Innlent

Eftir­lýstur náðist á nöglunum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin virðist hafa verið fremur róleg.
Nóttin virðist hafa verið fremur róleg. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í gærkvöldi eða nótt, eftir að hann flúði lögreglumenn sem hugðust sekta hann fyrir notkun nagladekkja. 

Viðkomandi fannst skömmu síðar en í kjölfarið kom í ljós að hann var eftirlýstur.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar, sem virðist hafa verið nokkuð róleg.

Lögregla handtók einnig einstakling sem grunaður var um sölu fíkniefna í miðborginni. Við leit á heimili hans fundust fíkniefni og fjármunir, sem lögregla telur ágóða af fíkniefnasölunni. Viðkomandi var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar við bar í miðborginni, þar sem ölvaður maður kýldi annan. Þá barst tilkynning um einstakling eða einstaklinga á jeppa sem sagðir voru kasta eggjum í hús í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×