Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar 4. september 2025 22:12 Popúlismi hefur síðustu áratugi valdið straumhvörfum í stjórnmálum víðsvegar um heiminn. Stjórnmálaflokkar sem skilgreina má sem popúlista hafa tekið sér sess meðal meginstraumsflokka og jafnvel átt þátt í ríkisstjórnum. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á tilurð popúlisma út frá siðferðissjónarmiðum þér til fróðleiks. Samkvæmt Cas Mudde, einum fremsta fræðimanni um popúlisma í heiminum í dag, lýsir popúlismi samfélaginu sem tveimur aðskildum og andstæðum hópum annars vegar „fólkinu“ (popúlistum) og hins vegar „spilltu elítunni“ eða öðrum minnihlutahópum. Sú togstreita sem myndast á milli þessara hópa skapar siðferðislega gjá þar sem „fólkið“ telur sig hafa siðferðislega yfirburði yfir spilltu elítuna eða minnihlutahópa í þjóðfélaginu, svo sem innflytjendur. Popúlismi er þunnskipuð hugmyndafræði (e. thin-centred ideology), sem þýðir að hún getur ekki veitt yfirgripsmikil svör við flóknum viðfangsefnum. Þar af leiðandi er nálgun popúlismans á samfélagið sett upp á einfaldan hátt: „við“ á móti „þeim“. Að mörgu leyti er and-fjölhyggja (e.anti-pluralism) eitt af meginþáttum popúlismans. Hugtakið vísar til andstöðu við margbreytileika í samfélaginu, til dæmis andstöðu við fjölmenningu, ólík gildi og mismunandi lífsskoðanir. Samkvæmt and-fjölhyggju á samfélagið að vera ein heild með sameiginlegt trúarbragð, menningu, stjórnmál og jafnvel siðferði. Popúlistar halda því fram að andstæðingar þeirra, svo sem stjórnmálaelítan, stofnanir og minnihlutahópar, séu ekki lögmætir fulltrúar almennings þar sem þeir teljist ekki hluti af „fólkinu“. Jan-Werner Müller hefur kallað popúlisma „siðferðislega ímyndun stjórnmála“. Með því á hann við að popúlistar líti á heiminn sem baráttu milli siðferðislega spilltra aðila og „fólksins“, sem sé heilsteypt og sameinað í þeirri viðleitni að berjast gegn fyrrnefnda hópnum. Samkvæmt Müller er sú fullyrðing að aðeins sumir séu hluti af „raunverulega fólkinu“ grundvöllur að útilokun annarra hópa, þar sem þeir séu ekki taldir lögmætir fulltrúar almennings. Cas Mudde bendir einnig á að popúlistar telji sig vera hina einu sönnu fulltrúa almennings og að stjórnmál eigi að endurspegla hinn almenna vilja þjóðarinnar. Leiðtogar popúlista stilla sér oft upp sem „rödd almennings“ og leitast við að skapa tengsl við fólk í gegnum sameiginlega menningu. Þannig geta þeir fullvissað um að þeir séu „einn af fólkinu“. Hins vegar telja popúlistar að þeir sem ekki deila þessari menningu tilheyri ekki almenningi. Önnur megineinkenni popúlisma eru andstaða við ríkjandi kerfi (e.anti-establishment). Popúlistar grafa undan lögmæti stofnana og meginstraums stjórnmálaflokka með því að skilgreina kerfið sem spillt. Þetta ýtir undir aðskilnað milli „fólksins“ og „spilltu hópanna“, svo sem stjórnmálaelítunnar. Þar sem að popúlískir flokkar setji sig upp sem andstæðinga kerfisins, getur það reynst þeim erfitt að sitja í ríkisstjórn. Þegar illa gengur í ríkisstjórn hafa leiðtogar popúlískra flokka oft kennt spilltri elítu um, til dæmis stjórnsýslunni, sem þeir telja vinna á bak við tjöldin að því að grafa undan lögmæti þeirra. Það má færa rök fyrir því að aðferð popúlista, að skipta samfélaginu í tvo andstæðar fylkingar út frá siðferði og útiloka ákveðna hópa frá þátttöku í lýðræðinu, grafi undan grundvallarþáttum fulltrúalýðræðis. Sú meginregla að allir hópar eigi að hafa rödd í samfélaginu veikist við slíka pólitík. And-fjölhyggjueinkenni popúlisma geta einnig leitt til þess að eftirlitskerfið sem felst í þrískiptingu ríkisvaldsins s.s. löggjafans, dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins rofni. Það dregur úr lögmæti lýðræðisins og getur stutt við þróun í átt að einræðislegu stjórnarfari. Popúlistar telja að pólitískar athafnir eigi að hafa forgang yfir lög og reglur, sem hefur í för með sér að vilji fólksins, eða jafnvel vilji stjórnmálaforingjans, eigi að vera æðsta form valdsins. Slíkt fyrirkomulag grefur undan stofnunum lýðræðisins, eins og sést hefur í mörgum löndum víðsvegar um heiminn sem hafa kosið popúlíska stjórnmálaflokka til valda. Heimildir: Mudde, Cas & Rovira Kaltwasser, C. (2017) Populism: A Very Short Introduction. New York: Oxford University Press. Muller, Jan-Werner (2016) What is Populism? London:Penguin Höfundur er alþjóðastjórnmála- og stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Popúlismi hefur síðustu áratugi valdið straumhvörfum í stjórnmálum víðsvegar um heiminn. Stjórnmálaflokkar sem skilgreina má sem popúlista hafa tekið sér sess meðal meginstraumsflokka og jafnvel átt þátt í ríkisstjórnum. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á tilurð popúlisma út frá siðferðissjónarmiðum þér til fróðleiks. Samkvæmt Cas Mudde, einum fremsta fræðimanni um popúlisma í heiminum í dag, lýsir popúlismi samfélaginu sem tveimur aðskildum og andstæðum hópum annars vegar „fólkinu“ (popúlistum) og hins vegar „spilltu elítunni“ eða öðrum minnihlutahópum. Sú togstreita sem myndast á milli þessara hópa skapar siðferðislega gjá þar sem „fólkið“ telur sig hafa siðferðislega yfirburði yfir spilltu elítuna eða minnihlutahópa í þjóðfélaginu, svo sem innflytjendur. Popúlismi er þunnskipuð hugmyndafræði (e. thin-centred ideology), sem þýðir að hún getur ekki veitt yfirgripsmikil svör við flóknum viðfangsefnum. Þar af leiðandi er nálgun popúlismans á samfélagið sett upp á einfaldan hátt: „við“ á móti „þeim“. Að mörgu leyti er and-fjölhyggja (e.anti-pluralism) eitt af meginþáttum popúlismans. Hugtakið vísar til andstöðu við margbreytileika í samfélaginu, til dæmis andstöðu við fjölmenningu, ólík gildi og mismunandi lífsskoðanir. Samkvæmt and-fjölhyggju á samfélagið að vera ein heild með sameiginlegt trúarbragð, menningu, stjórnmál og jafnvel siðferði. Popúlistar halda því fram að andstæðingar þeirra, svo sem stjórnmálaelítan, stofnanir og minnihlutahópar, séu ekki lögmætir fulltrúar almennings þar sem þeir teljist ekki hluti af „fólkinu“. Jan-Werner Müller hefur kallað popúlisma „siðferðislega ímyndun stjórnmála“. Með því á hann við að popúlistar líti á heiminn sem baráttu milli siðferðislega spilltra aðila og „fólksins“, sem sé heilsteypt og sameinað í þeirri viðleitni að berjast gegn fyrrnefnda hópnum. Samkvæmt Müller er sú fullyrðing að aðeins sumir séu hluti af „raunverulega fólkinu“ grundvöllur að útilokun annarra hópa, þar sem þeir séu ekki taldir lögmætir fulltrúar almennings. Cas Mudde bendir einnig á að popúlistar telji sig vera hina einu sönnu fulltrúa almennings og að stjórnmál eigi að endurspegla hinn almenna vilja þjóðarinnar. Leiðtogar popúlista stilla sér oft upp sem „rödd almennings“ og leitast við að skapa tengsl við fólk í gegnum sameiginlega menningu. Þannig geta þeir fullvissað um að þeir séu „einn af fólkinu“. Hins vegar telja popúlistar að þeir sem ekki deila þessari menningu tilheyri ekki almenningi. Önnur megineinkenni popúlisma eru andstaða við ríkjandi kerfi (e.anti-establishment). Popúlistar grafa undan lögmæti stofnana og meginstraums stjórnmálaflokka með því að skilgreina kerfið sem spillt. Þetta ýtir undir aðskilnað milli „fólksins“ og „spilltu hópanna“, svo sem stjórnmálaelítunnar. Þar sem að popúlískir flokkar setji sig upp sem andstæðinga kerfisins, getur það reynst þeim erfitt að sitja í ríkisstjórn. Þegar illa gengur í ríkisstjórn hafa leiðtogar popúlískra flokka oft kennt spilltri elítu um, til dæmis stjórnsýslunni, sem þeir telja vinna á bak við tjöldin að því að grafa undan lögmæti þeirra. Það má færa rök fyrir því að aðferð popúlista, að skipta samfélaginu í tvo andstæðar fylkingar út frá siðferði og útiloka ákveðna hópa frá þátttöku í lýðræðinu, grafi undan grundvallarþáttum fulltrúalýðræðis. Sú meginregla að allir hópar eigi að hafa rödd í samfélaginu veikist við slíka pólitík. And-fjölhyggjueinkenni popúlisma geta einnig leitt til þess að eftirlitskerfið sem felst í þrískiptingu ríkisvaldsins s.s. löggjafans, dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins rofni. Það dregur úr lögmæti lýðræðisins og getur stutt við þróun í átt að einræðislegu stjórnarfari. Popúlistar telja að pólitískar athafnir eigi að hafa forgang yfir lög og reglur, sem hefur í för með sér að vilji fólksins, eða jafnvel vilji stjórnmálaforingjans, eigi að vera æðsta form valdsins. Slíkt fyrirkomulag grefur undan stofnunum lýðræðisins, eins og sést hefur í mörgum löndum víðsvegar um heiminn sem hafa kosið popúlíska stjórnmálaflokka til valda. Heimildir: Mudde, Cas & Rovira Kaltwasser, C. (2017) Populism: A Very Short Introduction. New York: Oxford University Press. Muller, Jan-Werner (2016) What is Populism? London:Penguin Höfundur er alþjóðastjórnmála- og stjórnsýslufræðingur
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun