„Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. september 2025 15:59 Hrannar Guðmundsson fer yfir málin með leikmönnum sínum. Vísir/Anton Brink Stjarnan laut í lægra haldi fyrir rúmenska liðinu Minaur Baia Mare í vítakastkeppjni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Hekluhöllinni í dag. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur að leik loknum en á sama tíma stoltur af leikmönnum sínum. „Það er alveg rétt að töpin gerast ekki meira svekkjandi en þetta. Við vildum fá fleiri Evrópuleiki í vetur en nú er ljóst að svo verður ekki og það er bara áfram gakk. Við töpuðum ekki fyrir liði sem var betra en við í þessu einvígi. Það gerir þetta ennþá meira svekkjandi,“ sagði Hrannar eftir að vítakastkeppninni lauk og niðurstaðan lá fyrir. „Við fengum ótal möguleika á því að koma okkur yfir hér í seinni hálfleik. Þegar litið er til þess verður maður enn vonsviknari með að falla úr leik með þessum hætti hér í dag. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna við náum ekki að klára mómentin þar sem við erum að spila vel og nýta meðbyrinn til þess að koma okkur yfir,“ sagði Hrannar enn fremur. „Á hinn bóginn verð ég að hrósa leikmönnum mínum fyrir þann karakter sem liðið sýndi sem varð til þess að við jöfnuðum leikinn og komum okkur í vítakastkeppni. Það sama var uppi á teningnum þegar við búnir að grafa djúpa holu í deildarleiknum gegn Val á dögunum og það sýnir svart á hvítu hvað býr í þessu liði,“ sagði hann hreykinn. „Leikmenn lögðu allt í sölurnar í þetta verkefni og þetta var frábær dagur þrátt fyrir að ég sér hundsvekktur með hvernig þetta endaði. Við hefðum viljað máta okkur við fleiri atvinnumannalið í framhaldinu en því miður fáum við ekki að gera það að þessu sinni,“ sagði hann með blendnar tilfinningar í huga sínum. „Við munum draga heilmikinn lærdóm út úr þessum Evrópuleikum og ferðin til Rúmeníu þjappaði hópnum saman. Við erum hundfúlir núna og verðum það í dag en til langs tíma munum við græða á þessum leikjum, það er alveg klárt,“ sagði Hrannar borubrattur. „Við spiluðum hörkuvörn í þessum leikjum og sóknarleikurinn var heilt yfir bara fínn í leikjunum tveimur. Leikmenn og þjálfarar setja þessi leiki í reynslubankann góða og nú bara setjum við einbeitinuna alla á að standa okkur vel í deild og bikar,“ sagði hann. „Stuðningurinn var gjörsamlega frábær í þessum leik og það var gaman að sjá hvað félagið allt kom saman og tæklaði þennan leik með glæsibrag. Stjórn, forráðamenn og stuðningsmenn allir eiga hrós skilið fyrir að skapa jafn góða umgjörð og var í kringum þennan leik í dag,“ sagði Stjörnumaðurinn stoltur. Það var vel mætt á leikinn í dag og Stjörnumenn létu vel í sér heyra. Vísir/Anton Brink Stjarnan Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
„Það er alveg rétt að töpin gerast ekki meira svekkjandi en þetta. Við vildum fá fleiri Evrópuleiki í vetur en nú er ljóst að svo verður ekki og það er bara áfram gakk. Við töpuðum ekki fyrir liði sem var betra en við í þessu einvígi. Það gerir þetta ennþá meira svekkjandi,“ sagði Hrannar eftir að vítakastkeppninni lauk og niðurstaðan lá fyrir. „Við fengum ótal möguleika á því að koma okkur yfir hér í seinni hálfleik. Þegar litið er til þess verður maður enn vonsviknari með að falla úr leik með þessum hætti hér í dag. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna við náum ekki að klára mómentin þar sem við erum að spila vel og nýta meðbyrinn til þess að koma okkur yfir,“ sagði Hrannar enn fremur. „Á hinn bóginn verð ég að hrósa leikmönnum mínum fyrir þann karakter sem liðið sýndi sem varð til þess að við jöfnuðum leikinn og komum okkur í vítakastkeppni. Það sama var uppi á teningnum þegar við búnir að grafa djúpa holu í deildarleiknum gegn Val á dögunum og það sýnir svart á hvítu hvað býr í þessu liði,“ sagði hann hreykinn. „Leikmenn lögðu allt í sölurnar í þetta verkefni og þetta var frábær dagur þrátt fyrir að ég sér hundsvekktur með hvernig þetta endaði. Við hefðum viljað máta okkur við fleiri atvinnumannalið í framhaldinu en því miður fáum við ekki að gera það að þessu sinni,“ sagði hann með blendnar tilfinningar í huga sínum. „Við munum draga heilmikinn lærdóm út úr þessum Evrópuleikum og ferðin til Rúmeníu þjappaði hópnum saman. Við erum hundfúlir núna og verðum það í dag en til langs tíma munum við græða á þessum leikjum, það er alveg klárt,“ sagði Hrannar borubrattur. „Við spiluðum hörkuvörn í þessum leikjum og sóknarleikurinn var heilt yfir bara fínn í leikjunum tveimur. Leikmenn og þjálfarar setja þessi leiki í reynslubankann góða og nú bara setjum við einbeitinuna alla á að standa okkur vel í deild og bikar,“ sagði hann. „Stuðningurinn var gjörsamlega frábær í þessum leik og það var gaman að sjá hvað félagið allt kom saman og tæklaði þennan leik með glæsibrag. Stjórn, forráðamenn og stuðningsmenn allir eiga hrós skilið fyrir að skapa jafn góða umgjörð og var í kringum þennan leik í dag,“ sagði Stjörnumaðurinn stoltur. Það var vel mætt á leikinn í dag og Stjörnumenn létu vel í sér heyra. Vísir/Anton Brink
Stjarnan Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira