Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir og Svava Arnardóttir skrifa 8. september 2025 10:30 Það er skiljanlega áfall að heyra ástvini okkar lýsa sjálfsvígshugsunum eða -tilraunum. Það er engu að síður ótrúlega dýrmætt tækifæri því sum tala aldrei um þessa líðan og falla fyrir eigin hendi án þess að nokkurt okkar grunaði hvað væri í gangi. Það er nýtilkomið að við megum ræða geðheilsu, tilfinningar og vanlíðan opinskátt. Það ríkir hins vegar enn töluverð skömm um djúpa þjáningu og öngstræti. Það er því ekkert skrítið að það hellist yfir okkur alls kyns tilfinningar og hugsanir ef ástvinur íhugar sjálfsvíg. Viðkomandi tengir ekki endilega við það að langa til að deyja en finnst þau knúin til þess, þurfa þess eða geta einfaldlega ekki lifað lengur við óbreytt ástand. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki eigingirni eða veikleiki. Einstaklingarnir þurfa ekki að læra aukna þrautseigju, enda hafa þau þraukað í erfiðum aðstæðum til langs tíma. Það er ekki heldur þörf á óumbeðnum ráðum eða að tekið sé fram fyrir hendurnar á fólki. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni “geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar sem á sér ýmsar skýringar, t.d. áfallasögu, skort á viðunandi félagslegum tengslum, jaðarsetningu og fátækt. Við skiljum að aðstandendur grípi í ofangreint þar sem þau eru reiðubúin til að gera allt sem þau geta til að styðja ástvin í vanlíðan. Þessar leiðir geta hinsvegar skapað meiri skaða en ella, og því viljum við benda á hvað gæti verið hjálplegra. Umræða um dauðann, þjáningu og lífið getur verið afar krefjandi. Það þýðir hins vegar ekki að við ættum að vísa ástvinum okkar sjálfkrafa til fagaðila og loka á frekara samtal okkar á milli. Það er ómetanlegt að einhver sem stendur okkur nærri treystir okkur fyrir djúpum sársauka og við ættum að leggja okkur fram um að hlusta og vera til staðar. Það má tala um þessi mál án þess að vera með fagmenntun. Ástvinir geta veitt mannlega nálgun og átt opið samtal án fordæmingar. Það krefst þess að við þolum við í erfiðum aðstæðum, hlustum með opið hjarta og berum virðingu fyrir líðaninni. Það þarf ekki að leysa málin strax heldur skapa rými þar sem ástvinurinn finnur að við munum ekki yfirgefa þau, dæma né þvinga á neinn hátt. Það er hægt að lesa sér nánar til um hvað er hjálplegt í þessum aðstæðum í bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Hlutverk aðstandenda er flókið og þessi samtöl taka á. Aðstandendur eru oft á tíðum líka að takast á við erfiða líðan sjálf. Það er hjálplegt að leita sér stuðnings í jafningjahópi aðstandenda líkt og þeim sem boðið er upp á hjá Hugarafli og Pieta samtökunum. Við hjá Geðhjálp bjóðum líka upp á ókeypis ráðgjafaviðtöl sem hafa reynst mörgum ástvinum vel. Það má svo að sjálfsögðu tala við fagaðila sem þú treystir til að bera þetta með þér. Okkur er hvergi kennt hvernig á að tala um það þegar einhvern langar að deyja eða getur ekki hugsað sér að lifa lengur. Eina sem við höfum lært er ótti, þöggun og skömm gagnvart þessu málefni - sem er gríðarlega óhjálplegt. Tökum áskoruninni að eiga þessi samtöl þó við séum öll að læra inn á nýjan veruleika. Það er ólýsanlegt hversu frelsandi það er að geta hiklaust sagt nákvæmlega hvernig okkur líður og orða það án dóma, sviptinga, óumbeðinna ráða og þvingana. Aðstandendur, þið getið miklu meira en þið haldið. Við höfum trú á ykkur, stígum inn í þetta ferðalag saman. Svava er formaður Geðhjálpar og Sigurborg er ritari Geðhjálpar. Þær eru tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum (2021). Svava og Sigurborg eru með lifaða reynslu af öngstræti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það er skiljanlega áfall að heyra ástvini okkar lýsa sjálfsvígshugsunum eða -tilraunum. Það er engu að síður ótrúlega dýrmætt tækifæri því sum tala aldrei um þessa líðan og falla fyrir eigin hendi án þess að nokkurt okkar grunaði hvað væri í gangi. Það er nýtilkomið að við megum ræða geðheilsu, tilfinningar og vanlíðan opinskátt. Það ríkir hins vegar enn töluverð skömm um djúpa þjáningu og öngstræti. Það er því ekkert skrítið að það hellist yfir okkur alls kyns tilfinningar og hugsanir ef ástvinur íhugar sjálfsvíg. Viðkomandi tengir ekki endilega við það að langa til að deyja en finnst þau knúin til þess, þurfa þess eða geta einfaldlega ekki lifað lengur við óbreytt ástand. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki eigingirni eða veikleiki. Einstaklingarnir þurfa ekki að læra aukna þrautseigju, enda hafa þau þraukað í erfiðum aðstæðum til langs tíma. Það er ekki heldur þörf á óumbeðnum ráðum eða að tekið sé fram fyrir hendurnar á fólki. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni “geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar sem á sér ýmsar skýringar, t.d. áfallasögu, skort á viðunandi félagslegum tengslum, jaðarsetningu og fátækt. Við skiljum að aðstandendur grípi í ofangreint þar sem þau eru reiðubúin til að gera allt sem þau geta til að styðja ástvin í vanlíðan. Þessar leiðir geta hinsvegar skapað meiri skaða en ella, og því viljum við benda á hvað gæti verið hjálplegra. Umræða um dauðann, þjáningu og lífið getur verið afar krefjandi. Það þýðir hins vegar ekki að við ættum að vísa ástvinum okkar sjálfkrafa til fagaðila og loka á frekara samtal okkar á milli. Það er ómetanlegt að einhver sem stendur okkur nærri treystir okkur fyrir djúpum sársauka og við ættum að leggja okkur fram um að hlusta og vera til staðar. Það má tala um þessi mál án þess að vera með fagmenntun. Ástvinir geta veitt mannlega nálgun og átt opið samtal án fordæmingar. Það krefst þess að við þolum við í erfiðum aðstæðum, hlustum með opið hjarta og berum virðingu fyrir líðaninni. Það þarf ekki að leysa málin strax heldur skapa rými þar sem ástvinurinn finnur að við munum ekki yfirgefa þau, dæma né þvinga á neinn hátt. Það er hægt að lesa sér nánar til um hvað er hjálplegt í þessum aðstæðum í bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Hlutverk aðstandenda er flókið og þessi samtöl taka á. Aðstandendur eru oft á tíðum líka að takast á við erfiða líðan sjálf. Það er hjálplegt að leita sér stuðnings í jafningjahópi aðstandenda líkt og þeim sem boðið er upp á hjá Hugarafli og Pieta samtökunum. Við hjá Geðhjálp bjóðum líka upp á ókeypis ráðgjafaviðtöl sem hafa reynst mörgum ástvinum vel. Það má svo að sjálfsögðu tala við fagaðila sem þú treystir til að bera þetta með þér. Okkur er hvergi kennt hvernig á að tala um það þegar einhvern langar að deyja eða getur ekki hugsað sér að lifa lengur. Eina sem við höfum lært er ótti, þöggun og skömm gagnvart þessu málefni - sem er gríðarlega óhjálplegt. Tökum áskoruninni að eiga þessi samtöl þó við séum öll að læra inn á nýjan veruleika. Það er ólýsanlegt hversu frelsandi það er að geta hiklaust sagt nákvæmlega hvernig okkur líður og orða það án dóma, sviptinga, óumbeðinna ráða og þvingana. Aðstandendur, þið getið miklu meira en þið haldið. Við höfum trú á ykkur, stígum inn í þetta ferðalag saman. Svava er formaður Geðhjálpar og Sigurborg er ritari Geðhjálpar. Þær eru tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum (2021). Svava og Sigurborg eru með lifaða reynslu af öngstræti.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun