar. Það er sorglegt að heyra og lesa Dag B. Eggertsson, Samfylkingar og Viðreisnar fólk sem bera ábyrgð á þessari stefnu tala eins og aðild að Evrópusambandinu lagi öll okkar heimatilbúnu vandamál. Það þarf vitrænt átak til að koma okkur út úr þessum vítahring á húsnæðismarkaðnum þar sem hlutfall á milli húsnæðisverðs og launa er komið út úr öllum raunveruleika, aðallega vegna lóðabrasks og skorts á lóðum.Síðan má spyrja er þetta rétta fólkið að leiða okkur inn í aðildarviðræðurnar sem sér ekki eigin vinnubrögð og skaðann af þeim. Aðalmálið er að við förum heiðalega í þessa vinnu Síðan er önnur spurning sem var talsvert í umræðunni í síðustu aðildarumsókn en það er á hvaða gengi ætti að fara með krónuna inn í evruna og hver yrðu áhrifin á hagkerfið og útflutningsgreinarnar? Það eru svona mál og fleiri sem við þurfum að taka umræðu um og finna lausnir á og vita um, annars gætum við lent í mikilli kaupmáttarrýrnun og lakari lífsgæðum ef við erum ekki meðvituð um afleiðingarnar af því sem við værum að gera hér heima á okkar forsendum eins og áður. Þegar kemur að því að við förum í aðildarviðræðurnar þá kemur í ljós hvað er satt og ósatt hjá þeim sem eru með eða á móti aðild. Það er erfitt að taka afstöðu til hlutanna nema staðreyndirnar liggja fyrir.Ef niðurstaðan verður sú að samningurinn er ekki ásættanlegur, þá höfnum við honum.Ef raunin verður sú að aðild að Evrópusambandinu er ekki ásættanleg, þá verðum við að leita að öðrum raunhæfum lausnum eða halda áfram að vera með popúlistana sem öllu lofa en standa ekki við neitt. Lifa með reglulegum verðbólguskotum og háum vöxtum með þeim efnahagslegu hörmungum sem því fylgja.Svo er hin hliðin á peningnum að ef við kæmum á vitrænu vinnumarkaðsmódeli og aga á ríkisfjármálin sem myndi skapa efnahags- og félagslegan stöðuleika þá þurfum við kannski enga evru og krónan væri gullmoli? Höfundur er fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur alltaf verið samfæring mín að við eigum að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið þegar við erum tilbúin til þess. Það sem ég hef horft mest á er að fá sterkan gjaldmiðil í stað krónunnar sem er okkur mjög dýr. Hinsvegar hef ég verið þeirrar skoðunar að við verðum að byrja á því að taka til hjá okkur sjálfum, áður en við gætum farið í þessar aðildarviðræður. Til að fyrirbyggja að við lendum ekki í verri heimatilbúnum efnahagslegum ógöngum eins og við höfum reglulega lent í með verðbólguskotum og vaxtaokri.Ef við tökum upp evru og höldum áfram eins og áður með vinnumarkaðinn og óábyrg ríkisfjármál, þá fáum við í staðinn atvinnuleysi og aðrar efnahagslegar ógöngur. Ég velti því fyrir mér hvort pólitíkin hafi ekki getuna eða kjarkinn að fara í þessa verkefni og taka umræðuna um þau til að finna lausnir samhliða fyrirhugaðri aðildarumsókn verði hún samþykkt. Auðveldasta leiðin hjá þeim sem eru hlynntir aðild er að stýra umræðunni þannig að með inngöngu í Evrópusambandið læknist öll okkar efnahags- og þjóðfélagsmein.Sem er mikill misskilningur. Erum við tilbúin að gera það sem þarf? Til að viðhalda þeim lífsgæðum sem við höfum með sterkum gjaldmiðli þá verður það ekki gert nema með vinnumarkaðsmódeli þar sem allir kjarasamningar taka tillit til heildarhagkerfisins og stuðli að stöðuleika. Það þýðir að launahækkanir verði tengdar raunverulegum hagvexti og framleiðni í atvinnulífinu til að tryggja að launahækkanirnar séu sjálfbærar og styðji við kaupmátt til lengri tíma. Síðan verður ríkisvaldið að styðja við hóflegar launahækkanir með aðgerðum á öðrum sviðum, eins og á húsnæðismarkaði og öflugu velferðarkerfi.