Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2025 10:50 Toglestin gjöreyðilagðist. 18 lifðu slysið af en slösuðust. Meðal þeirra er þriggja ára drengur. Vísir/EPA Þriggja ára drengur er meðal þeirra sem komst lífs af úr toglestarslysinu sem varð í Lissabon í gær. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í kjölfar slyssins en toglestin fór af sporinu og skall utan í byggingu. Að minnsta kosti átján slösuðust og sextán eru látin. Þau látnu eru frá Portúgal, Bretlandi, Suður-Kóreu, Sviss, Kanada, Þýskalandi og Úkraínu. Drengurinn sem fannst á lífi var í toglestinni með móður sinni sem slasaðir og föður sínum sem lést í slysinu. Enn er óljóst hvað olli slysinu en rekstraraðili, Carris, sagði allar toglestir þeirra verða skoðaðar og að það verði sett af stað rannsókn vegna málsins. Í frétt BBC segir að minningarathöfn hafi verið haldin í gær fyrir þau sem létust og að fyrir utan hafi hópur fólks safnast saman sem kallaði eftir ítarlegri rannsókn. Í fréttinni kemur fram að nöfn hinna látnu og særðu hafi ekki þegar verið birt en lögregla sagði á blaðamannafundi í gær að þau töldu tvo frá Kanada látna, einn frá Þýskalandi og einn frá Úkraínu. Áður höfðu þau sagt frá því að fimm Portúgalar, tveir frá Suður-Kóreu og einn frá Sviss væru látin. Í frétt BBC í dag kemur fram að þrír Bretar séu meðal þeirra látnu. Fólk hefur lagt blómvendi við slysstaðinn í Lissabon.Vísir/EPA Upphaflega kom fram að 17 hefði látist í slysinu en síðar kom í ljós að einn var talinn hafa látist í slysinu hafði verið lengur á spítalanum. Toglestin, Gloria, var opnaður fyrir notkun árið 1885. Um þrjátíu árum síðar var leitt rafmagn í hann. Lestin flytur fólk upp um 275 metra frá miðborg Lissabon til Bairro Alto hverfisins þar sem útsýni er afar gott fyrir borgina. Ferðin tekur yfirleitt um þrjár mínútur. Tveir vagnar eru á línunni á öfugum enda. Á meðan annar fer niður togar hann hinn vagninn upp og þannig sparar hann rafmagn. Í frétt BBC segir að á meðan vagninn rann niður niður sást hinn ósnertur aðeins nokkrum metrum frá á botninum. Á myndinni sést önnur toglestin ósnert og hin rétt fyrir ofan sem rann niður og skall á húsinu með þeim afleiðingum að 16 létust.Vísir/EPA Portúgal Þýskaland Bretland Suður-Kórea Sviss Kanada Úkraína Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Drengurinn sem fannst á lífi var í toglestinni með móður sinni sem slasaðir og föður sínum sem lést í slysinu. Enn er óljóst hvað olli slysinu en rekstraraðili, Carris, sagði allar toglestir þeirra verða skoðaðar og að það verði sett af stað rannsókn vegna málsins. Í frétt BBC segir að minningarathöfn hafi verið haldin í gær fyrir þau sem létust og að fyrir utan hafi hópur fólks safnast saman sem kallaði eftir ítarlegri rannsókn. Í fréttinni kemur fram að nöfn hinna látnu og særðu hafi ekki þegar verið birt en lögregla sagði á blaðamannafundi í gær að þau töldu tvo frá Kanada látna, einn frá Þýskalandi og einn frá Úkraínu. Áður höfðu þau sagt frá því að fimm Portúgalar, tveir frá Suður-Kóreu og einn frá Sviss væru látin. Í frétt BBC í dag kemur fram að þrír Bretar séu meðal þeirra látnu. Fólk hefur lagt blómvendi við slysstaðinn í Lissabon.Vísir/EPA Upphaflega kom fram að 17 hefði látist í slysinu en síðar kom í ljós að einn var talinn hafa látist í slysinu hafði verið lengur á spítalanum. Toglestin, Gloria, var opnaður fyrir notkun árið 1885. Um þrjátíu árum síðar var leitt rafmagn í hann. Lestin flytur fólk upp um 275 metra frá miðborg Lissabon til Bairro Alto hverfisins þar sem útsýni er afar gott fyrir borgina. Ferðin tekur yfirleitt um þrjár mínútur. Tveir vagnar eru á línunni á öfugum enda. Á meðan annar fer niður togar hann hinn vagninn upp og þannig sparar hann rafmagn. Í frétt BBC segir að á meðan vagninn rann niður niður sást hinn ósnertur aðeins nokkrum metrum frá á botninum. Á myndinni sést önnur toglestin ósnert og hin rétt fyrir ofan sem rann niður og skall á húsinu með þeim afleiðingum að 16 létust.Vísir/EPA
Portúgal Þýskaland Bretland Suður-Kórea Sviss Kanada Úkraína Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira