Fótbolti

Ó­vænt tap Þýska­lands og Belgía skoraði sex

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Slóvakar fagna.
Slóvakar fagna. PA/JOZEF JAKUBCO

Fjöldinn allur af leikjum í undankeppni HM karla í knattspyrnu sem fram ferá næsta ári fór fram í kvöld. Belgía skoraði sex mörk á meðan Slóvakía gerði sér lítið fyrir og lagði Þýskaland.

Fyrsta umferð undankeppninnar fór fram í kvöld. Á morgun hefur Ísland svo leik. Nokkur úrslit standa upp úr af þeim leikjum sem fóru fram í kvöld.

Spánn gerði góða ferð til Búlgaríu og vann öruggan 3-0 sigur þökk sé mörkum Mikel Oyarzabal, Marc Cucurella og Mikel Merino.

Belgía sótti Liechtenstein heim og vann gríðarlega öruggan 6-0 útisigur. Youri Tielemans skoraði tvennu á meðan Kevin de Bruyne, Maxim De Cuyper Arthur Theate og Malick Fofana skoruðu eitt mark hver.

Slóvakía byrjar svo undankeppnina af krafti. David Hancko og David Strelec með mörkin í óvæntum 2-0 sigri.

Önnur úrslit

  • Kasakstan 0-1 Wales
  • Georgía 2-3 Tyrkland
  • Litáen 1-1 Malta
  • Lúxemborg 1-3 Norður-Írland
  • Holland 1-1 Pólland



Fleiri fréttir

Sjá meira


×