„Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. september 2025 21:52 Arnar stóð á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í fyrsta sinn sem þjálfari í kvöld. vísir / anton brink Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega ánægður með sinn fyrsta leik sem þjálfari á Laugardalsvelli. Enda ærin ástæða til eftir fimm marka sigur, algjört burst gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Hann segir fyrri hálfleikinn hafa lagt grunninn að góðum sigri. „Frábær sigur, að skora fimm mörk í alþjóðlegum fótbolta er mjög sterkt. Að byrja þessa keppni á sigri er mjög sterkt. Maður er aldrei fullkomlega ánægður sem þjálfari, það er alltaf hægt að finna eitthvað til að rífast yfir, en heilt yfir góð frammistaða. Vorum 1-0 yfir í hálfleik eftir mark undir lok fyrri hálfleiks og fyrri hálfleikurinn lagði grunninn að góðum seinni hálfleik. Með því að hreyfa boltann hratt þá þreyttust leikmenn Aserbaísjan og þegar þú þreytist missirðu fókus og ferð að hlaupa út úr stöðu. Svo eftir annað markið fannst mér ýmsum hlekkjum létt af okkar leikmönnum. Menn fóru að njóta sín aðeins betur, heilt yfir góð frammistaða.“ „Vonandi náum við honum góðum“ Albert Guðmundsson átti frábæran leik. Hann lagði fyrsta markið upp og átti fyrirgjöfina sem leiddi að öðru markinu, skoraði svo fjórða mark Íslands en fór meiddur af velli strax í kjölfarið. „Það á eftir að meta það en hann sneri sig eitthvað aðeins á ökkla. Við tökum núna næstu daga í að meta hvort hann verði klár á þriðjudaginn. En gaman fyrir hann að skora mark, ég heimtaði mark frá honum í þessum leik og hann er líka kominn með fullt af stoðsendingum sem spyrnumaðurinn okkar í föstum leikatriðum. Þannig að vonandi náum við honum góðum.“ Yngri kynslóðin kom sterk inn Margir leikmenn af yngri kynslóðinni stóðu sig vel í kvöld. Daníel Tristan Guðjohnsen fékk sínar fyrstu mínútur með landsliðinu og Kristian Hlynsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, þó það sé reyndar aðeins á reiki hvort hann hafi skorað. „Mjög gott að geta gefið þeim mínútur og svona smjörþefinn af alþjóðlegum fótbolta og öllu sem því fylgir. Þeir komu mjög sterkir inn í þennan leik, voru með gott hugarfar og fylgdu líka leikplaninu, sem var gott fyrir mig. Auðvitað þegar staðan er orðin 5-0 getur leikurinn leysts upp í algjöra vitleysu, en mér fannst þeir halda góðum aga til að hleypa leiknum ekki í vitleystu.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
„Frábær sigur, að skora fimm mörk í alþjóðlegum fótbolta er mjög sterkt. Að byrja þessa keppni á sigri er mjög sterkt. Maður er aldrei fullkomlega ánægður sem þjálfari, það er alltaf hægt að finna eitthvað til að rífast yfir, en heilt yfir góð frammistaða. Vorum 1-0 yfir í hálfleik eftir mark undir lok fyrri hálfleiks og fyrri hálfleikurinn lagði grunninn að góðum seinni hálfleik. Með því að hreyfa boltann hratt þá þreyttust leikmenn Aserbaísjan og þegar þú þreytist missirðu fókus og ferð að hlaupa út úr stöðu. Svo eftir annað markið fannst mér ýmsum hlekkjum létt af okkar leikmönnum. Menn fóru að njóta sín aðeins betur, heilt yfir góð frammistaða.“ „Vonandi náum við honum góðum“ Albert Guðmundsson átti frábæran leik. Hann lagði fyrsta markið upp og átti fyrirgjöfina sem leiddi að öðru markinu, skoraði svo fjórða mark Íslands en fór meiddur af velli strax í kjölfarið. „Það á eftir að meta það en hann sneri sig eitthvað aðeins á ökkla. Við tökum núna næstu daga í að meta hvort hann verði klár á þriðjudaginn. En gaman fyrir hann að skora mark, ég heimtaði mark frá honum í þessum leik og hann er líka kominn með fullt af stoðsendingum sem spyrnumaðurinn okkar í föstum leikatriðum. Þannig að vonandi náum við honum góðum.“ Yngri kynslóðin kom sterk inn Margir leikmenn af yngri kynslóðinni stóðu sig vel í kvöld. Daníel Tristan Guðjohnsen fékk sínar fyrstu mínútur með landsliðinu og Kristian Hlynsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, þó það sé reyndar aðeins á reiki hvort hann hafi skorað. „Mjög gott að geta gefið þeim mínútur og svona smjörþefinn af alþjóðlegum fótbolta og öllu sem því fylgir. Þeir komu mjög sterkir inn í þennan leik, voru með gott hugarfar og fylgdu líka leikplaninu, sem var gott fyrir mig. Auðvitað þegar staðan er orðin 5-0 getur leikurinn leysts upp í algjöra vitleysu, en mér fannst þeir halda góðum aga til að hleypa leiknum ekki í vitleystu.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira