Viðskipti innlent

Tekur við starfi for­stöðu­manns lög­fræðiráðgjafar Arion

Atli Ísleifsson skrifar
Hjördís Gulla Gylfadóttir,
Hjördís Gulla Gylfadóttir, Arion banki

Hjördís Gulla Gylfadóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion banka.

Frá þessu segir í tilkynningu frá bankanum. Þar kemur fram að Hjördís Gulla hafi starfað innan lögfræðiráðgjafar bankans í um tíu ár og meðal annars sinnt verkefnum á sviði útlánastarfsemi, innleiðingu regluverks og lögfræðiinnheimtu. 

„Áður starfaði Hjördís hjá skilanefnd og slitastjórn Kaupþings og hjá BBA/Legal, m.a. á sviði fjármála- og félagaréttar.

Hjördís Gulla er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×