Fótbolti

Gæti spilað fyrsta lands­leikinn í sjö ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ruben Loftus-Cheek í leik með enska landsliðinu á HM 2018.
Ruben Loftus-Cheek í leik með enska landsliðinu á HM 2018. epa/VASSIL DONEV

Ruben Loftus-Cheek, leikmaður AC Milan, hefur verið valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn í sjö ár.

Adam Wharton, miðjumaður Crystal Palace, getur ekki tekið þátt í leikjum Englands gegn Andorra og Serbíu í undankeppni HM 2026 vegna meiðsla og þess vegna hefur landsliðsþjálfarinn Thomas Tuchel hóað í Loftus-Cheek.

Hann lék síðast með landsliðinu gegn Bandaríkjunum í nóvember 2018. Loftus-Cheek hefur leikið tíu landsleiki fyrir England.

Tuchel þekkir vel til Loftus-Cheek en hann þjálfaði hann hjá Chelsea.

Undanfarin þrjú tímabil hefur Loftus-Cheek leikið með Milan. Hann hefur alls spilað sjötíu leiki fyrir ítalska liðið og skorað ellefu mörk.

England mætir Andorra á Wembley á laugardaginn og Serbíu ytra á þriðjudaginn eftir viku. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×