Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 8. september 2025 09:01 Undanfarinn áratug, þó fyrst og fremst árin 2019 til 2025, hafa bein útgjöld ríkissjóðs vegna ýmissa efnahagsáfalla og náttúruhamfara verið rúmlega 337 milljarðar króna. Þetta setur allt tal núverandi stjórnarliða um óráðsíu og hallarekstur í nýtt samhengi, því óbeinu áhrifin eru hér ekki reiknuð. Fyrir þessa 337 milljarða hefði verið hægt að byggja 15 til 20 ný Hvalfjarðargöng víðs vegar um land. Það er ekki sjálfsagt fyrir ríki að geta tekist á við svona kostnaðarsöm óvænt áföll og undirstrikar hversu mikilvæg áhersla Sjálfstæðisflokksins á niðurgreiðslu skulda var árin áður. Í umræðu um fjármál ríkisins hef ég ítrekað bent á mikinn kostnað vegna téðra atburða. Það kemur engum á óvart að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst dýrastur, þar sem bein útgjöld nema rúmlega 194 milljörðum. Hægt er að lesa nánar um útgjöldin í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni frá því í vor. Bein útgjöld eru bara önnur hlið peningsins Það er mikilvægt að skilja að þær tölur sem hér eru kynntar ná aðeins yfir bein útgjöld ríkissjóðs. Bein útgjöld eru fjárveitingar sem ríkið greiðir beint, eins og neyðaraðgerðir, stuðning við einstaklinga og fyrirtæki, eða fjármögnun stofnana sem sinna viðbrögðum. Hins vegar er raunverulegur kostnaður og áhrif áfalla miklu meiri. Tölurnar taka ekki til óbeinna áhrifa á ríkisfjármál og samfélagið allt, svo sem tekjumissis, samdráttar í efnahagsstarfsemi eða kostnaðar sem fellur á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Þegar efnahagslífið dregst saman þá minnka skatttekjur ríkisins, til dæmis vegna þess að fólk kaupir minna og fyrirtæki selja minna. Þessi tekjumissir er ekki hluti af þeim tölum sem hér er rætt um heldur bætist hann ofan á en er alveg jafn raunverulegur og dýr fyrir samfélagið og bein útgjöld. Óbeinu áhrifin, sem nánast ógerlegt er að reikna, eru sennilega ekki minni heldur líklega mun umfangsmeiri og nema hundruðum milljarða. Hröð og markviss viðbrögð Á þessu tímabili stóðu stjórnvöld frammi fyrir ýmsum áskorunum sem kröfðust hraðra og markvissra viðbragða. Þau miklu útgjöld sem ráðist var í sem viðbrögð við heimsfaraldri voru nauðsynleg til að tryggja afkomu einstaklinga og fyrirtækja auk þess að vernda heilsu almennings eftir bestu upplýsingum sem í boði voru á þeim tíma. Næststærsta áfallið hafa verið jarðhræringar í Grindavík frá 2023, sem hafa leitt til rúmlega 82 milljarða útgjalda ríkissjóðs, þar sem uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík vega þyngst. Aðrir stórir kostnaðarliðir voru viðbrögð og varnir gegn náttúruhamförum eins og fárviðrum, snjóflóðum og skriðuföllum og innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 sem birtist í viðbótarframlögum til utanríkismála, mannúðaraðstoðar og innlendra aðgerða. Að ógleymdu gjaldþroti flugfélagsins WOW air árið 2019 sem hafði í för með sér aukinn kostnað vegna greiðslu atvinnuleysisbóta og framlaga til Ábyrgðarsjóðs launa. Á þeim tíma lögðu stjórnvöld fram nýja fjármálaáætlun sem samþykkt var til að bregðast við áætluðum áhrifum á efnahagslífið. Búumst við hinu óvænta Svar ráðherra sýnir að það er erfitt að skilgreina nákvæmlega og meta heildarkostnað áfalla. Reynslan sýnir að ríkið þarf að vera undirbúið fyrir óvæntar aðstæður sem geta raskað skatttekjum og aukið útgjöld hratt. Því er mikilvægt að ríkisfjármál séu alltaf sveigjanleg og hafi nægilegan styrk til að mæta slíkum áskorunum og að búið sé vel í haginn fyrir mögru árin sem koma þegar við eigum síst von á. Við munum áfram leggja áherslu á það, nú næst í komandi umræðu um fyrstu fjárlög nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug, þó fyrst og fremst árin 2019 til 2025, hafa bein útgjöld ríkissjóðs vegna ýmissa efnahagsáfalla og náttúruhamfara verið rúmlega 337 milljarðar króna. Þetta setur allt tal núverandi stjórnarliða um óráðsíu og hallarekstur í nýtt samhengi, því óbeinu áhrifin eru hér ekki reiknuð. Fyrir þessa 337 milljarða hefði verið hægt að byggja 15 til 20 ný Hvalfjarðargöng víðs vegar um land. Það er ekki sjálfsagt fyrir ríki að geta tekist á við svona kostnaðarsöm óvænt áföll og undirstrikar hversu mikilvæg áhersla Sjálfstæðisflokksins á niðurgreiðslu skulda var árin áður. Í umræðu um fjármál ríkisins hef ég ítrekað bent á mikinn kostnað vegna téðra atburða. Það kemur engum á óvart að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst dýrastur, þar sem bein útgjöld nema rúmlega 194 milljörðum. Hægt er að lesa nánar um útgjöldin í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni frá því í vor. Bein útgjöld eru bara önnur hlið peningsins Það er mikilvægt að skilja að þær tölur sem hér eru kynntar ná aðeins yfir bein útgjöld ríkissjóðs. Bein útgjöld eru fjárveitingar sem ríkið greiðir beint, eins og neyðaraðgerðir, stuðning við einstaklinga og fyrirtæki, eða fjármögnun stofnana sem sinna viðbrögðum. Hins vegar er raunverulegur kostnaður og áhrif áfalla miklu meiri. Tölurnar taka ekki til óbeinna áhrifa á ríkisfjármál og samfélagið allt, svo sem tekjumissis, samdráttar í efnahagsstarfsemi eða kostnaðar sem fellur á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Þegar efnahagslífið dregst saman þá minnka skatttekjur ríkisins, til dæmis vegna þess að fólk kaupir minna og fyrirtæki selja minna. Þessi tekjumissir er ekki hluti af þeim tölum sem hér er rætt um heldur bætist hann ofan á en er alveg jafn raunverulegur og dýr fyrir samfélagið og bein útgjöld. Óbeinu áhrifin, sem nánast ógerlegt er að reikna, eru sennilega ekki minni heldur líklega mun umfangsmeiri og nema hundruðum milljarða. Hröð og markviss viðbrögð Á þessu tímabili stóðu stjórnvöld frammi fyrir ýmsum áskorunum sem kröfðust hraðra og markvissra viðbragða. Þau miklu útgjöld sem ráðist var í sem viðbrögð við heimsfaraldri voru nauðsynleg til að tryggja afkomu einstaklinga og fyrirtækja auk þess að vernda heilsu almennings eftir bestu upplýsingum sem í boði voru á þeim tíma. Næststærsta áfallið hafa verið jarðhræringar í Grindavík frá 2023, sem hafa leitt til rúmlega 82 milljarða útgjalda ríkissjóðs, þar sem uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík vega þyngst. Aðrir stórir kostnaðarliðir voru viðbrögð og varnir gegn náttúruhamförum eins og fárviðrum, snjóflóðum og skriðuföllum og innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 sem birtist í viðbótarframlögum til utanríkismála, mannúðaraðstoðar og innlendra aðgerða. Að ógleymdu gjaldþroti flugfélagsins WOW air árið 2019 sem hafði í för með sér aukinn kostnað vegna greiðslu atvinnuleysisbóta og framlaga til Ábyrgðarsjóðs launa. Á þeim tíma lögðu stjórnvöld fram nýja fjármálaáætlun sem samþykkt var til að bregðast við áætluðum áhrifum á efnahagslífið. Búumst við hinu óvænta Svar ráðherra sýnir að það er erfitt að skilgreina nákvæmlega og meta heildarkostnað áfalla. Reynslan sýnir að ríkið þarf að vera undirbúið fyrir óvæntar aðstæður sem geta raskað skatttekjum og aukið útgjöld hratt. Því er mikilvægt að ríkisfjármál séu alltaf sveigjanleg og hafi nægilegan styrk til að mæta slíkum áskorunum og að búið sé vel í haginn fyrir mögru árin sem koma þegar við eigum síst von á. Við munum áfram leggja áherslu á það, nú næst í komandi umræðu um fyrstu fjárlög nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun