Innlent

Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögreglan stöðvaði ökutæki þar sem mátti sjá kvenmannshár klemmt í farangurshlera.
Lögreglan stöðvaði ökutæki þar sem mátti sjá kvenmannshár klemmt í farangurshlera. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið þar sem mátti sjá kvenmannshár út um farangurshlera. Við nánari athugun reyndist hárið vera einhvers konar hrekkjavökuskraut.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en eftir daginn er einn vistaður í fangageymslu hennar.

Lögreglu barst einnig tilkynning um þjófnað í matvöruverslun. Skýrsla var tekin af geranda á vettvangi og hann látinn laus en málið er enn í rannsókn. Þá barst einnig tilkynning um að hjólkoppum hefði verið stolið undan bifreið og önnur um eignaspjöll á bifreið en þar liggur ekki fyrir hver gerandinn sé.

Lögreglumenn sem sinna verkefnum í Kópavogi og Breiðholti sinntu útkalli vegna umferðarslyss. Enginn var alvarlega slasaður eftir slysið og var lítið tjón á bifreiðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×