Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2025 07:00 Kjúklingarækt í Maryland í Bandaríkjunum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Getty Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest 150 þúsund króna sekt á kjúklingaræktanda vegna brots á lögum um velferð dýra. Ráðuneytið minnir Matvælastofnun um leið á að halda sig við staðreyndir málsins og halda ályktunum sem njóti ekki stuðnings gagna til hlés. MAST sektaði ræktandann eftir að eftirlitsdýralæknir sá lifandi fugl með opið vængbrot hangandi á sláturlínu ræktandans. MAST vísaði til þess að um endurtekið brot væri að ræða. Þetta hefði gerst 42 sinnum árið 2022 og 2023. Fyrirtækið hafi í júlí 2022 verið varað við sektum yrði ekki brugðist við. Ræktandinn, sem ekki er nefndur á nafn í úrskurðinum, mótmælti því að kjúklingurinn hefði verið sýnilega særður þegar hann var settur á upphengjur. Ráðuneytið vísaði til markmiða laga um velferð dýra, sérstaklega með tilliti til alifugla auk reglugerðar um vernd dýra við aflífun. Þá lægi fyrir að endurtekin brot gætu leitt til sekta. Ráðuneytið sagði að gera yrði ráð fyrir því að starfsfólk ræktandans, sem væri vant því að meðhöndla dýrin, sæi þegar fugl með opið beinbrot væri hengdur á sláturlína. Ekki væri um innri meiðsli að ræða. Dýr með opið beinbrot yrði að teljast sýnilega sært. Um ítrekað brot væri að ræða miðað við fyrri skýrslur. Að því sögðu taldi ráðuneytið að MAST hefði verið heimilt að sekta ræktandann. Ráðuneytið áréttaði þó við Matvælastofnun að byggja fullyrðingar sínar á fyrirliggjandi gögnum en ekki getgátum. Vísaði ráðuneytið þar til ákvörðunarbréfs stofnunarinnar í apríl 2024 þar sem stofnunin sagði að ætla yrði að fuglarnir væru mun fleiri. „Rétt er að stofnunin haldi sig við staðreyndir sem byggja á gögnum málsins við töku ákvarðana og komi ekki á framfæri ályktunum sem ekki eru studdar slíkum gögnum,“ segir í niðurstöðu ráðuneytisins. Dýraheilbrigði Dýr Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
MAST sektaði ræktandann eftir að eftirlitsdýralæknir sá lifandi fugl með opið vængbrot hangandi á sláturlínu ræktandans. MAST vísaði til þess að um endurtekið brot væri að ræða. Þetta hefði gerst 42 sinnum árið 2022 og 2023. Fyrirtækið hafi í júlí 2022 verið varað við sektum yrði ekki brugðist við. Ræktandinn, sem ekki er nefndur á nafn í úrskurðinum, mótmælti því að kjúklingurinn hefði verið sýnilega særður þegar hann var settur á upphengjur. Ráðuneytið vísaði til markmiða laga um velferð dýra, sérstaklega með tilliti til alifugla auk reglugerðar um vernd dýra við aflífun. Þá lægi fyrir að endurtekin brot gætu leitt til sekta. Ráðuneytið sagði að gera yrði ráð fyrir því að starfsfólk ræktandans, sem væri vant því að meðhöndla dýrin, sæi þegar fugl með opið beinbrot væri hengdur á sláturlína. Ekki væri um innri meiðsli að ræða. Dýr með opið beinbrot yrði að teljast sýnilega sært. Um ítrekað brot væri að ræða miðað við fyrri skýrslur. Að því sögðu taldi ráðuneytið að MAST hefði verið heimilt að sekta ræktandann. Ráðuneytið áréttaði þó við Matvælastofnun að byggja fullyrðingar sínar á fyrirliggjandi gögnum en ekki getgátum. Vísaði ráðuneytið þar til ákvörðunarbréfs stofnunarinnar í apríl 2024 þar sem stofnunin sagði að ætla yrði að fuglarnir væru mun fleiri. „Rétt er að stofnunin haldi sig við staðreyndir sem byggja á gögnum málsins við töku ákvarðana og komi ekki á framfæri ályktunum sem ekki eru studdar slíkum gögnum,“ segir í niðurstöðu ráðuneytisins.
Dýraheilbrigði Dýr Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira