Fótbolti

Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið

Siggeir Ævarsson skrifar
Brynjólfur Willumsson leikur með Groningen í hollensku deildinni
Brynjólfur Willumsson leikur með Groningen í hollensku deildinni Getty/Marcel van Dorst

Aron Einar Gunnarsson hefur dregið sig út úr íslenska landsliðinu í knattspyrnu vegna meiðsla en liðið mætir Aserbaísjan og Frakklandi í undankeppni HM 2026 þann 5. og 9. september næstkomandi.

Brynjólfur Willumsson, leikmaður Groningen í Hollandi hefur verið kallaður inn í hópinn hans í stað en Brynjólfur, sem er 25 ára, hefur leikið tvo landsleiki fyrir Ísland og skorað eitt mark.

Aron Einar var lang leikjahæsti leikmaðurinn í hópi Íslands áður en hann þurfti frá að hverfa með 107 landsleiki.


Tengdar fréttir

Tveir nýliðar í landsliðshópnum

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, valdi tvo nýliða í landsliðshópinn sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×