Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2025 07:46 Megintilgangur skipaganganna er að bjóða sjófarendum að forðast að sigla fyrir nesið Stað, milli Álasunds og Bergen. Röstin þar þykir svæsin og illviðri tíð. Kystverket Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. Tíðindin koma beint inn í kosningabaráttuna í Noregi en þingkosningar fara fram mánudaginn 8. september, eftir rétt rúma viku. Það vekur stuðningsmönnum skipaganganna ugg að forystumenn stjórnmálaflokka, sem til þessa hafa eindregið stutt gerð ganganna, vilja núna ekki útiloka að hætt verði við áformin. Gert er ráð fyrir að göngin verði 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket Stórþingið samþykkti skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla reyndust tilboð frá þremur verktökum langt yfir þessum mörkum. Norska siglingastofnunin Kystverket hefur ekki viljað upplýsa um fjárhæð tilboðanna af samkeppnisástæðum þar sem útboðsferlið standi yfir og að viðræður séu enn í gangi við verktakana. Stofnunin hefur þó staðfest að ekki sé hægt að undirrita samninga án nýrrar heimildar þingsins. Þetta yrðu fyrstu skipagöng heims. Heimamenn sjá fyrir sér að þau yrðu mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.Kystverket Þingmaður Hægri, stærsta stjórnandstöðuflokksins, segir ríkisstjórnina vita kostnaðinn og krefst þess að tölurnar verði birtar fyrir kosningar. Ennfremur að forystumenn ríkisstjórnarinnar gefi skýr svör um afstöðu sína en þeir hafa þótt loðnir í svörum. Norskir fjölmiðlar hafa nefnt að miðað við tilboðin nálgist kostnaður núna átta milljarða króna, andvirði um eitthundrað milljarða íslenskra. Í kappræðum í Þrándheimi í vikunni sagði Sylvi Listhaug, formaður Framfaraflokksins, sem stutt hefur göngin, að fara þyrfti yfir verkefnið og skoða hvort það væri skynsamlegt. Forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, tók undir þau orð. Ef þau verða of dýr, þá byggjum við þau ekki, sagði hann. Strandferðaskip Hurtigruten eiga að geta siglt um þessi 1,7 kílómetra löngu göng.Kystverket Örlög skipaganganna eru talin geta ráðist í næsta fjárlagafrumvarpi sem leggja á fram í október. Oddvitar sveitarfélaga á vesturströnd Noregs, sem ákafast berjast fyrir göngunum, kröfðust þess í sameiginlegri yfirlýsingu fyrir helgi að þau yrðu sett í forgang án frekari tafa. „Raunveruleikinn er sá að ef ekki fæst fjármagn til að hefja framkvæmdir árið 2026, eftir alla þá undirbúningsvinnu sem búið er að leggja í, þá verður ekkert af skipagöngunum. Það er nú eða aldrei,“ hefur norska ríkisútvarpið NRK eftir talsmanni atvinnuþróunarfélags Måløy, baráttufélags fyrir göngunum. Hér geta menn ímyndað sér hvernig verður að sigla um göngin: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Samgöngur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Tíðindin koma beint inn í kosningabaráttuna í Noregi en þingkosningar fara fram mánudaginn 8. september, eftir rétt rúma viku. Það vekur stuðningsmönnum skipaganganna ugg að forystumenn stjórnmálaflokka, sem til þessa hafa eindregið stutt gerð ganganna, vilja núna ekki útiloka að hætt verði við áformin. Gert er ráð fyrir að göngin verði 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket Stórþingið samþykkti skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla reyndust tilboð frá þremur verktökum langt yfir þessum mörkum. Norska siglingastofnunin Kystverket hefur ekki viljað upplýsa um fjárhæð tilboðanna af samkeppnisástæðum þar sem útboðsferlið standi yfir og að viðræður séu enn í gangi við verktakana. Stofnunin hefur þó staðfest að ekki sé hægt að undirrita samninga án nýrrar heimildar þingsins. Þetta yrðu fyrstu skipagöng heims. Heimamenn sjá fyrir sér að þau yrðu mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.Kystverket Þingmaður Hægri, stærsta stjórnandstöðuflokksins, segir ríkisstjórnina vita kostnaðinn og krefst þess að tölurnar verði birtar fyrir kosningar. Ennfremur að forystumenn ríkisstjórnarinnar gefi skýr svör um afstöðu sína en þeir hafa þótt loðnir í svörum. Norskir fjölmiðlar hafa nefnt að miðað við tilboðin nálgist kostnaður núna átta milljarða króna, andvirði um eitthundrað milljarða íslenskra. Í kappræðum í Þrándheimi í vikunni sagði Sylvi Listhaug, formaður Framfaraflokksins, sem stutt hefur göngin, að fara þyrfti yfir verkefnið og skoða hvort það væri skynsamlegt. Forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, tók undir þau orð. Ef þau verða of dýr, þá byggjum við þau ekki, sagði hann. Strandferðaskip Hurtigruten eiga að geta siglt um þessi 1,7 kílómetra löngu göng.Kystverket Örlög skipaganganna eru talin geta ráðist í næsta fjárlagafrumvarpi sem leggja á fram í október. Oddvitar sveitarfélaga á vesturströnd Noregs, sem ákafast berjast fyrir göngunum, kröfðust þess í sameiginlegri yfirlýsingu fyrir helgi að þau yrðu sett í forgang án frekari tafa. „Raunveruleikinn er sá að ef ekki fæst fjármagn til að hefja framkvæmdir árið 2026, eftir alla þá undirbúningsvinnu sem búið er að leggja í, þá verður ekkert af skipagöngunum. Það er nú eða aldrei,“ hefur norska ríkisútvarpið NRK eftir talsmanni atvinnuþróunarfélags Måløy, baráttufélags fyrir göngunum. Hér geta menn ímyndað sér hvernig verður að sigla um göngin:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Samgöngur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24
Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. 24. október 2023 10:20
Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24