Handbolti

Donni og fé­lagar örugg­lega á­fram í Evrópu­deildinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skipti yfir til Danmerkur vorið 2024
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skipti yfir til Danmerkur vorið 2024 VÍSIR/VILHELM

Skanderborg, lið Kristjáns Arnar Kristjánssonar, tryggði sig örugglega áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld með 31-36 sigri á Marítimo frá Portúgal en samtals vann danska liðið einvígið 74-56.

Kristján Örn, eða Donni eins og hann er eiginlega alltaf kallaður, hafði tiltölulega hægt um sig í kvöld og skoraði þrjú mörk úr þremur skotum. Hann fór á kostum í fyrri leik liðanna og skoraði ellefu mörk og því 14 í einvíginu samtals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×