90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 1. september 2025 15:32 Í nýrri umsögn Visku um atvinnustefnu til ársins 2035 er varað við að efnahagslegt forskot Íslands sé ekki sjálfgefið til framtíðar. Landið situr í efstu sætum OECD þegar horft er til kaupmáttar og jöfnuðar, en undirliggjandi mynd er ekki eins traust og hún virðist. Útflutningsgrunnurinn er meðal einhæfustu innan OECD og stærstu útflutningsgreinar – ál, sjávarútvegur og ferðaþjónusta – hafa takmarkaða möguleika til frekari vaxtar. Í umsögninni er þó ekki aðeins bent á ógnir heldur einnig á stórt vannýtt sóknarfæri: útflutning hugvitsdrifinnar þjónustu. Tækifærið er metið á tæplega 90 milljarða króna. Það jafngildir árlegum útgjöldum ríkisins til háskóla og framhaldsskóla á Íslandi. Hugvitsþjónusta miklu stærri söluvara á öðrum Norðurlöndum Tækifæri á sviði útflutnings undir liðnum „önnur viðskiptaþjónusta“ sem inniheldur m.a. útselda verkfræðiþjónustu, eru verulega vannýtt á Íslandi. Útflutningur „annarrar viðskiptaþjónustu“ var rúmlega tvöfalt meiri á hvern íbúa í Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi árið 2024. Ef Íslendingum tækist að virkja ný útflutningstækifæri í sama magni myndu útflutningstekjur aukast um tæplega 90 milljarða króna. Norðurlöndin hafa gert hugvit að burðarási í útflutningi byggt á hlutfallslegum yfirburðum. Danir tóku vindorku sem innlenda lausn og breyttu henni í heimsútflutningsvöru. Íslendingar gætu gert slíkt hið sama með jarðvarmann. Þörfin fyrir nýja stoð er brýn Margt bendir til að erfitt verði að viðhalda lífsgæðaforskoti að óbreyttu og að þörf fyrir nýja stoð sé brýn. Hagvöxtur á mann hefur verið rúmlega helmingi minni en í Evrópu frá 2017. Tvær af hverjum þremur útflutningskrónum byggja enn á náttúruauðlindum og Ísland er með einhæfasta vöruútflutning innan OECD, á eftir Chile. Ferðaþjónustan, sem hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, kemst brátt að mörkum sjálfbærni. Um þetta er fjallað í umsögninni. Skýr, einföld og raunsæ atvinnustefna Stjórnvöld geta ekki stjórnað hagkerfinu beint, en þau geta skapað umhverfi sem hvetur til vaxtar nýrra greina. Það felst í einföldu skattkerfi og skýrari hvötum til rannsókna og þróunar, umbótum í menntakerfi á öllum stigum, skilvirkari leyfisveitingum, betri stjórnun á aðflutningi fólks til Íslands og öflugum innviðum sem styðja við nýsköpun. Íslendingar þurfa að virkja tækifærin þar sem hlutfallslegir yfirburðir þjóðarinnar liggja t.a.m. í útflutningi á ráðgjöf tengt jarðvarma rétt eins og Danir hafa gert með vindorkuna. En tækifærin liggja ekki aðeins í viðskiptaþjónustu heldur líka í fjölmörgum öðrum greinum: lífvísindum sem nýta sjávarlífauðlindir, matvælaframleiðslu byggðri á fullnýtingu og kolefnishlutleysi, og skapandi greinum á borð við tónlist, kvikmyndir og stafræna menningu. Ef vel tekst til er 90 milljarða viðbót í útflutningstekjur þjóðarinnar aðeins byrjunin, raunhæft markmið fremur en fjarlæg draumsýn. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Í nýrri umsögn Visku um atvinnustefnu til ársins 2035 er varað við að efnahagslegt forskot Íslands sé ekki sjálfgefið til framtíðar. Landið situr í efstu sætum OECD þegar horft er til kaupmáttar og jöfnuðar, en undirliggjandi mynd er ekki eins traust og hún virðist. Útflutningsgrunnurinn er meðal einhæfustu innan OECD og stærstu útflutningsgreinar – ál, sjávarútvegur og ferðaþjónusta – hafa takmarkaða möguleika til frekari vaxtar. Í umsögninni er þó ekki aðeins bent á ógnir heldur einnig á stórt vannýtt sóknarfæri: útflutning hugvitsdrifinnar þjónustu. Tækifærið er metið á tæplega 90 milljarða króna. Það jafngildir árlegum útgjöldum ríkisins til háskóla og framhaldsskóla á Íslandi. Hugvitsþjónusta miklu stærri söluvara á öðrum Norðurlöndum Tækifæri á sviði útflutnings undir liðnum „önnur viðskiptaþjónusta“ sem inniheldur m.a. útselda verkfræðiþjónustu, eru verulega vannýtt á Íslandi. Útflutningur „annarrar viðskiptaþjónustu“ var rúmlega tvöfalt meiri á hvern íbúa í Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi árið 2024. Ef Íslendingum tækist að virkja ný útflutningstækifæri í sama magni myndu útflutningstekjur aukast um tæplega 90 milljarða króna. Norðurlöndin hafa gert hugvit að burðarási í útflutningi byggt á hlutfallslegum yfirburðum. Danir tóku vindorku sem innlenda lausn og breyttu henni í heimsútflutningsvöru. Íslendingar gætu gert slíkt hið sama með jarðvarmann. Þörfin fyrir nýja stoð er brýn Margt bendir til að erfitt verði að viðhalda lífsgæðaforskoti að óbreyttu og að þörf fyrir nýja stoð sé brýn. Hagvöxtur á mann hefur verið rúmlega helmingi minni en í Evrópu frá 2017. Tvær af hverjum þremur útflutningskrónum byggja enn á náttúruauðlindum og Ísland er með einhæfasta vöruútflutning innan OECD, á eftir Chile. Ferðaþjónustan, sem hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, kemst brátt að mörkum sjálfbærni. Um þetta er fjallað í umsögninni. Skýr, einföld og raunsæ atvinnustefna Stjórnvöld geta ekki stjórnað hagkerfinu beint, en þau geta skapað umhverfi sem hvetur til vaxtar nýrra greina. Það felst í einföldu skattkerfi og skýrari hvötum til rannsókna og þróunar, umbótum í menntakerfi á öllum stigum, skilvirkari leyfisveitingum, betri stjórnun á aðflutningi fólks til Íslands og öflugum innviðum sem styðja við nýsköpun. Íslendingar þurfa að virkja tækifærin þar sem hlutfallslegir yfirburðir þjóðarinnar liggja t.a.m. í útflutningi á ráðgjöf tengt jarðvarma rétt eins og Danir hafa gert með vindorkuna. En tækifærin liggja ekki aðeins í viðskiptaþjónustu heldur líka í fjölmörgum öðrum greinum: lífvísindum sem nýta sjávarlífauðlindir, matvælaframleiðslu byggðri á fullnýtingu og kolefnishlutleysi, og skapandi greinum á borð við tónlist, kvikmyndir og stafræna menningu. Ef vel tekst til er 90 milljarða viðbót í útflutningstekjur þjóðarinnar aðeins byrjunin, raunhæft markmið fremur en fjarlæg draumsýn. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun