Sport

Sjáðu markasúpuna á Laugar­dals­velli í kvöld

Siggeir Ævarsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í kvöld
Byrjunarlið Íslands í kvöld Vísir/Anton Brink

Ísland vann sannfærandi 5-0 sigur á Aserbaísjan á Laugardalsvelli í kvöld en þetta var fyrsti leikur Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar.

Íslenska liðinu gekk illa að opna á færi í fyrri hálfleik sem var afar bragðdaufur en glæsilegt varnarmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson skoraði glæsilegt skallamark í uppbótartíma sem virtist trekkja íslenska liðið í gang.

Liðið mætti mjög ákveðið til leiks í seinni hálfleik og lét mörkunum hreinlega rigna. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði strax í upphafi hans og bætti svo við öðru marki níu mínútum seinna. 

Albert Guðmundsson kórónaði frábæran leik sinn með marki á 66. mínútu en markið gæti þó reynst Íslandi dýrt þar sem Albert fór meiddur af velli í kjölfarið.

Ísland bætti svo við fimmta markinu til að innsigla sigurinn endanlega á 73. mínútu. Kristian Hlynsson tók aukaspyrnu og fékk markið skráð á sig en Daníel Leó fagnaði þó og snerti boltann mögulega á leiðinni í netið.

Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Ísland - Aserbaísjan 5-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×