Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. september 2025 12:00 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðherra segir fullyrðingar forsvarsmanna sjávarútvegsins um að uppsagnir fimmtíu starfsmanna hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum megi rekja með beinum hætti til hækkunar veiðigjalda séu úr takti við þróun í geiranum undanfarin ár, hagræðing hafi alltaf fylgt sjávarútvegi. Það séu hinsvegar aldrei góðar fréttir þegar stórir hópar missi vinnuna, ríkisstjórnin muni fylgjast með stöðunni. Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum tilkynntu á föstudag að fiskvinnslu í bænum yrði lokað til að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári og að fimmtíu manns muni missa vinnuna vegna þessa. Þá sagði Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að uppsagnirnar kæmu ekki á óvart. Veiðigjöldin kæmu ofan á hækkun margra kostnaðarliða og óvissu á mörkuðum. Hækkun veiðigjalda var samþykkt eftir mikil átök á þingi í sumar. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir það aldrei góðar fréttir þegar fólk missi vinnuna, útskýringar forsvarsmanna sjávarútvegsins um áhrif veiðigjalda í þeim efnum standist hinsvegar ekki. „Ég get nú kannski ekki alveg fyllilega séð hvert þeir eru að fara með því. Ég held það sé rétt að halda því til haga í fyrsta lagi að þessi fyrirtæki eru rekin til þess að skila hagnaði og hagræðing hefur einkennt íslenskan sjávarútveg mjög lengi.“ Dregið hafi úr fjölda fólks sem vinni í sjávarútvegi undanfarin ár í takti við tækniþróun, sem sé ekki ný af nálinni. „Og það sem hvetur fyrirtækin til þessarar hagræðingar er hagnaðarhvati og áhrif veiðigjaldanna þar á í ljósi þess að þau eru einhver sneið þar af er auðvitað einhver en að tengja þetta við veiðigjöldin sérstaklega er algjörlega úr takti við söguna.“ Hann segir ríkisstjórnina munu fylgjast vel með stöðunni í geiranum á næstunni. „Það eru aldrei góðar fréttir að fólk missi vinnuna og síst af öllu úti á landi. Við fylgjumst með þeirri þróun en það er viðvarandi verkefni að finna ný tækifæri og ekki síst í samfélögum úti á landi. Þar er kannski helst þar sem við fylgjumst með. Því eins og ég sagði áðan er þetta ekki í fyrsta skipti sem fólki er sagt upp hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, það er raunar saga okkar sjávarútvegskerfis að við höfum stöðugt þurft færra fólk ár eftir ár og þetta er viðvarandi verkefni.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Tengdar fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum tilkynntu á föstudag að fiskvinnslu í bænum yrði lokað til að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári og að fimmtíu manns muni missa vinnuna vegna þessa. Þá sagði Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að uppsagnirnar kæmu ekki á óvart. Veiðigjöldin kæmu ofan á hækkun margra kostnaðarliða og óvissu á mörkuðum. Hækkun veiðigjalda var samþykkt eftir mikil átök á þingi í sumar. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir það aldrei góðar fréttir þegar fólk missi vinnuna, útskýringar forsvarsmanna sjávarútvegsins um áhrif veiðigjalda í þeim efnum standist hinsvegar ekki. „Ég get nú kannski ekki alveg fyllilega séð hvert þeir eru að fara með því. Ég held það sé rétt að halda því til haga í fyrsta lagi að þessi fyrirtæki eru rekin til þess að skila hagnaði og hagræðing hefur einkennt íslenskan sjávarútveg mjög lengi.“ Dregið hafi úr fjölda fólks sem vinni í sjávarútvegi undanfarin ár í takti við tækniþróun, sem sé ekki ný af nálinni. „Og það sem hvetur fyrirtækin til þessarar hagræðingar er hagnaðarhvati og áhrif veiðigjaldanna þar á í ljósi þess að þau eru einhver sneið þar af er auðvitað einhver en að tengja þetta við veiðigjöldin sérstaklega er algjörlega úr takti við söguna.“ Hann segir ríkisstjórnina munu fylgjast vel með stöðunni í geiranum á næstunni. „Það eru aldrei góðar fréttir að fólk missi vinnuna og síst af öllu úti á landi. Við fylgjumst með þeirri þróun en það er viðvarandi verkefni að finna ný tækifæri og ekki síst í samfélögum úti á landi. Þar er kannski helst þar sem við fylgjumst með. Því eins og ég sagði áðan er þetta ekki í fyrsta skipti sem fólki er sagt upp hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, það er raunar saga okkar sjávarútvegskerfis að við höfum stöðugt þurft færra fólk ár eftir ár og þetta er viðvarandi verkefni.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Tengdar fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að loka fiskvinnslunni Leo Seafood til þess að mæta hækkun veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Fimmtíu missa vinnuna vegna þessa. 29. ágúst 2025 13:50