Erlent

Fjórar ungar vin­konur fórust í elds­voða í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi brunans í Hamri.
Frá vettvangi brunans í Hamri. EPA

Fjórar ungar konur eru látnar eftir að eldur kom upp í húsi í Hamri í Noregi í nótt. Konurnar voru átján og nítján ára gamlar.

Norskir fjölmiðlar greina frá því að tilkynning hafi borist um brunann snemma í morgun og sömuleiðis að eldurinn hafi dreift úr sér í næsta hús.

Á myndum má sjá mikinn svartan reyk leggja frá húsunum. Lögregla hefur girt af stórt svæði og er enn unnið að því að slökkva í glóðum.

Lögregla segir að um fjórar vinkonur hafi verið að ræða, en þær eiga þó ekki allar að hafa búið í húsinu.

Hamar er að finna rúmlega hundrað kílómetrum norður af höfuðborginni Ósló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×