Þetta verða að vera raunverulegar aðgerðir sem draga úr þrýstingi á launahækkanir og stuðla að verðstöðugleika. Það verða að fara saman efnahagslegur og félagslegur stöðuleiki sem tryggir afkomu þeirra sem eru á lægstu laununum.Efnahaglegur stöðuleiki er grunnurinn að því að auka og viðhalda kaupmætti almennings og tryggja góða afkomu atvinnulífsins. Við verðum að vera meðvituð um að ef laun hækka of hratt án hagvaxtar, getur það leitt til atvinnuleysis vegna lakari samkeppnishæfni atvinnulífsins, því evran býður ekki upp á sveigjanleika í gengisbreytingum. Ef laun verða ósjálfbær, gæti það leitt til aukins þrýstings á ríkisútgjöld og velferðarkerfi. Vinna saman og axla ábyrgð Með upptöku evru væri tekinn af sveigjanleikinn sem við höfum haft til að laga efnahagsleg mistök og ríkisfjármálin verða að vera með aga til að tryggja stöðuleikann.Pólitíkin verður að vera tilbúin að koma að þessu sem þriðja hjólið og með raunverulega framtíðarsýn sem ekki verður svikin eins og vaninn hefur verið þegar búið er að skrifa undir kjarasamninga. Þessi vinna er öll til sem hægt er að nota, síðan reynt var að koma hinu svokallaða SALEK á koppinn sem núverandi forysta verkalýðshreyfingarinnar var á móti. Norræna vinnumarkaðsmódelið hefur virkað en við höfum því miður haft allt of marga popúlista sem hafa náð að eyðileggja alla vitræna umræðu til að koma því á, sem er búið að valda almenning ómældum skaða.Þessir þrír aðilar verða að bera ábyrgð á hinum efnahags- og félagslega stöðuleika, það er Verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnurekenda og stjórnvöld, óháð hvaða flokkar eru í ríkisstjórn. Pólitísk mistök gætu orðið okkur dýr Það eru líka aðrir þættir sem við verðum að taka á og viðurkenna mistök sem hafa verið gerð sem við munum ekki getað lagað með því að láta gengið síga. Þar má nefna vandamálin á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu sem hefur keyrt upp verðbólgu og vexti síðasta áratug með glórulausri hugmyndafræði um þéttingu byggðar. Það er sorglegt að heyra og lesa Dag B. Eggertsson, Samfylkingar og Viðreisnar fólk sem bera ábyrgð á þessari stefnu tala eins og aðild að Evrópusambandinu lagi öll okkar heimatilbúnu vandamál. Það þarf vitrænt átak til að koma okkur út úr þessum vítahring á húsnæðismarkaðnum þar sem hlutfall á milli húsnæðisverðs og launa er komið út úr öllum raunveruleika, aðallega vegna lóðabrasks og skorts á lóðum.Síðan má spyrja er þetta rétta fólkið að leiða okkur inn í aðildarviðræðurnar sem sér ekki eigin vinnubrögð og skaðann af þeim. Aðalmálið er að við förum heiðalega í þessa vinnu Síðan er önnur spurning sem var talsvert í umræðunni í síðustu aðildarumsókn en það er á hvaða gengi ætti að fara með krónuna inn í evruna og hver yrðu áhrifin á hagkerfið og útflutningsgreinarnar? Það eru svona mál og fleiri sem við þurfum að taka umræðu um og finna lausnir á og vita um, annars gætum við lent í mikilli kaupmáttarrýrnun og lakari lífsgæðum ef við erum ekki meðvituð um afleiðingarnar af því sem við værum að gera hér heima á okkar forsendum eins og áður. Þegar kemur að því að við förum í aðildarviðræðurnar þá kemur í ljós hvað er satt og ósatt hjá þeim sem eru með eða á móti aðild. Það er erfitt að taka afstöðu til hlutanna nema staðreyndirnar liggja fyrir.Ef niðurstaðan verður sú að samningurinn er ekki ásættanlegur, þá höfnum við honum.Ef raunin verður sú að aðild að Evrópusambandinu er ekki ásættanleg, þá verðum við að leita að öðrum raunhæfum lausnum eða halda áfram að vera með popúlistana sem öllu lofa en standa ekki við neitt. Lifa með reglulegum verðbólguskotum og háum vöxtum með þeim efnahagslegu hörmungum sem því fylgja.Svo er hin hliðin á peningnum að ef við kæmum á vitrænu vinnumarkaðsmódeli og aga á ríkisfjármálin sem myndi skapa efnahags- og félagslegan stöðuleika þá þurfum við kannski enga evru og krónan væri gullmoli? Höfundur er fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun