Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Tómas Kristjánsson skrifa 4. september 2025 09:01 Staða þekkingar Á undanförnum áratugum hefur þekking aukist á þeim áhrifum sem umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum getur haft á frekari þróun sjálfsvíga. Við rannsóknir eru skoðaðar fréttir og frásagnir sem tengjast sjálfsvígum og borin saman sjálfsvígstíðni í kjölfarið. Rannsakendur komu fyrr auga á að ákveðin framsetning, upplýsingar eða túlkun á sjálfsvígi gæti aukið tíðni sjálfsvíga. Skýrasta dæmið um þetta er eftir umfjöllun um sjálfsvíg þekktra einstaklinga þar sem kom fram lýsing á aðferð sjálfsvígs, þá urðu fleiri og sambærileg sjálfsvíg í kjölfarið. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við sögupersónu í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif.‘‘ Jákvæð og nýrri þekking sýnir að umfjöllun um sjálfsvíg þar sem bent er á uppbyggilegar leiðir til sjálfshjálpar og stuðningsúrræði geta dregið úr tíðni sjálfsvíga. Ábyrg umfjöllun af þessu tagi eru kölluð „Papageno-áhrif,“ nefnd eftir sögupersónu í óperunni Töfraflautan eftir Mozart. Papageno íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar leiðir. Gott dæmi um þessi áhrif er lagið 1-800-273-8255 sem varð vinsælt í Bandaríkjunum árið 2017. Nafn lagsins vísar í símanúmer hjálparsíma og texti lagsins fjallar um að það sé alltaf hjálp að fá. Marktæk fækkun sjálfsvíga varð í kjölfar þess að þetta lag varð vinsælt. Lýðheilsuvandi Sjálfsvíg eru stór lýðheilsuvandi en á heimsvísu deyja yfir 720.000 manns á ári í sjálfsvígum. Á Íslandi hefur að meðaltali dáið 41 einstaklingur í sjálfsvígi á ári, undanfarin áratug. Hvert sjálfsvíg skilur eftir sig mikla sorg meðal fjölskyldu og vina en talið er að gáruáhrif sorgar og krefjandi tilfinninga nái langt út fyrir nærumhverfi þess látna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) Byggt á gagnreyndri þekkingu hefur WHO gefið út handbók um sjálfsvígsforvarnir; Life Live. Ein af lykilaðgerðunum í þessari handbók til að sporna við sjálfsvígum á heimsvísu er að vinna þétt með fjölmiðlum og tryggja ábyrga umfjöllun um þetta flókna viðfangsefni. WHO hefur einnig sett saman ráðleggingar fyrir fjölmiðlafólk um hvernig fjalla á um sjálfsvíg á ábyrgan hátt. Þessar ráðleggingar hafa nú verið þýddar af Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna, og staðfærðar fyrir Ísland. Þær eru aðgengilegar á heimasíðu embættis landlæknis, hér. Íslenskar ráðleggingar til fjölmiðla Íslensku ráðleggingarnar voru unnar í samvinnu við Blaðamannafélag Íslands (BÍ), fjölmiðlafólk og við helstu sérfræðinga landsins í sjálfsvígsfræðum. Í íslensku útgáfunni eru viðaukar, með tillögum að orðalagi til að nota í texta og til að láta fylgja með umfjöllunum um sjálfsvíg, listi yfir stuðningsúrræði og fleira. Einnig var fenginn til landsins í tengslum við þessa vinnu helsti sérfræðingur heims um málefnið, Dr. Thomas Niederkrotenhaler, prófessor við Háskólann í Vínarborg. Hann hélt erindi fyrir blaðamenn í húsakynnum BÍ, í september 2024. Hann flutti þar stuttan fyrirlestur, Media and suicide – from Werther to Papageno effects, og í framhaldinu var samtal um málefnið. Íslenska útgáfa ráðlegginganna getur nýst fjölmiðlafólki í störfum sínum en einnig mun efnið nýtast í grunnnám í fjölmiðlun og blaðamennsku við háskóla á Íslandi. Leiðbeiningarnar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg Mælt er með að: Veita nákvæmar upplýsingar um hvar er hægt að leita hjálpar vegna sjálfsvígshugsana. Fræða almenning um staðreyndir um sjálfsvíg og sjálfsvígsforvarnir sem byggðar eru á nákvæmum upplýsingum. Birta fréttir um hvernig er hægt að takast á við streituvalda í lífinu og/eða sjálfsvígshugsanir og mikilvægi þess að leita hjálpar. Nota yfirvegað orðalag í fyrirsögnum. Gæta sérstakrar varúðar þegar fjallað er um sjálfsvíg þekktra einstaklinga. Gæta varúðar þegar tekin eru viðtöl við aðstandendur, vini eða einstaklinga með reynslu af sjálfsvígum. Hafa í huga að fjölmiðlafólk getur sjálft orðið fyrir áhrifum af því að fjalla um sjálfsvíg. Forðast ætti að: Lýsa aðferðinni sem var notuð. Nefna eða gefa upplýsingar um staðinn/staðsetninguna. Fjalla um einstök atriði sjálfsvígsbréfa. Einfalda ástæðuna fyrir sjálfsvígi eða tilgreina einhvern einn orsakavald. Nota ljósmyndir, myndbandsupptökur, hljóðupptökur eða tengla á vefmiðla eða samfélagsmiðla. Nota orðalag/inntak sem vekur mikla athygli, gefur rómantískan blæ eða normaliserar sjálfsvíg (lýsir því sem eðlilegu fyrirbæri) eða sýnir það sem raunhæfa lausn á vandamálum. Hafa sjálfsvígstengt efni sem aðalfrétt eða endurtaka slíkar frásagnir að óþörfu. Erum við öll fjölmiðlar? Einstaklingar, félög, stofnanir og fyrirtæki sem ekki starfa undir nafni fjölmiðils eða ritstjórnar en tjá sig um viðkvæm málefni eins og sjálfsvíg á samfélagsmiðlum þurfa að þekkja þessar ráðleggingar. Það má nefnilega segja að við séum öll ritstjórar á okkar eigin miðlum. Þetta á ekki síst við um þá sem hafa mjög marga fylgjendur, áhrifavalda, þáttastjórnendur og fólk í ábyrgðarstöðum t.d. á vettvangi stjórnmála þar sem ummæli þeirra rata oftar en ekki í fjölmiðla. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk muni ráðleggingarnar en það að vita af þeim og hvar má fletta þeim upp er góð byrjun. Mýtan um að forðast eigi að tala eða skrifa um sjálfsvíg er lífsseig. Nú vitum við betur. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í að móta skilning almennings á sjálfsvígum. Með því að hafa að leiðarljósi leiðbeiningar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg geta blaðamenn og fjölmiðlar hjálpað til við að draga úr fordómum, dregið úr sjálfsvígum og leiðbeint einstaklingum í átt að lífsbjargandi úrræðum og stuðningi. Íslensk rannsókn Rannsókn Dr. Tómasar Kristjánssonar á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sjálfsvíg á árunum 2019 - 2023 sýnir að umfjöllunin hefur farið batnandi þótt enn megi gera betur. Sérstaklega eru tækifæri til þess að bæta umfjöllun um sjálfsvíg frægra erlendra einstaklinga. Almennt standa íslenskir fjölmiðlar sig vel sé miðað við tilmæli embættis landlæknis og tilmæli WHO um ábyrga umfjöllun fjölmiðla. Lífsbrú miðstöð sjálfsvígsforvarna Lífsbrú, miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis, heldur utan um nýja aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Áætlunin gildir frá 2025 – 2030 og er Lífsbrú ábyrg fyrir framvindu vinnunnar. Aðgerð 4.1 felur í sér að tryggja aðgengi fjölmiðla að leiðbeiningum um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg, sjá nýtt mælaborð á heimasíðu embættis landlæknis. Seinna á þessu ári er stefnan að loka þeirri aðgerð. Ráðleggingarnar eru til og unnið er markvisst að kynningu á þeim. Í Gulum september verður lögð sérstök áhersla á að efla þekkingu almennings á ráðleggingunum sem eru aðgengilegar á vef embættis landlæknis og einnig á vef Blaðamannafélags Íslands, hér. Höfundar Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá Lífsbrú miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis. Dr. Tómas Kristjánsson, í fagráði embættis landlæknis um sjálfsvígsforvarnir og lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Fjölmiðlar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Staða þekkingar Á undanförnum áratugum hefur þekking aukist á þeim áhrifum sem umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum getur haft á frekari þróun sjálfsvíga. Við rannsóknir eru skoðaðar fréttir og frásagnir sem tengjast sjálfsvígum og borin saman sjálfsvígstíðni í kjölfarið. Rannsakendur komu fyrr auga á að ákveðin framsetning, upplýsingar eða túlkun á sjálfsvígi gæti aukið tíðni sjálfsvíga. Skýrasta dæmið um þetta er eftir umfjöllun um sjálfsvíg þekktra einstaklinga þar sem kom fram lýsing á aðferð sjálfsvígs, þá urðu fleiri og sambærileg sjálfsvíg í kjölfarið. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við sögupersónu í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif.‘‘ Jákvæð og nýrri þekking sýnir að umfjöllun um sjálfsvíg þar sem bent er á uppbyggilegar leiðir til sjálfshjálpar og stuðningsúrræði geta dregið úr tíðni sjálfsvíga. Ábyrg umfjöllun af þessu tagi eru kölluð „Papageno-áhrif,“ nefnd eftir sögupersónu í óperunni Töfraflautan eftir Mozart. Papageno íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar leiðir. Gott dæmi um þessi áhrif er lagið 1-800-273-8255 sem varð vinsælt í Bandaríkjunum árið 2017. Nafn lagsins vísar í símanúmer hjálparsíma og texti lagsins fjallar um að það sé alltaf hjálp að fá. Marktæk fækkun sjálfsvíga varð í kjölfar þess að þetta lag varð vinsælt. Lýðheilsuvandi Sjálfsvíg eru stór lýðheilsuvandi en á heimsvísu deyja yfir 720.000 manns á ári í sjálfsvígum. Á Íslandi hefur að meðaltali dáið 41 einstaklingur í sjálfsvígi á ári, undanfarin áratug. Hvert sjálfsvíg skilur eftir sig mikla sorg meðal fjölskyldu og vina en talið er að gáruáhrif sorgar og krefjandi tilfinninga nái langt út fyrir nærumhverfi þess látna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) Byggt á gagnreyndri þekkingu hefur WHO gefið út handbók um sjálfsvígsforvarnir; Life Live. Ein af lykilaðgerðunum í þessari handbók til að sporna við sjálfsvígum á heimsvísu er að vinna þétt með fjölmiðlum og tryggja ábyrga umfjöllun um þetta flókna viðfangsefni. WHO hefur einnig sett saman ráðleggingar fyrir fjölmiðlafólk um hvernig fjalla á um sjálfsvíg á ábyrgan hátt. Þessar ráðleggingar hafa nú verið þýddar af Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna, og staðfærðar fyrir Ísland. Þær eru aðgengilegar á heimasíðu embættis landlæknis, hér. Íslenskar ráðleggingar til fjölmiðla Íslensku ráðleggingarnar voru unnar í samvinnu við Blaðamannafélag Íslands (BÍ), fjölmiðlafólk og við helstu sérfræðinga landsins í sjálfsvígsfræðum. Í íslensku útgáfunni eru viðaukar, með tillögum að orðalagi til að nota í texta og til að láta fylgja með umfjöllunum um sjálfsvíg, listi yfir stuðningsúrræði og fleira. Einnig var fenginn til landsins í tengslum við þessa vinnu helsti sérfræðingur heims um málefnið, Dr. Thomas Niederkrotenhaler, prófessor við Háskólann í Vínarborg. Hann hélt erindi fyrir blaðamenn í húsakynnum BÍ, í september 2024. Hann flutti þar stuttan fyrirlestur, Media and suicide – from Werther to Papageno effects, og í framhaldinu var samtal um málefnið. Íslenska útgáfa ráðlegginganna getur nýst fjölmiðlafólki í störfum sínum en einnig mun efnið nýtast í grunnnám í fjölmiðlun og blaðamennsku við háskóla á Íslandi. Leiðbeiningarnar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg Mælt er með að: Veita nákvæmar upplýsingar um hvar er hægt að leita hjálpar vegna sjálfsvígshugsana. Fræða almenning um staðreyndir um sjálfsvíg og sjálfsvígsforvarnir sem byggðar eru á nákvæmum upplýsingum. Birta fréttir um hvernig er hægt að takast á við streituvalda í lífinu og/eða sjálfsvígshugsanir og mikilvægi þess að leita hjálpar. Nota yfirvegað orðalag í fyrirsögnum. Gæta sérstakrar varúðar þegar fjallað er um sjálfsvíg þekktra einstaklinga. Gæta varúðar þegar tekin eru viðtöl við aðstandendur, vini eða einstaklinga með reynslu af sjálfsvígum. Hafa í huga að fjölmiðlafólk getur sjálft orðið fyrir áhrifum af því að fjalla um sjálfsvíg. Forðast ætti að: Lýsa aðferðinni sem var notuð. Nefna eða gefa upplýsingar um staðinn/staðsetninguna. Fjalla um einstök atriði sjálfsvígsbréfa. Einfalda ástæðuna fyrir sjálfsvígi eða tilgreina einhvern einn orsakavald. Nota ljósmyndir, myndbandsupptökur, hljóðupptökur eða tengla á vefmiðla eða samfélagsmiðla. Nota orðalag/inntak sem vekur mikla athygli, gefur rómantískan blæ eða normaliserar sjálfsvíg (lýsir því sem eðlilegu fyrirbæri) eða sýnir það sem raunhæfa lausn á vandamálum. Hafa sjálfsvígstengt efni sem aðalfrétt eða endurtaka slíkar frásagnir að óþörfu. Erum við öll fjölmiðlar? Einstaklingar, félög, stofnanir og fyrirtæki sem ekki starfa undir nafni fjölmiðils eða ritstjórnar en tjá sig um viðkvæm málefni eins og sjálfsvíg á samfélagsmiðlum þurfa að þekkja þessar ráðleggingar. Það má nefnilega segja að við séum öll ritstjórar á okkar eigin miðlum. Þetta á ekki síst við um þá sem hafa mjög marga fylgjendur, áhrifavalda, þáttastjórnendur og fólk í ábyrgðarstöðum t.d. á vettvangi stjórnmála þar sem ummæli þeirra rata oftar en ekki í fjölmiðla. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk muni ráðleggingarnar en það að vita af þeim og hvar má fletta þeim upp er góð byrjun. Mýtan um að forðast eigi að tala eða skrifa um sjálfsvíg er lífsseig. Nú vitum við betur. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í að móta skilning almennings á sjálfsvígum. Með því að hafa að leiðarljósi leiðbeiningar um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg geta blaðamenn og fjölmiðlar hjálpað til við að draga úr fordómum, dregið úr sjálfsvígum og leiðbeint einstaklingum í átt að lífsbjargandi úrræðum og stuðningi. Íslensk rannsókn Rannsókn Dr. Tómasar Kristjánssonar á umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sjálfsvíg á árunum 2019 - 2023 sýnir að umfjöllunin hefur farið batnandi þótt enn megi gera betur. Sérstaklega eru tækifæri til þess að bæta umfjöllun um sjálfsvíg frægra erlendra einstaklinga. Almennt standa íslenskir fjölmiðlar sig vel sé miðað við tilmæli embættis landlæknis og tilmæli WHO um ábyrga umfjöllun fjölmiðla. Lífsbrú miðstöð sjálfsvígsforvarna Lífsbrú, miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis, heldur utan um nýja aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Áætlunin gildir frá 2025 – 2030 og er Lífsbrú ábyrg fyrir framvindu vinnunnar. Aðgerð 4.1 felur í sér að tryggja aðgengi fjölmiðla að leiðbeiningum um ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg, sjá nýtt mælaborð á heimasíðu embættis landlæknis. Seinna á þessu ári er stefnan að loka þeirri aðgerð. Ráðleggingarnar eru til og unnið er markvisst að kynningu á þeim. Í Gulum september verður lögð sérstök áhersla á að efla þekkingu almennings á ráðleggingunum sem eru aðgengilegar á vef embættis landlæknis og einnig á vef Blaðamannafélags Íslands, hér. Höfundar Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá Lífsbrú miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis. Dr. Tómas Kristjánsson, í fagráði embættis landlæknis um sjálfsvígsforvarnir og lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands. Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Píeta símann s. 552-2218, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717 og netspjallið 1717.is. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s. 552-2218.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun