„Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. september 2025 15:59 Hrannar Guðmundsson fer yfir málin með leikmönnum sínum. Vísir/Anton Brink Stjarnan laut í lægra haldi fyrir rúmenska liðinu Minaur Baia Mare í vítakastkeppjni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Hekluhöllinni í dag. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur að leik loknum en á sama tíma stoltur af leikmönnum sínum. „Það er alveg rétt að töpin gerast ekki meira svekkjandi en þetta. Við vildum fá fleiri Evrópuleiki í vetur en nú er ljóst að svo verður ekki og það er bara áfram gakk. Við töpuðum ekki fyrir liði sem var betra en við í þessu einvígi. Það gerir þetta ennþá meira svekkjandi,“ sagði Hrannar eftir að vítakastkeppninni lauk og niðurstaðan lá fyrir. „Við fengum ótal möguleika á því að koma okkur yfir hér í seinni hálfleik. Þegar litið er til þess verður maður enn vonsviknari með að falla úr leik með þessum hætti hér í dag. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna við náum ekki að klára mómentin þar sem við erum að spila vel og nýta meðbyrinn til þess að koma okkur yfir,“ sagði Hrannar enn fremur. „Á hinn bóginn verð ég að hrósa leikmönnum mínum fyrir þann karakter sem liðið sýndi sem varð til þess að við jöfnuðum leikinn og komum okkur í vítakastkeppni. Það sama var uppi á teningnum þegar við búnir að grafa djúpa holu í deildarleiknum gegn Val á dögunum og það sýnir svart á hvítu hvað býr í þessu liði,“ sagði hann hreykinn. „Leikmenn lögðu allt í sölurnar í þetta verkefni og þetta var frábær dagur þrátt fyrir að ég sér hundsvekktur með hvernig þetta endaði. Við hefðum viljað máta okkur við fleiri atvinnumannalið í framhaldinu en því miður fáum við ekki að gera það að þessu sinni,“ sagði hann með blendnar tilfinningar í huga sínum. „Við munum draga heilmikinn lærdóm út úr þessum Evrópuleikum og ferðin til Rúmeníu þjappaði hópnum saman. Við erum hundfúlir núna og verðum það í dag en til langs tíma munum við græða á þessum leikjum, það er alveg klárt,“ sagði Hrannar borubrattur. „Við spiluðum hörkuvörn í þessum leikjum og sóknarleikurinn var heilt yfir bara fínn í leikjunum tveimur. Leikmenn og þjálfarar setja þessi leiki í reynslubankann góða og nú bara setjum við einbeitinuna alla á að standa okkur vel í deild og bikar,“ sagði hann. „Stuðningurinn var gjörsamlega frábær í þessum leik og það var gaman að sjá hvað félagið allt kom saman og tæklaði þennan leik með glæsibrag. Stjórn, forráðamenn og stuðningsmenn allir eiga hrós skilið fyrir að skapa jafn góða umgjörð og var í kringum þennan leik í dag,“ sagði Stjörnumaðurinn stoltur. Það var vel mætt á leikinn í dag og Stjörnumenn létu vel í sér heyra. Vísir/Anton Brink Stjarnan Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
„Það er alveg rétt að töpin gerast ekki meira svekkjandi en þetta. Við vildum fá fleiri Evrópuleiki í vetur en nú er ljóst að svo verður ekki og það er bara áfram gakk. Við töpuðum ekki fyrir liði sem var betra en við í þessu einvígi. Það gerir þetta ennþá meira svekkjandi,“ sagði Hrannar eftir að vítakastkeppninni lauk og niðurstaðan lá fyrir. „Við fengum ótal möguleika á því að koma okkur yfir hér í seinni hálfleik. Þegar litið er til þess verður maður enn vonsviknari með að falla úr leik með þessum hætti hér í dag. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna við náum ekki að klára mómentin þar sem við erum að spila vel og nýta meðbyrinn til þess að koma okkur yfir,“ sagði Hrannar enn fremur. „Á hinn bóginn verð ég að hrósa leikmönnum mínum fyrir þann karakter sem liðið sýndi sem varð til þess að við jöfnuðum leikinn og komum okkur í vítakastkeppni. Það sama var uppi á teningnum þegar við búnir að grafa djúpa holu í deildarleiknum gegn Val á dögunum og það sýnir svart á hvítu hvað býr í þessu liði,“ sagði hann hreykinn. „Leikmenn lögðu allt í sölurnar í þetta verkefni og þetta var frábær dagur þrátt fyrir að ég sér hundsvekktur með hvernig þetta endaði. Við hefðum viljað máta okkur við fleiri atvinnumannalið í framhaldinu en því miður fáum við ekki að gera það að þessu sinni,“ sagði hann með blendnar tilfinningar í huga sínum. „Við munum draga heilmikinn lærdóm út úr þessum Evrópuleikum og ferðin til Rúmeníu þjappaði hópnum saman. Við erum hundfúlir núna og verðum það í dag en til langs tíma munum við græða á þessum leikjum, það er alveg klárt,“ sagði Hrannar borubrattur. „Við spiluðum hörkuvörn í þessum leikjum og sóknarleikurinn var heilt yfir bara fínn í leikjunum tveimur. Leikmenn og þjálfarar setja þessi leiki í reynslubankann góða og nú bara setjum við einbeitinuna alla á að standa okkur vel í deild og bikar,“ sagði hann. „Stuðningurinn var gjörsamlega frábær í þessum leik og það var gaman að sjá hvað félagið allt kom saman og tæklaði þennan leik með glæsibrag. Stjórn, forráðamenn og stuðningsmenn allir eiga hrós skilið fyrir að skapa jafn góða umgjörð og var í kringum þennan leik í dag,“ sagði Stjörnumaðurinn stoltur. Það var vel mætt á leikinn í dag og Stjörnumenn létu vel í sér heyra. Vísir/Anton Brink
Stjarnan Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti