Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar 31. ágúst 2025 22:30 Nokkur umræða hefur farið fram í kjölfar þess að ákæra koma fram vegna netverslunar með áfengi. Sölulaðilar og fulltrúar þeirra beirra bera sig illa og segja aðför gerða að sér og að hún sé til komin vegna óeðlilegs þrýstingas. Þannig er haft eftir Heiðari Ásberg Atlasyni lögmanni Smáríkisins, eins þeirra fyrirtækja sem stundað hafa ólöglega verslun með áfengi um nokkurra ára skeið og nú fengið á sig ákæru, að lögregla og ákæruvald hafi verið undir gríðarlegum þrýstingi að leggja fram ákæruna. Réttarríkið liðið undir lok? Ár og dagar hafa hins vegar liðið frá því kærur fóru að berast lögreglu um ólöglegar auglýsingar og ólöglega smásölu áfengis eftir að hún kom til sögunnar. Fram hefur komið að í rúm fimm ár hafi þessi mál verið í rannsókn og hefur aðgerðarleysi ákæruvaldsins orðið þess valdandi að margir hafa verið farnir að velta því fyrir sér hvort réttarríkið væri fyrir bí. Bréf Sigurðar Inga Hvað varðar þrýsting á lögreglu rifjar lögmaður Smáríkisins það upp í samtali við Ríkisútvarpið hinn 22. ágúst að Sigurður Ingi Jóhannsson hafi sem fjármála- og efnahagsráðherra skrifað lögreglu og hvatt til þess að málarekstri yrði hraðað. Þetta túlkaði lögmaðurinn sem óeðlilegan pólitískan þrýsting! Ráðherra gerði rétt Varla getur þetta verið almennt viðhorf í lögmannastéttinni; að það geti talist vera eðlilegt að beiðni frá hinum almenna borgara, fyrirtæki eða stofnun um rannsókn á meintu lögbroti sé óafgreidd í hálfan áratug, en að það þyki aftur á móti í hæsta máta óeðlilegt að ráðherrar málaflokksins stígi fram og mælist til þess að þar til bær yfirvöld fái fyrir sitt leyti botn í slíkt mál. Auðvitað er eðlilegt að ráðherrar hafi skoðun á málum sem undir þá heyra og að þeir geri grein fyrir þeirri skoðun opinberlega og komi á framfæri öllum þeim gögnum sem málið varða. Það stangast engan veginn á við að virða sjálfstæði dómsvaldsins. Í mínum huga var ráðherrann að gera nákvæmlega það sem honum bar að gera; stuðla að því að kærur fengju eðlilega málsmeðferð og niðurstöðu, ekki tiltekna niðurstöðu heldur niðurstöðu yfirleitt. Hitt er svo rétt að værukært dómsvald, værukært Alþingi og værukærar ríkisstjórnir hefðu fyrr mátt átta sig á því að þær eru raunverulega undir gríðarlegum þrýstingi í þessum málaflokki almennt! Sá þrýstingur er að vísu annars eðlis en sá sem lögmaður Smáríkisins skilgreinir sem slíkan. Hagnaðardrifinn þrýstingur Eins og málið blasir við er þrýstingurinn tvenns konar. Annars vegar frá þeim sem vilja óáreittir fá að hagnast á því þvert á lög að selja áfengi framhjá þeirri verslun sem hefur lögbundinn einkarétt til þessa og er í almannaeign. Í Viðskiptablaðinu og á vef RÚV er haft eftir Arnari Sigurðssyni, eiganda Santé, hinn 20. ágúst, að hann telji « löngu tímabært að löggjafinn „gyrði sig í brók“ og viðurkenni orðinn hlut með því að lögleiða smásölu áfengis.» Lögleiða smásöluna? Þetta er sami maður og hefur árum saman haldið því fram að hann hafi hvergi brotið lög. Úr þessari átt hefur ekki aðeins komið þrýstingur heldur hafa þessir aðilar beinlínis tekið lögin í sínar hendur. Lýðheilsudrifinn þrýstingur Á hinn bóginn er svo um að ræða mikinn og vaxandi þrýsting frá heilbrigðisstéttum og forvarnar- og foreldrasamtökum sem hafa ályktað og efnt til ráðstefnuhalds og funda um mikilvægi þess að halda aftur af markaðsöflunum í dreifingu á áfengi til almennrar neyslu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur tekið undir þennan málflutning og lofsamað lýðheilsustefnu íslenskra stjórnvalda. Lítill skilningur á «miklum skoðunum» Úr þessum tveimur áttum kemur þrýstingur á stjórnvöld og sá þrýstingur er mjög raunverulegur, annars vegar þrýstingur þeirra sem vilja hagnast á breyttu fyrirkomulagi í eigin þágu og hins vegar þeirra sem horfa til lýðheilsu og almannahagsmuna. Svo langt sem það nær virðist lögmaður Smáríkisins vera meðvitaður um áherslur