Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2025 13:38 Mótmæli fara fram um allt land í dag. vísir/anton Mótmælin Þjóð gegn þjóðarmorði hefjast klukkan tvö um allt land en komið verður saman í sjö bæjarfélögum. Skipuleggjandi á Akureyri segist finna fyrir miklum meðbyr. Nöfn myrtra barna í Ísrael og Palestínu verða lesin upp í Glerárkirkju sem mun taka allan dag. Fjöldafundir munu fara fram í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis í dag og er búist við margmenni víðast hvar. 185 félög standa að fundunum en markmið þeirra er að sýna íbúum á Gaza samstöðu og krefjast aðgerða frá ríkisstjórninni til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Eitt ár og 324 dagar eru síðan Hamas gerðu árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaðar Ísraelhers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir. Oddný Björg Rafnsdóttir, einn skipuleggjenda mótmælanna á Akureyri, segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum meðbyr og núna. „Ég vonast eftir sem flestum. Sólin skín og mér finnst vera baráttuhugur í fólki. Mér finnst vera orðin svona almenn hneykslun í samfélaginu og nú sé fólk tilbúið að koma og mæta og segja að það standi gegn þjóðarmorði.“ Drífa Snædal, talskona stígamóta er fundarstjóri á Akureyri og þá munu fjölmargir fara með ræðu ásamt tónlistaratriðum. „Síðan verða leiklesin bréf frá Gaza. Það verða lesin bréf frá móður á gaza og bréf frá föður á gaza. Edda Björgvinsdóttir mun lesa móður og Hlynur Hallsson, forstöðumaður myndlistarsafnsins á Akureyri, mun lesa föður.“ Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar Hildur Eir Bolladóttir prestur, Katla Ósk Káradóttir, fulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara fara með ræður en Svavar Knútur, Ösp Kristjánsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sjá um tónlistaratriði. Prestar í Glerárkirkju standa fyrir gjörningi í allan dag. „Þar er búið að lesa núna, upp nöfn allra ísraelskra barna sem voru myrt 7. október. Núna stendur yfir lestur nafna þeirra barna á Gaza sem hafa verið myrt. Sá lestur mun líklega standa yfir í sjö klukkustundir. Þetta er það mikið af nöfnum. Ég vona að nú sjái stjórnvöld að það verði að grípa til alvöru aðgerða.“ Palestína Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Fjöldafundir munu fara fram í Reykjavík, á Ísafirði, Egilsstöðum, Akureyri, Stykkishólmi, Húsavík og Hólmavík samtímis í dag og er búist við margmenni víðast hvar. 185 félög standa að fundunum en markmið þeirra er að sýna íbúum á Gaza samstöðu og krefjast aðgerða frá ríkisstjórninni til að stöðva þjóðarmorð í Palestínu. Eitt ár og 324 dagar eru síðan Hamas gerðu árás á Ísrael þann sjöunda október 2023 en síðan þá hefur geisað stanslaus hernaðar Ísraelhers á Gaza og tugir þúsunda verið myrtir. Oddný Björg Rafnsdóttir, einn skipuleggjenda mótmælanna á Akureyri, segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum meðbyr og núna. „Ég vonast eftir sem flestum. Sólin skín og mér finnst vera baráttuhugur í fólki. Mér finnst vera orðin svona almenn hneykslun í samfélaginu og nú sé fólk tilbúið að koma og mæta og segja að það standi gegn þjóðarmorði.“ Drífa Snædal, talskona stígamóta er fundarstjóri á Akureyri og þá munu fjölmargir fara með ræðu ásamt tónlistaratriðum. „Síðan verða leiklesin bréf frá Gaza. Það verða lesin bréf frá móður á gaza og bréf frá föður á gaza. Edda Björgvinsdóttir mun lesa móður og Hlynur Hallsson, forstöðumaður myndlistarsafnsins á Akureyri, mun lesa föður.“ Kristín S.Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og stofnandi Vonarbrúar Hildur Eir Bolladóttir prestur, Katla Ósk Káradóttir, fulltrúi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara fara með ræður en Svavar Knútur, Ösp Kristjánsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sjá um tónlistaratriði. Prestar í Glerárkirkju standa fyrir gjörningi í allan dag. „Þar er búið að lesa núna, upp nöfn allra ísraelskra barna sem voru myrt 7. október. Núna stendur yfir lestur nafna þeirra barna á Gaza sem hafa verið myrt. Sá lestur mun líklega standa yfir í sjö klukkustundir. Þetta er það mikið af nöfnum. Ég vona að nú sjái stjórnvöld að það verði að grípa til alvöru aðgerða.“
Palestína Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira