Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2025 15:15 Húsfylli var í Kaplakrika á kveðjuleik Arons Pálmarssonar á föstudaginn var. vísir/anton Einn sigursælasti handboltamaður sögunnar, Aron Pálmarsson, sér ekki fyrir sér að fara að þjálfa í framtíðinni. Aron var gestur Big Ben, spjallþáttar á notalegu nótunum með Guðmundi Benediktssyni og Hjálmari Erni Jóhannssyni, á fimmtudaginn. Daginn eftir spilaði hann sinn síðasta handboltaleik á ferlinum. FH mætti þá Veszprém í troðfullum Kaplakrika. Ungverska liðið hafði betur, 22-32, en stjarna kvöldsins var Aron sem var kvaddur með virktum. Í Big Ben spurði Gummi Ben Aron hver næstu skref hjá honum í lífinu yrðu, hvort hann færi að þjálfa eins og svo margir hafa gert eftir að leikmannaferlinum lýkur. Ekki stóð á svari hjá Aroni. „Nei, ekki ennþá. Ég hef engan áhuga á því. Það er búið að spyrja mig að því síðan ég var tvítugur. Ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Aron. „Ég er svo hræddur í að geta ekki gert neitt í hlutunum. Ég hef yfirleitt verið leikstjórnandi og þetta er á mér, hvort sem það er að taka skotið eða setja upp eða eitthvað svoleiðis. En þegar ég er bara dúddi á hliðarlínunni. Vinnan er bara fyrir leik. Ég hugsa að ég gæti það ekki.“ Klippa: Big Ben - Aron um þjálfun Hjálmar vildi ólmur deila reynslu sinni af þjálfun en hann stýrði fótboltaliði Augnabliks á sínum tíma. Hann bað þó viðstadda vinsamlegast um að fletta árangri Augnabliks á þessum árum ekki upp. Innslagið úr Big Ben má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Tengdar fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Aron Pálmarsson batt enda á langan og farsælan handboltaferil í sérstökum kveðjuleik í Kaplakrika í kvöld þar sem FH tók á móti ungverska stórliðinu Veszprém. 29. ágúst 2025 21:11 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Aron var gestur Big Ben, spjallþáttar á notalegu nótunum með Guðmundi Benediktssyni og Hjálmari Erni Jóhannssyni, á fimmtudaginn. Daginn eftir spilaði hann sinn síðasta handboltaleik á ferlinum. FH mætti þá Veszprém í troðfullum Kaplakrika. Ungverska liðið hafði betur, 22-32, en stjarna kvöldsins var Aron sem var kvaddur með virktum. Í Big Ben spurði Gummi Ben Aron hver næstu skref hjá honum í lífinu yrðu, hvort hann færi að þjálfa eins og svo margir hafa gert eftir að leikmannaferlinum lýkur. Ekki stóð á svari hjá Aroni. „Nei, ekki ennþá. Ég hef engan áhuga á því. Það er búið að spyrja mig að því síðan ég var tvítugur. Ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Aron. „Ég er svo hræddur í að geta ekki gert neitt í hlutunum. Ég hef yfirleitt verið leikstjórnandi og þetta er á mér, hvort sem það er að taka skotið eða setja upp eða eitthvað svoleiðis. En þegar ég er bara dúddi á hliðarlínunni. Vinnan er bara fyrir leik. Ég hugsa að ég gæti það ekki.“ Klippa: Big Ben - Aron um þjálfun Hjálmar vildi ólmur deila reynslu sinni af þjálfun en hann stýrði fótboltaliði Augnabliks á sínum tíma. Hann bað þó viðstadda vinsamlegast um að fletta árangri Augnabliks á þessum árum ekki upp. Innslagið úr Big Ben má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Tengdar fréttir „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Aron Pálmarsson batt enda á langan og farsælan handboltaferil í sérstökum kveðjuleik í Kaplakrika í kvöld þar sem FH tók á móti ungverska stórliðinu Veszprém. 29. ágúst 2025 21:11 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Aron Pálmarsson batt enda á langan og farsælan handboltaferil í sérstökum kveðjuleik í Kaplakrika í kvöld þar sem FH tók á móti ungverska stórliðinu Veszprém. 29. ágúst 2025 21:11