forvarnarsamtaka og heilbrigðisstétta en gefur slíkum sjónarmiðum ekki háa einkunn eins og fram kemur í áður ívitnaðri frétt á vef Ríkisútvarpsins: «Pólitíkusar hafa haft miklar skoðanir á þessu og alls konar lýðheilsufræðingar hafa miklar skoðanir á þessu.» Fordæmi Íslands þótti til eftirbreytni Ég hef fylgst vel með þessari umræðu í áranna rás svo og tilraunum heilbrigðisyfirvalda, löggæslu og foreldra- og forvarnarsamtaka til að takmarka markaðságengni með það fyrir augum að takmarka áfengisneyslu, ekki síst hjá unglingum og börnum. Svo vel þótti takast til hjá Íslendingum í átaki sem gert var undir og upp úr síðustu aldamótum að eftir var tekið í þessum geira víða um lönd. Hjá Evrópuráðinu voru Íslendingar fengnir til þess að útskýra frábæran árangur. Vaxandi unglingadrykkja Nú má heyra í fréttum að unglingadrykkja sé á hraðri uppleið. Þeim sem tengdir eru inn á samfélagsmiðlana kemur það ekki á óvart eins mikill og áróðurinn fyrir áfengisdrykkju hefur verið þar. Á undanförnum mánuðum hefur verið boðið upp á afhendingu áfengis á smásölustað eða á heimsendingu til að auðvelda mönnum aðgengið. Á Íslandi eru áfengisauglýsingar bannaðar. Áfengissölunum kemur það ekkert við. Bara úrelt lög, segja þeir og hundsa þau. En hvers vegna auglýsa þeir þennan varning sinn svo ákaft, leggja augljóslega í talsverðan kostnað? Það er vegna þess að þeir vita að með stöðugri hvatningu í auglýsingum má örva söluna og þar með auka drykkjuna. Þetta liggur í augum uppi. Þess vegna var sett bann við auglýsingum. Samhengið Í framhaldinu væri þá eðlilegt að spyrja hvort ekki sé líklegt að samhengi sé á milli ólöglegu áfengissölunnar annars vegar og aukinnar unglingadrykkju hins vegar? Ef svo er hlýtur það að vera einboðið að vínbraskarar og lögmenn þeirra verði ekki látnir taka völdin í landinu og stýra okkur lengra út í þær ógöngur sem þeir hafa átt þátt í að skapa. Gæti þetta verið nokkuð sem fjölmiðlarnir og allir áhrifavaldarnir mættu hugleiða? Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram í kjölfar þess að ákæra koma fram vegna netverslunar með áfengi. Sölulaðilar og fulltrúar þeirra beirra bera sig illa og segja aðför gerða að sér og að hún sé til komin vegna óeðlilegs þrýstingas. Þannig er haft eftir Heiðari Ásberg Atlasyni lögmanni Smáríkisins, eins þeirra fyrirtækja sem stundað hafa ólöglega verslun með áfengi um nokkurra ára skeið og nú fengið á sig ákæru, að lögregla og ákæruvald hafi verið undir gríðarlegum þrýstingi að leggja fram ákæruna. Réttarríkið liðið undir lok? Ár og dagar hafa hins vegar liðið frá því kærur fóru að berast lögreglu um ólöglegar auglýsingar og ólöglega smásölu áfengis eftir að hún kom til sögunnar. Fram hefur komið að í rúm fimm ár hafi þessi mál verið í rannsókn og hefur aðgerðarleysi ákæruvaldsins orðið þess valdandi að margir hafa verið farnir að velta því fyrir sér hvort réttarríkið væri fyrir bí. Bréf Sigurðar Inga Hvað varðar þrýsting á lögreglu rifjar lögmaður Smáríkisins það upp í samtali við Ríkisútvarpið hinn 22. ágúst að Sigurður Ingi Jóhannsson hafi sem fjármála- og efnahagsráðherra skrifað lögreglu og hvatt til þess að málarekstri yrði hraðað. Þetta túlkaði lögmaðurinn sem óeðlilegan pólitískan þrýsting! Ráðherra gerði rétt Varla getur þetta verið almennt viðhorf í lögmannastéttinni; að það geti talist vera eðlilegt að beiðni frá hinum almenna borgara, fyrirtæki eða stofnun um rannsókn á meintu lögbroti sé óafgreidd í hálfan áratug, en að það þyki aftur á móti í hæsta máta óeðlilegt að ráðherrar málaflokksins stígi fram og mælist til þess að þar til bær yfirvöld fái fyrir sitt leyti botn í slíkt mál. Auðvitað er eðlilegt að ráðherrar hafi skoðun á málum sem undir þá heyra og að þeir geri grein fyrir þeirri skoðun opinberlega og komi á framfæri öllum þeim gögnum sem málið varða. Það stangast engan veginn á við að virða sjálfstæði dómsvaldsins. Í mínum huga var ráðherrann að gera nákvæmlega það sem honum bar að gera; stuðla að því að kærur fengju eðlilega málsmeðferð og niðurstöðu, ekki tiltekna niðurstöðu heldur niðurstöðu yfirleitt. Hitt er svo rétt að værukært dómsvald, værukært Alþingi og værukærar ríkisstjórnir hefðu fyrr mátt átta sig á því að þær eru raunverulega undir gríðarlegum þrýstingi í þessum málaflokki almennt! Sá þrýstingur er að vísu annars eðlis en sá sem lögmaður Smáríkisins skilgreinir sem slíkan. Hagnaðardrifinn þrýstingur Eins og málið blasir við er þrýstingurinn tvenns konar. Annars vegar frá þeim sem vilja óáreittir fá að hagnast á því þvert á lög að selja áfengi framhjá þeirri verslun sem hefur lögbundinn einkarétt til þessa og er í almannaeign. Í Viðskiptablaðinu og á vef RÚV er haft eftir Arnari Sigurðssyni, eiganda Santé, hinn 20. ágúst, að hann telji « löngu tímabært að löggjafinn „gyrði sig í brók“ og viðurkenni orðinn hlut með því að lögleiða smásölu áfengis.» Lögleiða smásöluna? Þetta er sami maður og hefur árum saman haldið því fram að hann hafi hvergi brotið lög. Úr þessari átt hefur ekki aðeins komið þrýstingur heldur hafa þessir aðilar beinlínis tekið lögin í sínar hendur. Lýðheilsudrifinn þrýstingur Á hinn bóginn er svo um að ræða mikinn og vaxandi þrýsting frá heilbrigðisstéttum og forvarnar- og foreldrasamtökum sem hafa ályktað og efnt til ráðstefnuhalds og funda um mikilvægi þess að halda aftur af markaðsöflunum í dreifingu á áfengi til almennrar neyslu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur tekið undir þennan málflutning og lofsamað lýðheilsustefnu íslenskra stjórnvalda. Lítill skilningur á «miklum skoðunum» Úr þessum tveimur áttum kemur þrýstingur á stjórnvöld og sá þrýstingur er mjög raunverulegur, annars vegar þrýstingur þeirra sem vilja hagnast á breyttu fyrirkomulagi í eigin þágu og hins vegar þeirra sem horfa til lýðheilsu og almannahagsmuna. Svo langt sem það nær virðist lögmaður Smáríkisins vera meðvitaður um áherslur forvarnarsamtaka og heilbrigðisstétta en gefur slíkum sjónarmiðum ekki háa einkunn eins og fram kemur í áður ívitnaðri frétt á vef Ríkisútvarpsins: «Pólitíkusar hafa haft miklar skoðanir á þessu og alls konar lýðheilsufræðingar hafa miklar skoðanir á þessu.» Fordæmi Íslands þótti til eftirbreytni Ég hef fylgst vel með þessari umræðu í áranna rás svo og tilraunum heilbrigðisyfirvalda, löggæslu og foreldra- og forvarnarsamtaka til að takmarka markaðságengni með það fyrir augum að takmarka áfengisneyslu, ekki síst hjá unglingum og börnum. Svo vel þótti takast til hjá Íslendingum í átaki sem gert var undir og upp úr síðustu aldamótum að eftir var tekið í þessum geira víða um lönd. Hjá Evrópuráðinu voru Íslendingar fengnir til þess að útskýra frábæran árangur. Vaxandi unglingadrykkja Nú má heyra í fréttum að unglingadrykkja sé á hraðri uppleið. Þeim sem tengdir eru inn á samfélagsmiðlana kemur það ekki á óvart eins mikill og áróðurinn fyrir áfengisdrykkju hefur verið þar. Á undanförnum mánuðum hefur verið boðið upp á afhendingu áfengis á smásölustað eða á heimsendingu til að auðvelda mönnum aðgengið. Á Íslandi eru áfengisauglýsingar bannaðar. Áfengissölunum kemur það ekkert við. Bara úrelt lög, segja þeir og hundsa þau. En hvers vegna auglýsa þeir þennan varning sinn svo ákaft, leggja augljóslega í talsverðan kostnað? Það er vegna þess að þeir vita að með stöðugri hvatningu í auglýsingum má örva söluna og þar með auka drykkjuna. Þetta liggur í augum uppi. Þess vegna var sett bann við auglýsingum. Samhengið Í framhaldinu væri þá eðlilegt að spyrja hvort ekki sé líklegt að samhengi sé á milli ólöglegu áfengissölunnar annars vegar og aukinnar unglingadrykkju hins vegar? Ef svo er hlýtur það að vera einboðið að vínbraskarar og lögmenn þeirra verði ekki látnir taka völdin í landinu og stýra okkur lengra út í þær ógöngur sem þeir hafa átt þátt í að skapa. Gæti þetta verið nokkuð sem fjölmiðlarnir og allir áhrifavaldarnir mættu hugleiða? Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun