Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar 1. september 2025 10:46 Það er orðið fyrirsjáanlegt hvernig umræðunni um innflytjendur, hælisleitendur og hinsegin samfélagið er háttað á Íslandi, eða kannski réttara sagt: hvernig við látumst ræða um það. Í raun er engin raunveruleg umræða, heldur einræði sem er klætt í búning kærleiks og samþykkis, en er í raun ekkert nema þöggun. Umræðan er orðin að bergmálshelli þar sem sama klisjan er endurtekin aftur og aftur, líkt og biluð hljómplata. Ef þú tekur ekki undir ríkjandi skoðanir ertu stimplaður vondur, jafnvel fasisti. Það er kaldhæðnislegt í landi sem á að búa við skoðanafrelsi og lýðræði. Fjórða valdið, sérstaklega RÚV, stendur engan veginn undir skyldum sínum og hefur breyst í bergmálshelli fyrir þessa einræðistónlist. Ef einhver vogar sér að spyrja einfaldra spurninga eins og: „Getum við raunverulega séð um þennan straum fólks?“, „Hvaða kröfur ætti að gera til þeirra sem flytja hingað til að tryggja aðlögun og samheldni?“ eða „Af hverju á meirihluti þjóðarinnar að beygja sig undir minnihlutann og breyta jafnvel tungumálinu?“ þá er viðkomandi sleginn niður. Sömuleiðis er það talið bakslag í umræðunni að halda því fram að kynin séu aðeins tvö. Þetta er einföld og skilvirk leið til að þagga niður í andstæðum skoðunum. Af hverju að rífast um staðreyndir þegar þú getur bara stimplað fólk? Það er eins og málefnalegar röksemdir séu hættulegri en flóttamannastraumurinn, sem mörg Evrópulönd eru orðin ráðalaus með, eða sú ógnvekjandi hugsun að kynin séu aðeins tvö. Jarðsprengjusvæði Það er fáránlegt að við getum ekki rætt þessi mál á sama máta og Danir, Þjóðverjar og Bretar, sem eru að herða landamæri og neita að leyfa ótakmarkaðan innflutning. Sannleikurinn virðist vera það sem svokallaðir „kærleiksbirnir“ óttast mest af öllu. Þeir eru hræddir við málefnalegar rökræður og kjósa frekar að stýra þjóðinni með tilfinningum, en það hefur sjaldan reynst farsælt. Að hætta sér inn á þetta jarðsprengjusvæði og minnast á þessa málaflokka er eitthvað sem aðeins hugrökkustu þora. Það er best fyrir okkur hin að halda okkur á mottunni og fljóta bara með skoðunarofbeldinu. Að öðrum kosti eigum við það á hættu að vera útilokuð og hunsuð. Það er kaldhæðnislegt að þeir sem ætlast til ótakmarkaðs skilnings sýna engan slíkan sjálfir. Vonarljós Það er fagnaðarefni að nýr dómsmálaráðherra skuli ætla að taka fastar á málum um innflytjendur, hælisleitendur og erlenda glæpamenn. Almenningur borgar brúsann og það er tilætlunarsemi að hann eigi ekki að hafa skoðun á því í hvað skattpeningar hans fara og hver forgangsröðunin ætti að vera. Það er fáránlegt að reyna að þagga niður í óánægju með því að kalla fólk öllum illum nöfnum. Það mun einungis skapa meiri skotgrafarhernað, sundrungu og skautun í samfélaginu. Umræðan á að vera frjáls, án tilfinningalegs ofbeldis. Að tala um málin þýðir ekki að maður sé á móti þeim, heldur að maður vilji finna lausnir sem ganga upp fyrir alla. Til að árétta, þetta er ekki árás á hinsegin samfélagið eða nokkurn annan minnihlutahóp. Þetta snýst um hvernig má ræða málin, eða réttara sagt, hvernig má ekki ræða þau. Við megum ekki gleyma því að meirihlutinn hefur líka rétt á að hafa skoðanir og tjá þær. Tjáningarfrelsi er einn af hornsteinum samfélagsins og það á að gilda jafnt fyrir alla. Höfundur hefur trú á að tjáningarfrelsið sé hornsteinn samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið fyrirsjáanlegt hvernig umræðunni um innflytjendur, hælisleitendur og hinsegin samfélagið er háttað á Íslandi, eða kannski réttara sagt: hvernig við látumst ræða um það. Í raun er engin raunveruleg umræða, heldur einræði sem er klætt í búning kærleiks og samþykkis, en er í raun ekkert nema þöggun. Umræðan er orðin að bergmálshelli þar sem sama klisjan er endurtekin aftur og aftur, líkt og biluð hljómplata. Ef þú tekur ekki undir ríkjandi skoðanir ertu stimplaður vondur, jafnvel fasisti. Það er kaldhæðnislegt í landi sem á að búa við skoðanafrelsi og lýðræði. Fjórða valdið, sérstaklega RÚV, stendur engan veginn undir skyldum sínum og hefur breyst í bergmálshelli fyrir þessa einræðistónlist. Ef einhver vogar sér að spyrja einfaldra spurninga eins og: „Getum við raunverulega séð um þennan straum fólks?“, „Hvaða kröfur ætti að gera til þeirra sem flytja hingað til að tryggja aðlögun og samheldni?“ eða „Af hverju á meirihluti þjóðarinnar að beygja sig undir minnihlutann og breyta jafnvel tungumálinu?“ þá er viðkomandi sleginn niður. Sömuleiðis er það talið bakslag í umræðunni að halda því fram að kynin séu aðeins tvö. Þetta er einföld og skilvirk leið til að þagga niður í andstæðum skoðunum. Af hverju að rífast um staðreyndir þegar þú getur bara stimplað fólk? Það er eins og málefnalegar röksemdir séu hættulegri en flóttamannastraumurinn, sem mörg Evrópulönd eru orðin ráðalaus með, eða sú ógnvekjandi hugsun að kynin séu aðeins tvö. Jarðsprengjusvæði Það er fáránlegt að við getum ekki rætt þessi mál á sama máta og Danir, Þjóðverjar og Bretar, sem eru að herða landamæri og neita að leyfa ótakmarkaðan innflutning. Sannleikurinn virðist vera það sem svokallaðir „kærleiksbirnir“ óttast mest af öllu. Þeir eru hræddir við málefnalegar rökræður og kjósa frekar að stýra þjóðinni með tilfinningum, en það hefur sjaldan reynst farsælt. Að hætta sér inn á þetta jarðsprengjusvæði og minnast á þessa málaflokka er eitthvað sem aðeins hugrökkustu þora. Það er best fyrir okkur hin að halda okkur á mottunni og fljóta bara með skoðunarofbeldinu. Að öðrum kosti eigum við það á hættu að vera útilokuð og hunsuð. Það er kaldhæðnislegt að þeir sem ætlast til ótakmarkaðs skilnings sýna engan slíkan sjálfir. Vonarljós Það er fagnaðarefni að nýr dómsmálaráðherra skuli ætla að taka fastar á málum um innflytjendur, hælisleitendur og erlenda glæpamenn. Almenningur borgar brúsann og það er tilætlunarsemi að hann eigi ekki að hafa skoðun á því í hvað skattpeningar hans fara og hver forgangsröðunin ætti að vera. Það er fáránlegt að reyna að þagga niður í óánægju með því að kalla fólk öllum illum nöfnum. Það mun einungis skapa meiri skotgrafarhernað, sundrungu og skautun í samfélaginu. Umræðan á að vera frjáls, án tilfinningalegs ofbeldis. Að tala um málin þýðir ekki að maður sé á móti þeim, heldur að maður vilji finna lausnir sem ganga upp fyrir alla. Til að árétta, þetta er ekki árás á hinsegin samfélagið eða nokkurn annan minnihlutahóp. Þetta snýst um hvernig má ræða málin, eða réttara sagt, hvernig má ekki ræða þau. Við megum ekki gleyma því að meirihlutinn hefur líka rétt á að hafa skoðanir og tjá þær. Tjáningarfrelsi er einn af hornsteinum samfélagsins og það á að gilda jafnt fyrir alla. Höfundur hefur trú á að tjáningarfrelsið sé hornsteinn samfélagsins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun