Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Íþróttadeild Vísis skrifar 5. september 2025 20:42 Albert Guðmundsson kom að þremur mörkum Íslands í kvöld. Hér skorar hann. Vísir / Anton Brink Ísland tók á móti Aserbaísjan í fyrstu umferð forkeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Leikurinn fór 5-0 fyrir Ísland en eftir leiðinlegan fyrri hálfleik var afturbrennarinn settur í gang í þeim seinni og verkefnið klárað með sóma. Byrjunarlið: Elías Rafn Ólafsson, markmaður - 6 Elías átti mjög náðugan dag í fyrri hálfleik. Þurfti að grípa held ég eina fyrirgjöf fyrstu 45 mínútur leiksins. Sömu sögu var að segja í seinni hálfleik. Elías tók ekki einu sinni markspyrnu í leiknum svo róleg var vaktin. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - 8 Aserbaísjan reyndu mikið að lyfta boltanum upp vinstri vænginn sinn í sínum fáu sóknaraðgerðum en Guðlaugur var vel á verði og skallaði eða skar út þær tilraunir í gríð og erg. Þá kom hann okkar mönnum yfir í lok fyrri hálfleik með stórglæsilegum skalla. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 7 Einbeitingin uppmáluð í hjarta varnarinnar og það sem þurfti að sópa upp það var sópað upp af Sverri og Daníel Leó. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - 7 Honum og Sverri virtist líða mjög vel saman í dag. Ekki mikið sem mæddi á þeim félögum en vaktin staðin með miklum sóma. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - 7 Hraði hans og kraftur kom sér vel í dag. Var Mikael eins og rennilás upp og niður vinstri vænginn. Gestirnir þurftu að hafa miklar áhyggjur af honum í allt kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson, djúpur miðjumaður - 9 Sprakk út sóknarlega í seinni hálfleik og í raun fyrstu 10 mínúturnar. Tvö mörk sem fóru mjög langt með að innsigla fullkominn fyrsta leik í þessari undankeppni. Af djúpum miðjumanni að vera var hann eins og gammur, mættur í markteiginn til að ná í mörkin sín og gerði það vel. Stefán Teitur Þórðarson, djúpur miðjumaður - 7 Eins og ísbrjótur á miðjunni. Ef sendingar nálguðust miðjuna frá gestunum tók hann við þeim og kom í spil fyrir okkar menn. Hákon Arnar Haraldsson, framliggjandi miðjumaður - 8 Var mikið í boltanum og stýrði spilinu í dag. Í seinni hálfleik var hann í því að taka úr lás hjá Aserbasían í óþökk þeirra. Albert Guðmundsson, framliggjandi miðjumaður - 9. Maður leiksins. Tvær fyrirgjafir sem skópu mark sitthvoru megin við hálfleikinn. Þá var hann duglegur að hlaupa á vörn gestanna þegar færi gafst á en það þurfti svo sannarlega að keyra því Aserbaísjan ætluðu ekki að hleypa upp tempóinu. Jón Dagur Þorsteinsson, framliggjandi miðjumaður - 8 Fyrirgjafir hans í fyrri hálfleik rötuðu ekki á samherja en tvær stoðsendingar litu dagins ljós í seinni hálfleiks. Var annars alltaf ógnandi upp hægri kantinn. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - 7 Fékk úr litlu að moða í teig andstæðinganna, enda umkringdur mörgum hafsentum. Átti þó hörkuskalla sem var líklega millimeter frá því að fara yfir línuna. Það hefði togað upp einkunnina. Var góður í því hlutverki að virka sem batti fyrir miðjumenn liðsins í uppbyggingu sókna liðsins. Varamenn: Mikael Neville Andersson kom inn fyrir Jón Dagur Þorsteinsson á 69. mínútu - 6 Kom inn af krafti og hélt uppi gæðum liðsins. Brynjólfur Willumsson kom inn fyrir Stefán Teitur Þórðarsoná 69. mínútu - 6 Komst lítið í boltann á þeim mínútum sem hann fékk. Daniel Guðjohnsen kom inn fyrir Andri Lucas Guðjohnsená 69. mínútu - 6 Fékk ekki úr miklu að moða eins og bróðir sinn. Átti þó rispu alveg undir lok leiks en náði ekki að hitta á rammann. Kristian Hlynsson kom inn fyrir Albert Guðmundsson á 69. mínútu - 7 Skoraði fimmta markið. Tók við fyrirgjafastarfinu af Alberti og þakkaði traustið með því að koma boltanum í netið. Bjarki Steinn Bjarkason kom inn fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 78. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Norður-Ameríku á næsta ári. 5. september 2025 17:17 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Byrjunarlið: Elías Rafn Ólafsson, markmaður - 6 Elías átti mjög náðugan dag í fyrri hálfleik. Þurfti að grípa held ég eina fyrirgjöf fyrstu 45 mínútur leiksins. Sömu sögu var að segja í seinni hálfleik. Elías tók ekki einu sinni markspyrnu í leiknum svo róleg var vaktin. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - 8 Aserbaísjan reyndu mikið að lyfta boltanum upp vinstri vænginn sinn í sínum fáu sóknaraðgerðum en Guðlaugur var vel á verði og skallaði eða skar út þær tilraunir í gríð og erg. Þá kom hann okkar mönnum yfir í lok fyrri hálfleik með stórglæsilegum skalla. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 7 Einbeitingin uppmáluð í hjarta varnarinnar og það sem þurfti að sópa upp það var sópað upp af Sverri og Daníel Leó. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - 7 Honum og Sverri virtist líða mjög vel saman í dag. Ekki mikið sem mæddi á þeim félögum en vaktin staðin með miklum sóma. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - 7 Hraði hans og kraftur kom sér vel í dag. Var Mikael eins og rennilás upp og niður vinstri vænginn. Gestirnir þurftu að hafa miklar áhyggjur af honum í allt kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson, djúpur miðjumaður - 9 Sprakk út sóknarlega í seinni hálfleik og í raun fyrstu 10 mínúturnar. Tvö mörk sem fóru mjög langt með að innsigla fullkominn fyrsta leik í þessari undankeppni. Af djúpum miðjumanni að vera var hann eins og gammur, mættur í markteiginn til að ná í mörkin sín og gerði það vel. Stefán Teitur Þórðarson, djúpur miðjumaður - 7 Eins og ísbrjótur á miðjunni. Ef sendingar nálguðust miðjuna frá gestunum tók hann við þeim og kom í spil fyrir okkar menn. Hákon Arnar Haraldsson, framliggjandi miðjumaður - 8 Var mikið í boltanum og stýrði spilinu í dag. Í seinni hálfleik var hann í því að taka úr lás hjá Aserbasían í óþökk þeirra. Albert Guðmundsson, framliggjandi miðjumaður - 9. Maður leiksins. Tvær fyrirgjafir sem skópu mark sitthvoru megin við hálfleikinn. Þá var hann duglegur að hlaupa á vörn gestanna þegar færi gafst á en það þurfti svo sannarlega að keyra því Aserbaísjan ætluðu ekki að hleypa upp tempóinu. Jón Dagur Þorsteinsson, framliggjandi miðjumaður - 8 Fyrirgjafir hans í fyrri hálfleik rötuðu ekki á samherja en tvær stoðsendingar litu dagins ljós í seinni hálfleiks. Var annars alltaf ógnandi upp hægri kantinn. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - 7 Fékk úr litlu að moða í teig andstæðinganna, enda umkringdur mörgum hafsentum. Átti þó hörkuskalla sem var líklega millimeter frá því að fara yfir línuna. Það hefði togað upp einkunnina. Var góður í því hlutverki að virka sem batti fyrir miðjumenn liðsins í uppbyggingu sókna liðsins. Varamenn: Mikael Neville Andersson kom inn fyrir Jón Dagur Þorsteinsson á 69. mínútu - 6 Kom inn af krafti og hélt uppi gæðum liðsins. Brynjólfur Willumsson kom inn fyrir Stefán Teitur Þórðarsoná 69. mínútu - 6 Komst lítið í boltann á þeim mínútum sem hann fékk. Daniel Guðjohnsen kom inn fyrir Andri Lucas Guðjohnsená 69. mínútu - 6 Fékk ekki úr miklu að moða eins og bróðir sinn. Átti þó rispu alveg undir lok leiks en náði ekki að hitta á rammann. Kristian Hlynsson kom inn fyrir Albert Guðmundsson á 69. mínútu - 7 Skoraði fimmta markið. Tók við fyrirgjafastarfinu af Alberti og þakkaði traustið með því að koma boltanum í netið. Bjarki Steinn Bjarkason kom inn fyrir Guðlaug Victor Pálsson á 78. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Norður-Ameríku á næsta ári. 5. september 2025 17:17 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Norður-Ameríku á næsta ári. 5. september 2025 17:17